Auðmagnið Sverrir Jakobsson skrifar 21. október 2008 06:00 Engum dylst lengur að heimskerfi hins hnattvædda kapítalisma er í kreppu og að meginorsökin er hrun fjármálastofnana í Bandaríkjunum. Nú beinist athyglin að undirstöðum þessa kerfis. Undanfarin ár og áratugi hefur ríkt þensla í vestrænum samfélögum jafnhliða því að hnattvæðing fjármagnsins hefur aukist. Á þenslutímanum varð söguleg nauðhyggja ríkjandi hugmyndafræði; þeir sem efnuðust fóru að líta á þensluna sem náttúrulegt fyrirbæri, líkt og fjárhættuspilari sem heldur að örlögin séu að verki þegar heppnin er með honum. Þegar kerfið brotlendir reynast endalok sögunnar hins vegar sjónhverfing. Undirstöðurnar eru skyndilega ljósar öllum þorra fólks og eru ekki sérlega traustar. Í kapítalísku samfélagi eru kreppur ekki frávik heldur eðlilegur hluti af gangvirkinu, náttúruval hins frjálsa markaðar. Þær tryggja að einungis hinir hæfustu lifi en hinum sé tortímt. Samkvæmt kennisetningum þeirra sem trúa á hinn frjálsa markað eru öll ríkisafskipti óeðlileg og ekki síst þau sem koma hinum snauðu til góða. Það er vegna þess að þau trufla gangvirkið að þessu leyti; koma í veg fyrir að lággróðurinn sé grisjaður. Þess vegna gengu vestræn iðnaðarsamfélög reglulega í gegnum kreppur á 19. öld, gullöld afskiptaleysisstefnunnar, og þótti ekki tiltökumál. Blandað hagkerfi@Megin-Ol Idag 8,3p :Uppgangur lýðræðis og hreyfingar jafnaðarmanna breytti þessu á 20. öld og heimskreppan á 4. áratugnum leiddi til nýsköpunar. Þar var merkast uppbygging velferðarsamfélaga og aukinn skilningur á því að hinn frjálsi markaður myndi aldrei tryggja velferð allra. Þess vegna voru settar hömlur á markaðshagkerfið, sjónarmið félagshyggju fengu aukna áheyrn og til varð hið blandaða hagkerfi. Það var við lýði á tímum lengsta vaxtarskeiðs nútímans án alvarlegrar kreppu; uppbyggingarskeiðsins sem varði 1945-1973. Þessi hugmyndafræði hafði hins vegar sín takmörk eins og aðrar. Þau alvarlegustu voru ónógur skilningur á því að náttúruauðlindir eru endanlegar. Félagshyggjumenn 20. aldar lögðu ekki næga áherslu á sjálfsbært atvinnulíf og sú vanræksla varð afdrifarík í olíukreppunni á 8. áratugnum.Olíukreppan veitti óvinum velferðarkerfisins gullið tækifæri til að endurreisa hugsunarhátt 19. aldar. Værukærir vinstrimenn í hinum auðugu vestrænu samfélögum virtust ekki hafa neinar nýjar hugmyndir á meðan málflutningur frjálshyggjumanna boðaði valkost sem þá virtist ferskur, afturhvarf til tímans fyrir daga heimskreppunnar. Í góðæri getur nefnilega samábyrgð og velferð virst heftandi; slagorð um frelsi höfða til ímyndunaraflsins þegar lífsbaráttan er ekki lengur jafn hörð. Loftbólurnar springaÞað er hins vegar í eðli kapítalismans að þegar hömlurnar hverfa þá fara loftbólur að myndast og þær springa að lokum. Það er því kostulegt að sjá postula hins frjálsa markaðar á hliðarlínunni að predika ábyrga hegðun og fordæma græðgi auðmanna. Hún er óaðskiljanlegur hluti kerfisins sem þeir boða og trúa á.Frá sjónarhóli útrásarvíkinganna og ofurlaunamannanna í bönkunum var útrásin eðlileg og rökrétt hegðun. Gríðarlegur skyndigróði féll þeim í skaut en skuldadagarnir voru langt undan. Það er ekkert við afskiptaleysisstefnuna sem virkar letjandi á slík viðskipti enda vitað mál að þegar veislan er búin þarf einhver annar að borga reikninginn. Og það erum við - almenningur. Í ljós hefur komið að við bárum allan tímann sameiginlega ábyrgð á bönkunum þótt við ættum ekki öll sama hlut í gróðanum. Milljónaskuldirnar falla á okkur. Við munum greiða vextina af stóru lánunum sem eiga nú að knýja hjól atvinnulífsins.Engum dylst lengur að heimskerfi hins hnattvædda kapítalisma er í kreppu en sú kreppa er líka pólitísk. Þeir stjórnmálamenn sem hafa ráðið ferðinni um allan heim, líka hér á Íslandi, voru haldnir sömu nauðhyggju og trúboðar hins frjálsa markaðar. Þeir trúðu á endalok sögunnar og jafnframt á endalok allra valkosta - að árið 1994 væri í raun árið 0 og á undan því væri einungis svarthol sem ekkert mætti læra af.Sorglegasta birtingarmynd þess eru jafnaðarmennirnir sem hafa reynt að yfirgnæfa íhaldið í fordæmingu á hinu blandaða hagkerfi - og voru dyggustu talsmenn íslensku útrásarinnar. Nú þegar stund sannleikans er runnin upp þá kann þessi elíta ekkert annað en frjálshyggjusöng gærdagsins. Í stað þess að stokka spilin upp á nýtt benda samábyrgir stjórnmálamenn hver á annan og ríkisstjórn útrásarinnar ákveður fyrir hönd þjóðarinnar að skuldsetja hana langt fram í tímann og framselja ákvarðanatöku um efnahagsmál til frjálshyggjukreddumannanna hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Við erum föst á árinu 0. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sverrir Jakobsson Mest lesið Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Dauðsfall, fályndi og umboðsmaður sjúklinga Einar Magnús Magnússon Skoðun
Engum dylst lengur að heimskerfi hins hnattvædda kapítalisma er í kreppu og að meginorsökin er hrun fjármálastofnana í Bandaríkjunum. Nú beinist athyglin að undirstöðum þessa kerfis. Undanfarin ár og áratugi hefur ríkt þensla í vestrænum samfélögum jafnhliða því að hnattvæðing fjármagnsins hefur aukist. Á þenslutímanum varð söguleg nauðhyggja ríkjandi hugmyndafræði; þeir sem efnuðust fóru að líta á þensluna sem náttúrulegt fyrirbæri, líkt og fjárhættuspilari sem heldur að örlögin séu að verki þegar heppnin er með honum. Þegar kerfið brotlendir reynast endalok sögunnar hins vegar sjónhverfing. Undirstöðurnar eru skyndilega ljósar öllum þorra fólks og eru ekki sérlega traustar. Í kapítalísku samfélagi eru kreppur ekki frávik heldur eðlilegur hluti af gangvirkinu, náttúruval hins frjálsa markaðar. Þær tryggja að einungis hinir hæfustu lifi en hinum sé tortímt. Samkvæmt kennisetningum þeirra sem trúa á hinn frjálsa markað eru öll ríkisafskipti óeðlileg og ekki síst þau sem koma hinum snauðu til góða. Það er vegna þess að þau trufla gangvirkið að þessu leyti; koma í veg fyrir að lággróðurinn sé grisjaður. Þess vegna gengu vestræn iðnaðarsamfélög reglulega í gegnum kreppur á 19. öld, gullöld afskiptaleysisstefnunnar, og þótti ekki tiltökumál. Blandað hagkerfi@Megin-Ol Idag 8,3p :Uppgangur lýðræðis og hreyfingar jafnaðarmanna breytti þessu á 20. öld og heimskreppan á 4. áratugnum leiddi til nýsköpunar. Þar var merkast uppbygging velferðarsamfélaga og aukinn skilningur á því að hinn frjálsi markaður myndi aldrei tryggja velferð allra. Þess vegna voru settar hömlur á markaðshagkerfið, sjónarmið félagshyggju fengu aukna áheyrn og til varð hið blandaða hagkerfi. Það var við lýði á tímum lengsta vaxtarskeiðs nútímans án alvarlegrar kreppu; uppbyggingarskeiðsins sem varði 1945-1973. Þessi hugmyndafræði hafði hins vegar sín takmörk eins og aðrar. Þau alvarlegustu voru ónógur skilningur á því að náttúruauðlindir eru endanlegar. Félagshyggjumenn 20. aldar lögðu ekki næga áherslu á sjálfsbært atvinnulíf og sú vanræksla varð afdrifarík í olíukreppunni á 8. áratugnum.Olíukreppan veitti óvinum velferðarkerfisins gullið tækifæri til að endurreisa hugsunarhátt 19. aldar. Værukærir vinstrimenn í hinum auðugu vestrænu samfélögum virtust ekki hafa neinar nýjar hugmyndir á meðan málflutningur frjálshyggjumanna boðaði valkost sem þá virtist ferskur, afturhvarf til tímans fyrir daga heimskreppunnar. Í góðæri getur nefnilega samábyrgð og velferð virst heftandi; slagorð um frelsi höfða til ímyndunaraflsins þegar lífsbaráttan er ekki lengur jafn hörð. Loftbólurnar springaÞað er hins vegar í eðli kapítalismans að þegar hömlurnar hverfa þá fara loftbólur að myndast og þær springa að lokum. Það er því kostulegt að sjá postula hins frjálsa markaðar á hliðarlínunni að predika ábyrga hegðun og fordæma græðgi auðmanna. Hún er óaðskiljanlegur hluti kerfisins sem þeir boða og trúa á.Frá sjónarhóli útrásarvíkinganna og ofurlaunamannanna í bönkunum var útrásin eðlileg og rökrétt hegðun. Gríðarlegur skyndigróði féll þeim í skaut en skuldadagarnir voru langt undan. Það er ekkert við afskiptaleysisstefnuna sem virkar letjandi á slík viðskipti enda vitað mál að þegar veislan er búin þarf einhver annar að borga reikninginn. Og það erum við - almenningur. Í ljós hefur komið að við bárum allan tímann sameiginlega ábyrgð á bönkunum þótt við ættum ekki öll sama hlut í gróðanum. Milljónaskuldirnar falla á okkur. Við munum greiða vextina af stóru lánunum sem eiga nú að knýja hjól atvinnulífsins.Engum dylst lengur að heimskerfi hins hnattvædda kapítalisma er í kreppu en sú kreppa er líka pólitísk. Þeir stjórnmálamenn sem hafa ráðið ferðinni um allan heim, líka hér á Íslandi, voru haldnir sömu nauðhyggju og trúboðar hins frjálsa markaðar. Þeir trúðu á endalok sögunnar og jafnframt á endalok allra valkosta - að árið 1994 væri í raun árið 0 og á undan því væri einungis svarthol sem ekkert mætti læra af.Sorglegasta birtingarmynd þess eru jafnaðarmennirnir sem hafa reynt að yfirgnæfa íhaldið í fordæmingu á hinu blandaða hagkerfi - og voru dyggustu talsmenn íslensku útrásarinnar. Nú þegar stund sannleikans er runnin upp þá kann þessi elíta ekkert annað en frjálshyggjusöng gærdagsins. Í stað þess að stokka spilin upp á nýtt benda samábyrgir stjórnmálamenn hver á annan og ríkisstjórn útrásarinnar ákveður fyrir hönd þjóðarinnar að skuldsetja hana langt fram í tímann og framselja ákvarðanatöku um efnahagsmál til frjálshyggjukreddumannanna hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Við erum föst á árinu 0.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun