Eiríkur: Verðum að slá frá okkur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2008 15:14 Eiríkur í leik með ÍR gegn KR fyrr á tímabilinu. Mynd/Arnþór Eiríkur Önundarson lofar því að ÍR-ingar munu leggja allt sitt í oddaleikinn gegn Keflavík í kvöld og standa uppi sem sigurvegarar. Keflavík tekur á móti ÍR í oddaleik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Sigurvegarinn mætir Snæfelli í úrslitum. Keflavík varð deildarmeistari og lagði Þór örugglega í fyrstu umferðinni. ÍR lenti hins vegar í sjöunda sæti deildarinnar en tókst að leggja Íslandsmeistara KR að velli í fyrstu umferðinni. ÍR kom svo flestum að óvörum með því að vinna fyrstu tvo leikina gegn Keflavík en Suðurnesjamenn svöruðu með því að vinna næstu tvo. Það er því komið að oddaleiknum í rimmunni í kvöld. „Hvernig sem leikurinn fer í kvöld verður brotið blað í sögu úrslitakeppninnar," sagði Eiríkur í samtali við Vísi. „Ef við töpum verður það í fyrsta skipti sem lið kemst 2-0 yfir en tapar svo rimmunni. Ef við vinnum verður það í fyrsta skipti sem lið frá Suðurnesjum keppir ekki í úrslitunum." Hann segir að ÍR-ingar séu vanir því að vera lítilmagninn og það kæmi honum ekki á óvart ef fleiri reikna með sigri Keflvíkinga í kvöld. „Við byrjuðum á því að spila við liðið sem lenti í öðru sæti og erum nú að kljást við deildarmeistarana. En að mínu viti erum við með betra lið en Keflavík ef við náum að spila okkar leik. Það sýndi sig í fyrstu tveimur leikjunum í þessari rimmu." „Það sýndi sig samt líka að ef við erum ekki rétt innstilltir og þeir ná að spila sinn besta leik eru þeir betri, rétt eins og í síðustu tveimur leikjum." „Ég tel því að það eru helmingslíkur að við vinnum þennan leik í kvöld og ég geri ráð fyrir jöfnum og spennandi leik þar sem úrslit munu ekki ráðast fyrr en í lokin, eins og í öllum úrslitaleikjum. Ég tel ekki að annað liðið muni valta yfir hitt - við munum allavega ekki láta það koma fyrir okkur. Við munum mæta klárir í slaginn og gera allt sem við getum til að vinna þennan leik." Eiríkur segir að sínir menn hafi fyrst og fremst lært það af síðustu tveimur leikjum að liðið þurfi að spila almennilega vörn til að vinna Keflvíkinga. „Í tapleikjunum tveimur fengum við meira en 100 stig á okkur að meðaltali en um 80 stig í hinum leikjunum. Það er gríðarlega mikill munur á þessu tvennu og þetta er bara í hausnum á okkur. Þetta er bara spurning um vilja." „Við þurfum líka að passa okkur á því að leyfa þeim ekki keyra leikhraðann upp því þá eru þeir illviðráðanlegir. Við þurfum að stjórna hraðanum og spila ákveðnari varnarleik." Mönnum hefur verið tíðrætt eftir undanfarna leiki hvort Keflvíkingar hafi verið of grófir í sínum leikstíl en Eiríkur segir að það sé undir ÍR-ingum sjálfum komið að svara því. „Það er auðvitað munur á því að spila góða og ákveðna vörn og svo „dirty" vörn. En við ætlum okkur að spila okkar varnarleik miklu mun betur eins og við sýndum í fyrstu tveimur leikjunum að við getum vel gert." „Ég á heldur ekki von á því að dómararnir munu breyta sinni línu eftir þessa umræðu. Það er alvitað að þegar í úrslitakeppnina er komið eru leikirnir harðari og grófari, sérstaklega í svona úrslitaleik eins og í kvöld. Menn verða bara að slá frá sér ef þeir eru sjálfir slegnir." Dominos-deild karla Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Eiríkur Önundarson lofar því að ÍR-ingar munu leggja allt sitt í oddaleikinn gegn Keflavík í kvöld og standa uppi sem sigurvegarar. Keflavík tekur á móti ÍR í oddaleik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Sigurvegarinn mætir Snæfelli í úrslitum. Keflavík varð deildarmeistari og lagði Þór örugglega í fyrstu umferðinni. ÍR lenti hins vegar í sjöunda sæti deildarinnar en tókst að leggja Íslandsmeistara KR að velli í fyrstu umferðinni. ÍR kom svo flestum að óvörum með því að vinna fyrstu tvo leikina gegn Keflavík en Suðurnesjamenn svöruðu með því að vinna næstu tvo. Það er því komið að oddaleiknum í rimmunni í kvöld. „Hvernig sem leikurinn fer í kvöld verður brotið blað í sögu úrslitakeppninnar," sagði Eiríkur í samtali við Vísi. „Ef við töpum verður það í fyrsta skipti sem lið kemst 2-0 yfir en tapar svo rimmunni. Ef við vinnum verður það í fyrsta skipti sem lið frá Suðurnesjum keppir ekki í úrslitunum." Hann segir að ÍR-ingar séu vanir því að vera lítilmagninn og það kæmi honum ekki á óvart ef fleiri reikna með sigri Keflvíkinga í kvöld. „Við byrjuðum á því að spila við liðið sem lenti í öðru sæti og erum nú að kljást við deildarmeistarana. En að mínu viti erum við með betra lið en Keflavík ef við náum að spila okkar leik. Það sýndi sig í fyrstu tveimur leikjunum í þessari rimmu." „Það sýndi sig samt líka að ef við erum ekki rétt innstilltir og þeir ná að spila sinn besta leik eru þeir betri, rétt eins og í síðustu tveimur leikjum." „Ég tel því að það eru helmingslíkur að við vinnum þennan leik í kvöld og ég geri ráð fyrir jöfnum og spennandi leik þar sem úrslit munu ekki ráðast fyrr en í lokin, eins og í öllum úrslitaleikjum. Ég tel ekki að annað liðið muni valta yfir hitt - við munum allavega ekki láta það koma fyrir okkur. Við munum mæta klárir í slaginn og gera allt sem við getum til að vinna þennan leik." Eiríkur segir að sínir menn hafi fyrst og fremst lært það af síðustu tveimur leikjum að liðið þurfi að spila almennilega vörn til að vinna Keflvíkinga. „Í tapleikjunum tveimur fengum við meira en 100 stig á okkur að meðaltali en um 80 stig í hinum leikjunum. Það er gríðarlega mikill munur á þessu tvennu og þetta er bara í hausnum á okkur. Þetta er bara spurning um vilja." „Við þurfum líka að passa okkur á því að leyfa þeim ekki keyra leikhraðann upp því þá eru þeir illviðráðanlegir. Við þurfum að stjórna hraðanum og spila ákveðnari varnarleik." Mönnum hefur verið tíðrætt eftir undanfarna leiki hvort Keflvíkingar hafi verið of grófir í sínum leikstíl en Eiríkur segir að það sé undir ÍR-ingum sjálfum komið að svara því. „Það er auðvitað munur á því að spila góða og ákveðna vörn og svo „dirty" vörn. En við ætlum okkur að spila okkar varnarleik miklu mun betur eins og við sýndum í fyrstu tveimur leikjunum að við getum vel gert." „Ég á heldur ekki von á því að dómararnir munu breyta sinni línu eftir þessa umræðu. Það er alvitað að þegar í úrslitakeppnina er komið eru leikirnir harðari og grófari, sérstaklega í svona úrslitaleik eins og í kvöld. Menn verða bara að slá frá sér ef þeir eru sjálfir slegnir."
Dominos-deild karla Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins