Girls Aloud hita upp fyrir Coldplay 4. desember 2008 06:00 Óvænt upphitun Chris Martin og félagar í Coldplay hafa fengið Girls Aloud til að hita upp fyrir sig á tónleikum. Chris Martin og félagar hans í bresku hljómsveitinni Coldplay eru nú í óða önn að skipuleggja tónleikaferðalag um Bretland á næsta ári. Stærstu tónleikarnir verða á Wembley-leikvanginum í London í september. Það tók ekki langan tíma að selja alla miðana á tónleikana sem verða á Wembley 19. september og því hefur öðrum tónleikum verið bætt við kvöldið áður. Coldplay hefur nú ákveðið að það verði stúlknasveitin Girls Aloud sem muni hita upp á Wembley-tónleikunum. Girls Aloud er ein vinsælasta stúlknasveitin þar í landi en engu síður vekur þessi ákvörðun talsverða athygli. Er það fyrst og fremst vegna þess að Martin og félagar hafa markvisst unnið að því að losna við ímynd sína sem ofurpoppsveit. Þeir hafa barist harðlega fyrir því að fólk taki þá alvarlega sem listamenn. Hvort þessi ákvörðun markar stefnubreytingu á svo eftir að koma í ljós. Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Chris Martin og félagar hans í bresku hljómsveitinni Coldplay eru nú í óða önn að skipuleggja tónleikaferðalag um Bretland á næsta ári. Stærstu tónleikarnir verða á Wembley-leikvanginum í London í september. Það tók ekki langan tíma að selja alla miðana á tónleikana sem verða á Wembley 19. september og því hefur öðrum tónleikum verið bætt við kvöldið áður. Coldplay hefur nú ákveðið að það verði stúlknasveitin Girls Aloud sem muni hita upp á Wembley-tónleikunum. Girls Aloud er ein vinsælasta stúlknasveitin þar í landi en engu síður vekur þessi ákvörðun talsverða athygli. Er það fyrst og fremst vegna þess að Martin og félagar hafa markvisst unnið að því að losna við ímynd sína sem ofurpoppsveit. Þeir hafa barist harðlega fyrir því að fólk taki þá alvarlega sem listamenn. Hvort þessi ákvörðun markar stefnubreytingu á svo eftir að koma í ljós.
Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira