Magnús bíður eftir ákvörðun þjálfarans 25. apríl 2008 20:39 Magnús Gunnarsson smellir kossi á enn einn bikarinn í Keflavík í gær Mynd/Daniel Magnús Gunnarsson og félagar hans í Keflavík taka nú þátt í sigurhátíð sem að hans sögn mun standa yfir alla helgina þar í bæ. Liðið landaði enn einum meistaratitlinum í safnið í gærkvöld og Vísir heyrði hljóðið í skyttunni í kvöld. Við spurðum Magnús út í úrslitakeppnina, erfiðleika Keflavíkurliðsins gegn ÍR og hvað hefði orðið til þess að liðið fór á þann mikla sprett sem tryggði því titilinn. "Við þjöppuðum okkur saman eftir töpin gegn ÍR og fórum bara að spila eins og menn. Það var bullandi sjálfstraust í ÍR eftir KR-seríuna, en það var aldrei efi í okkur í þessari úrslitakeppni. Við vissum að um leið og við myndum smella, færi þetta á skrið hjá okkur," sagði Magnús. Hann segir að þó það sé vissulega klisja að varnarleikurinn vinni titla - hafi það einfaldlega verið það sem gerði gæfumuninn á hjá Keflvíkingum í þessari úrslitakeppni. "Menn gleyma því kannski að við fengum á okkur fæst stig allra í deildarkeppninni. Við spiluðum ágæta vörn á móti Þór í fyrstu umferðinni, en svo er eins og við höfum haldið að þetta kæmi bara að sjálfu sér á móti ÍR og við vorum að spila illa bæði sem lið og sem einstaklingar. Svo þegar við skrúfuðum okkur í gang í þriðja leiknum gegn ÍR, var þetta aldrei spurning í framhaldinu. Við burstuðum ÍR í síðustu þremur leikjunum, tókum Snæfell með 15 stigum á útivelli og svo 20 stigum heima. Það átti bara enginn möguleika í okkur," sagði Magnús. En hvað var það sem kveikti í Keflvíkingum eftir töpin tvö gegn ÍR, þegar þorri manna var búinn að afskrifa þá? "Við hittumst fyrir þriðja leikinn gegn ÍR til að horfa á flott myndband sem strákarnir sem sjá um Kef City TV settu saman, þeir Þorsteinn Lár og Siggi og mér skilst að Sigurður (þjálfari) hafi eitthvað komið að því líka. Það kveikti rækilega í okkur og eftir það varð ekki aftur snúið. Við unnum að þessu allan veturinn og skrifuðum svo nýtt blað í söguna með þessum sigri," sagði Magnús. Sigurður Ingimundarson þjálfari hefur ekkert gefið upp um framtíðaráform sín í þjálfarastólnum hjá Keflavík og Magnús segist byggja sín eigin framtíðarplön nokkuð mikið á því hvað "besti þjálfari landsins ætlar að gera" eins og hann orðaði það sjálfur. "Ég þarf nú að sjá hver verður þjálfari í þessu Keflavíkurliði áður en ég tek ákvörðun. Maður spilar ekki fyrir hvern sem er þegar maður hefur spilað fyrir þann besta. Ég mundi segja að væru svona 80% líkur á því að ég haldi áfram í Keflavík ef Siggi verður áfram." Dominos-deild karla Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira
Magnús Gunnarsson og félagar hans í Keflavík taka nú þátt í sigurhátíð sem að hans sögn mun standa yfir alla helgina þar í bæ. Liðið landaði enn einum meistaratitlinum í safnið í gærkvöld og Vísir heyrði hljóðið í skyttunni í kvöld. Við spurðum Magnús út í úrslitakeppnina, erfiðleika Keflavíkurliðsins gegn ÍR og hvað hefði orðið til þess að liðið fór á þann mikla sprett sem tryggði því titilinn. "Við þjöppuðum okkur saman eftir töpin gegn ÍR og fórum bara að spila eins og menn. Það var bullandi sjálfstraust í ÍR eftir KR-seríuna, en það var aldrei efi í okkur í þessari úrslitakeppni. Við vissum að um leið og við myndum smella, færi þetta á skrið hjá okkur," sagði Magnús. Hann segir að þó það sé vissulega klisja að varnarleikurinn vinni titla - hafi það einfaldlega verið það sem gerði gæfumuninn á hjá Keflvíkingum í þessari úrslitakeppni. "Menn gleyma því kannski að við fengum á okkur fæst stig allra í deildarkeppninni. Við spiluðum ágæta vörn á móti Þór í fyrstu umferðinni, en svo er eins og við höfum haldið að þetta kæmi bara að sjálfu sér á móti ÍR og við vorum að spila illa bæði sem lið og sem einstaklingar. Svo þegar við skrúfuðum okkur í gang í þriðja leiknum gegn ÍR, var þetta aldrei spurning í framhaldinu. Við burstuðum ÍR í síðustu þremur leikjunum, tókum Snæfell með 15 stigum á útivelli og svo 20 stigum heima. Það átti bara enginn möguleika í okkur," sagði Magnús. En hvað var það sem kveikti í Keflvíkingum eftir töpin tvö gegn ÍR, þegar þorri manna var búinn að afskrifa þá? "Við hittumst fyrir þriðja leikinn gegn ÍR til að horfa á flott myndband sem strákarnir sem sjá um Kef City TV settu saman, þeir Þorsteinn Lár og Siggi og mér skilst að Sigurður (þjálfari) hafi eitthvað komið að því líka. Það kveikti rækilega í okkur og eftir það varð ekki aftur snúið. Við unnum að þessu allan veturinn og skrifuðum svo nýtt blað í söguna með þessum sigri," sagði Magnús. Sigurður Ingimundarson þjálfari hefur ekkert gefið upp um framtíðaráform sín í þjálfarastólnum hjá Keflavík og Magnús segist byggja sín eigin framtíðarplön nokkuð mikið á því hvað "besti þjálfari landsins ætlar að gera" eins og hann orðaði það sjálfur. "Ég þarf nú að sjá hver verður þjálfari í þessu Keflavíkurliði áður en ég tek ákvörðun. Maður spilar ekki fyrir hvern sem er þegar maður hefur spilað fyrir þann besta. Ég mundi segja að væru svona 80% líkur á því að ég haldi áfram í Keflavík ef Siggi verður áfram."
Dominos-deild karla Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira