Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur samið við sænska stórliðið Djurgården en þetta var tilkynnt í kvöld. Hún mun formlega skrifa undir samninginn á næstu dögum.
Djurgården er talið í hópi bestu kvennaliða heims. Guðbjörg spilaði lítið sem ekkert með Val í Landsbankadeild kvenna í sumar þar sem hún sleit hásin fyrir mót.
Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, hefur sagt að ekki sé ólíklegt að Valur semji aftur við Randi Wardum sem varði mark liðsins í sumar.