Tónlist

Girls Aloud hita upp fyrir Coldplay

Óvænt upphitun Chris Martin og félagar í Coldplay hafa fengið Girls Aloud til að hita upp fyrir sig á tónleikum.
Óvænt upphitun Chris Martin og félagar í Coldplay hafa fengið Girls Aloud til að hita upp fyrir sig á tónleikum.

Chris Martin og félagar hans í bresku hljómsveitinni Coldplay eru nú í óða önn að skipuleggja tónleikaferðalag um Bretland á næsta ári. Stærstu tónleikarnir verða á Wembley-leikvanginum í London í september. Það tók ekki langan tíma að selja alla miðana á tónleikana sem verða á Wembley 19. september og því hefur öðrum tónleikum verið bætt við kvöldið áður.

Coldplay hefur nú ákveðið að það verði stúlknasveitin Girls Aloud sem muni hita upp á Wembley-tónleikunum. Girls Aloud er ein vinsælasta stúlknasveitin þar í landi en engu síður vekur þessi ákvörðun talsverða athygli. Er það fyrst og fremst vegna þess að Martin og félagar hafa markvisst unnið að því að losna við ímynd sína sem ofurpoppsveit. Þeir hafa barist harðlega fyrir því að fólk taki þá alvarlega sem listamenn. Hvort þessi ákvörðun markar stefnubreytingu á svo eftir að koma í ljós.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×