Danirnir kvarta yfir Rooney Elvar Geir Magnússon skrifar 11. desember 2008 10:45 Rooney er sterkur strákur. Kasper Risgard, leikmaður Álaborgar, ásakar Wayne Rooney hjá Manchester United um að hafa traðkað á sér í 2-2 jafnteflisleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gær. Dómarinn refsaði Rooney ekki fyrir atvikið. „Hann traðkaði á bringunni á mér. Allstaðar nema á Old Trafford væri þetta rautt spjald," sagði Risgard. Rooney segist ekki hafa gert neitt ólöglegt. „Svona er fótbolti, það er mikil harka í honum," sagði Rooney. Aganefnd evrópska knattspyrnusambandsins gæti skoðað atvikið á upptökum og dæmt Rooney í leikbann. „Þetta er ekki jákvætt atvik fyrir frábæran fótboltamann. Þú verður að ná að halda haus og vera rólegur á svona stundum, en hann var nokkuð pirraður," sagði Allan Kuhn, þjálfari Álaborgar, sem vildi ekki segja til um hvort um viljaverk hefði verið að ræða. Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sá ekki atvikið en viðurkenndi að leikurinn hafi verið mjög harður. „Álaborg var ekki að spara tæklingarnar. Þetta atvik með Carlos var bara árás. Ég held að leikmaðurinn hefði fengið rautt hefði Carlos ekki staðið strax upp," sagði Ferguson en átti þar við tæklingu Jeppe Curth á Carlos Tevez. Úrslit gærdagsins þýða að Manchester United hefur jafnað met Ajax og Bayern München með því að leika 19 leiki í röð án þess að bíða ósigur í Meistaradeildinni. United mætir Inter, Sporting Lissabon, Atletico Madrid, Lyon eða Real Madrid í sextán liða úrslitum. Ferguson gerir sér grein fyrir möguleikanum á að mæta Real Madrid en ansi kalt er milli þessara félaga vegna áhuga spænska liðsins á Cristiano Ronaldo. Ferguson Ramon Calderon, forseti Real Madrid, hafa eldað grátt silfur saman. „Það yrði fínasta veisla er það ekki. Ég hlakka til að fá mér te og kexkökur með Ramon Calderon," sagði Ferguson. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Kasper Risgard, leikmaður Álaborgar, ásakar Wayne Rooney hjá Manchester United um að hafa traðkað á sér í 2-2 jafnteflisleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gær. Dómarinn refsaði Rooney ekki fyrir atvikið. „Hann traðkaði á bringunni á mér. Allstaðar nema á Old Trafford væri þetta rautt spjald," sagði Risgard. Rooney segist ekki hafa gert neitt ólöglegt. „Svona er fótbolti, það er mikil harka í honum," sagði Rooney. Aganefnd evrópska knattspyrnusambandsins gæti skoðað atvikið á upptökum og dæmt Rooney í leikbann. „Þetta er ekki jákvætt atvik fyrir frábæran fótboltamann. Þú verður að ná að halda haus og vera rólegur á svona stundum, en hann var nokkuð pirraður," sagði Allan Kuhn, þjálfari Álaborgar, sem vildi ekki segja til um hvort um viljaverk hefði verið að ræða. Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sá ekki atvikið en viðurkenndi að leikurinn hafi verið mjög harður. „Álaborg var ekki að spara tæklingarnar. Þetta atvik með Carlos var bara árás. Ég held að leikmaðurinn hefði fengið rautt hefði Carlos ekki staðið strax upp," sagði Ferguson en átti þar við tæklingu Jeppe Curth á Carlos Tevez. Úrslit gærdagsins þýða að Manchester United hefur jafnað met Ajax og Bayern München með því að leika 19 leiki í röð án þess að bíða ósigur í Meistaradeildinni. United mætir Inter, Sporting Lissabon, Atletico Madrid, Lyon eða Real Madrid í sextán liða úrslitum. Ferguson gerir sér grein fyrir möguleikanum á að mæta Real Madrid en ansi kalt er milli þessara félaga vegna áhuga spænska liðsins á Cristiano Ronaldo. Ferguson Ramon Calderon, forseti Real Madrid, hafa eldað grátt silfur saman. „Það yrði fínasta veisla er það ekki. Ég hlakka til að fá mér te og kexkökur með Ramon Calderon," sagði Ferguson.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira