Andrúmsloftið skiptir máli 18. desember 2008 04:00 Ólafur heldur tónleika í Fríkirkjunni í kvöld. Sérstakur gestur verður Ólöf Arnalds. Mosfellingurinn Ólafur Arnalds heldur tónleika í Fríkirkjunni í kvöld. Hann er nýkominn úr hálfsárs tónleikaferðalagi um heiminn þar sem hann fylgdi eftir sinni fyrstu plötu, Eulogy for Evolution. Platan, sem hefur fengið mjög góða dóma, hefur selst í yfir tíu þúsund eintökum og hefur Ólafur fyllt tónleikahallir í yfir tuttugu löndum, þar á meðal Barbican Hall í London. „Ég hlakka ótrúlega til enda spila ég sjaldan á Íslandi," segir hann um tónleikana í kvöld. „Við erum búnir að selja vel af miðum og höfum lagt mikið í undirbúning. Ég held að þetta verði gaman." Hann segir að tónleikaferðin um heiminn hafi gengið ótrúlega vel. „Ég er búinn að fara út um allt. Þetta gekk ekkert áfallalaust fyrir sig og ég bjóst kannski ekki við því. En ég gat séð frá byrjun til enda hvernig áhorfendahópurinn stækkaði smám saman." Ólafur hefur áður leikið í kirkjum á ferðalögum sínum og segir þær uppáhaldstónleikastaði sína ásamt leikhúsum. „Hljómburðurinn er yfirleitt fallegur og hann gerir mikið fyrir stemninguna. Þar er líka gott andrúmsloft ef þetta eru flottir staðir. Svona tónlist gengur mikið út á andrúmsloftið í salnum," segir hann. Fram undan hjá þessum 22 ára tónlistarmanni eru upptökur á næstu breiðskífu sem hefjast í byrjun næsta árs. Að auki hefur hann rift samningi við útgáfufyrirtæki sitt í Bretlandi og er í viðræðum við stærri útgáfufyrirtæki um nýjan samning. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20 og sérstakur gestur verður Ólöf Arnalds, frænka Ólafs. Miðaverð er 1.000 krónur. - fb Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Mosfellingurinn Ólafur Arnalds heldur tónleika í Fríkirkjunni í kvöld. Hann er nýkominn úr hálfsárs tónleikaferðalagi um heiminn þar sem hann fylgdi eftir sinni fyrstu plötu, Eulogy for Evolution. Platan, sem hefur fengið mjög góða dóma, hefur selst í yfir tíu þúsund eintökum og hefur Ólafur fyllt tónleikahallir í yfir tuttugu löndum, þar á meðal Barbican Hall í London. „Ég hlakka ótrúlega til enda spila ég sjaldan á Íslandi," segir hann um tónleikana í kvöld. „Við erum búnir að selja vel af miðum og höfum lagt mikið í undirbúning. Ég held að þetta verði gaman." Hann segir að tónleikaferðin um heiminn hafi gengið ótrúlega vel. „Ég er búinn að fara út um allt. Þetta gekk ekkert áfallalaust fyrir sig og ég bjóst kannski ekki við því. En ég gat séð frá byrjun til enda hvernig áhorfendahópurinn stækkaði smám saman." Ólafur hefur áður leikið í kirkjum á ferðalögum sínum og segir þær uppáhaldstónleikastaði sína ásamt leikhúsum. „Hljómburðurinn er yfirleitt fallegur og hann gerir mikið fyrir stemninguna. Þar er líka gott andrúmsloft ef þetta eru flottir staðir. Svona tónlist gengur mikið út á andrúmsloftið í salnum," segir hann. Fram undan hjá þessum 22 ára tónlistarmanni eru upptökur á næstu breiðskífu sem hefjast í byrjun næsta árs. Að auki hefur hann rift samningi við útgáfufyrirtæki sitt í Bretlandi og er í viðræðum við stærri útgáfufyrirtæki um nýjan samning. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20 og sérstakur gestur verður Ólöf Arnalds, frænka Ólafs. Miðaverð er 1.000 krónur. - fb
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira