Óráð er að berja af sér bjargvættinn Óli Kristján Ármannsson skrifar 13. ágúst 2008 00:01 Víða þrengir að í íslensku efnahagslífi um þessar mundir og fyrirtæki jafnt og heimili bregðast við með aukinni ráðdeild og margvíslegri hagræðingu. Markaðurinn kemur nú út í nokkuð breyttri mynd frá því sem verið hefur síðustu misseri, bleiki pappírinn horfinn og efnisþættir endurskipulagðir. Fréttablaðið og þar með Markaðurinn hefur tekjur sínar af auglýsingum og þegar samdráttur verður á þeim markaði um lengri tíma endurspeglast það í útgáfunni. Pappír og prent eru stórir kostnaðarliðir og styrkur að geta brugðist hratt við breyttum aðstæðum. Margvíslegur annars konar rekstur krefst mun lengri aðdraganda að breytingum auk þess sem huga þarf mjög vel að umhverfi rekstrarins því þegar breytinganna gerist þörf má vera að aðstæður geri það erfiðara að bregðast við. Í þennan flokk falla fjármálafyrirtæki og ekki að ástæðulausu sem þeim eru ströng skilyrði sett um hluti á borð við eiginfjárstöðu. Gengi fjármálafyrirtækja snertir enda ekki einungis viðskiptamenn þeirra eða starfsfólk, heldur þjóðarbúið í heild. Við viðkvæmar aðstæður sem þessar, þar sem torvelt er að útvega rekstrarfé vegna alþjóðlegrar lausafjárkreppu, gætu fregnir af gjaldþroti fjármálafyrirtækis hér heima jafnvel ógnað hér fjármálastöðugleika. Ábyrgðarhluti er því að láta afkomu slíkra fyrirtækja ráðast af gengi á hlutabréfamarkaði líkt og raunin virðist hafa verið með suma sparisjóðina, þar sem grunnrekstur bankans virðist hafa verið á mörkum þess að bera sig. Þegar harðnar í ári í alþjóðlegri lausafjárkreppu og öll fjármögnun verður dýrari er ekki gott að búa við slíka bresti í rekstri, hvað þá þegar hlutabréfaverð hrapar um leið. Varhugavert er þó að alhæfa um of og má vera að einhverjir minni sparisjóðir nái að fjármagna rekstur sinn með innlánum. Hins vegar er ekki hægt að horfa framhjá því hve hagræði stærðarinnar er mikið í bankarekstri, því lítil fjármálastofnun þarf að standa undir sömu kröfum og gerðar eru til þeirra stærri, svo sem um reikningsskil og MiFID-reglur um fjármálagjörninga. Engin tilviljun er hve ört sparisjóðum hefur fækkað síðustu ár. Fagnaðarefni er ef litlir sparisjóðir fá lifað af í þeim ólgusjó sem skapast hefur í alþjóðlegri fjármálakreppu. Njóta þeir enda velvildar í sínum nærsamfélögum og leggja áherslu á samfélagslega ábyrgð, auk þess sem viðskiptavinir þeirra láta vel af þjónustunni. Um leið þýðir ekki að gráta nauðsynlegar aðgerðir til að bjarga þeim sem hættara er við að fái ekki staðið af sér veðrið. Þannig ættu menn fremur að fagna því að hér séu til fjármálastofnanir með nægilegan styrk til að koma inn í rekstur sjóða á borð við SPRON og Sparisjóð Mýrasýslu. Viðbrögðum sumra þeirra sem hvað mest hafa sett sig upp á móti fyrirhuguðum samruna SPRON og Kaupþings má líkja við viðbrögð drukknandi manns, sem farið er að líða vel í ísköldum sjónum, og reynir að lemja af sér björgunarmann sinn. Í Borgarbyggð hefur í dag verið boðað til íbúafundar þar sem ræða á þá stöðu sem upp er komin hjá Sparisjóði Mýrasýslu, en þar mun Kaupþing fara með sjötíu prósenta eignarhlut eftir stofnfjáraukningu. Vonandi bera þar fundargestir gæfu til að láta vera að berja á bjargvættinum þótt einhver muni sjálfsagt velta upp spurningunni um hvernig sjóðurinn hafi ratað í núverandi stöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Víða þrengir að í íslensku efnahagslífi um þessar mundir og fyrirtæki jafnt og heimili bregðast við með aukinni ráðdeild og margvíslegri hagræðingu. Markaðurinn kemur nú út í nokkuð breyttri mynd frá því sem verið hefur síðustu misseri, bleiki pappírinn horfinn og efnisþættir endurskipulagðir. Fréttablaðið og þar með Markaðurinn hefur tekjur sínar af auglýsingum og þegar samdráttur verður á þeim markaði um lengri tíma endurspeglast það í útgáfunni. Pappír og prent eru stórir kostnaðarliðir og styrkur að geta brugðist hratt við breyttum aðstæðum. Margvíslegur annars konar rekstur krefst mun lengri aðdraganda að breytingum auk þess sem huga þarf mjög vel að umhverfi rekstrarins því þegar breytinganna gerist þörf má vera að aðstæður geri það erfiðara að bregðast við. Í þennan flokk falla fjármálafyrirtæki og ekki að ástæðulausu sem þeim eru ströng skilyrði sett um hluti á borð við eiginfjárstöðu. Gengi fjármálafyrirtækja snertir enda ekki einungis viðskiptamenn þeirra eða starfsfólk, heldur þjóðarbúið í heild. Við viðkvæmar aðstæður sem þessar, þar sem torvelt er að útvega rekstrarfé vegna alþjóðlegrar lausafjárkreppu, gætu fregnir af gjaldþroti fjármálafyrirtækis hér heima jafnvel ógnað hér fjármálastöðugleika. Ábyrgðarhluti er því að láta afkomu slíkra fyrirtækja ráðast af gengi á hlutabréfamarkaði líkt og raunin virðist hafa verið með suma sparisjóðina, þar sem grunnrekstur bankans virðist hafa verið á mörkum þess að bera sig. Þegar harðnar í ári í alþjóðlegri lausafjárkreppu og öll fjármögnun verður dýrari er ekki gott að búa við slíka bresti í rekstri, hvað þá þegar hlutabréfaverð hrapar um leið. Varhugavert er þó að alhæfa um of og má vera að einhverjir minni sparisjóðir nái að fjármagna rekstur sinn með innlánum. Hins vegar er ekki hægt að horfa framhjá því hve hagræði stærðarinnar er mikið í bankarekstri, því lítil fjármálastofnun þarf að standa undir sömu kröfum og gerðar eru til þeirra stærri, svo sem um reikningsskil og MiFID-reglur um fjármálagjörninga. Engin tilviljun er hve ört sparisjóðum hefur fækkað síðustu ár. Fagnaðarefni er ef litlir sparisjóðir fá lifað af í þeim ólgusjó sem skapast hefur í alþjóðlegri fjármálakreppu. Njóta þeir enda velvildar í sínum nærsamfélögum og leggja áherslu á samfélagslega ábyrgð, auk þess sem viðskiptavinir þeirra láta vel af þjónustunni. Um leið þýðir ekki að gráta nauðsynlegar aðgerðir til að bjarga þeim sem hættara er við að fái ekki staðið af sér veðrið. Þannig ættu menn fremur að fagna því að hér séu til fjármálastofnanir með nægilegan styrk til að koma inn í rekstur sjóða á borð við SPRON og Sparisjóð Mýrasýslu. Viðbrögðum sumra þeirra sem hvað mest hafa sett sig upp á móti fyrirhuguðum samruna SPRON og Kaupþings má líkja við viðbrögð drukknandi manns, sem farið er að líða vel í ísköldum sjónum, og reynir að lemja af sér björgunarmann sinn. Í Borgarbyggð hefur í dag verið boðað til íbúafundar þar sem ræða á þá stöðu sem upp er komin hjá Sparisjóði Mýrasýslu, en þar mun Kaupþing fara með sjötíu prósenta eignarhlut eftir stofnfjáraukningu. Vonandi bera þar fundargestir gæfu til að láta vera að berja á bjargvættinum þótt einhver muni sjálfsagt velta upp spurningunni um hvernig sjóðurinn hafi ratað í núverandi stöðu.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun