Ögurstund vestanhafs Sverrir Jakobsson skrifar 4. nóvember 2008 05:30 Í dag ganga Bandaríkjamenn að kjörborði og velja sér nýjan forseta. Á lokasprettinum hefur Barack Obama haft nokkra forystu í skoðanakönnunum og eru það mikil tíðindi. Lengi hefur verið haft fyrir satt að Bandaríkjamenn væru of forpokaðir til þess að blökkumaður geti orðið forseti. Framboð Obama ögrar viðteknum sannindum á fleiri sviðum. Repúblikanar hafa hamrað á því að hann sé of vinstrisinnaður og hallur undir félagshyggju. Því er oft haldið fram að frambjóðendur verði að gera allt sem þeir geta til að forðast slíkan stimpil - sérstaklega í Bandaríkjunum. En Obama hefur ekki verið í neinni vörn í kosningabaráttunni og eflaust hafa skoðanakannanir eflt í honum kjarkinn. Því hafa forsetakosningar í Bandaríkjunum ekki verið jafn spennandi síðan 1980. Bandarísk stjórnmál eru á ný farin að snúast um innihald og átök hugmynda. Kreppan er mál málannaMál málanna í Bandaríkjunum er það sama og á Íslandi. Fjármálakreppan sem skekur heimsbyggðina á upptök sín þar og áframhaldandi þróun hennar mun ráðast af því hvernig stjórnvöld þar í landi bregðast við. Þær ráðstafanir sem þegar hefur verið gripið til hafa verið gagnrýndar af flestöllum vegna þess að þær ganga of skammt. Ríkisstjórn George W.Bush er að hverfa frá völdum og óvissa ríkir um næstu skref - hvort þau verða stigin til hægri eða til vinstri. Úr því fæst skorið í dag.Að sumu leyti eru átakalínur í bandarískum stjórnmálum skýrari en þær eru núna á Íslandi og víða í Evrópu. Það er vegna þess að stjórþjóðir vita það að þær verða að bjarga sínum málum sjálfar og því flækist umræðan ekki út í deilur um það hvort ímynduð líflína eigi að koma frá Norðurlöndum, Rússlandi eða Evrópusambandinu. Bandaríkjamenn stjórna Alþjóðagjaldeyrissjóðnum en þeim dettur ekki í hug að láta Alþjóðagjaldeyrissjóðinn stjórna sér.Í Bandaríkjunum er þingið þar að auki óháð framkvæmdavaldinu og getur veitt því raunverulegt aðhald. Ríkisstjórn Bandaríkjanna getur því ekki reynt að leiða stórmál til lykta í reykfylltum bakherbergjum eins og nú er að gerast á Íslandi. Það er kjósenda að ráða því hvert skal stefna og hvernig eigi að bregðast við kreppunni. Í dag hafa þeir tækifæri til að móta framtíðina þar sem frambjóðendur bjóða upp á mjög ólíka stefnu. Gefið upp á nýttOrðræða kosningabaráttunnar hefur þróast á athyglisverðar brautir þar sem vísanir til ársins 1932 fara stöðugt vaxandi. Stuðningsmenn Obama tala um að stokka verði spilin og gefa upp á nýtt og vísa þar með til stefnu Roosevelts Bandaríkjaforseta á 4. áratugnum. Fyrir repúblikönum er Roosevelt aftur á móti vítið sem þeir vilja varast. Á hans dögum var skattkerfinu umbylt á kostnað hinna ríku og við tók 50 ára tími jafnaðarstefnu sem hélst raunar lengst af í hendur við aukinn hagvöxt.Roosevelt var mjög í mun að kenna sig við frjálslyndi fremur en jafnaðarstefnu, en tekjujöfnun í Bandaríkjunum var eigi að síður mjög svipuð og í löndum þar sem jafnaðarmenn voru við völd. Af þessari braut var snúið á 9. áratugnum og síðan þá hefur ójöfnuður farið vaxandi í Bandaríkjunum. Stefna stjórnvalda hefur verið sú að láta markaðinn stjórna sér sjálfan á meðan reglum og eftirliti hefur verið hafnað. Þetta er í raun sama stefnan og hefur verið fylgt á Íslandi frá stjórnarmyndun Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks vorið 1991.Þessari stefnu hefur fylgt mikill hræðsluáróður í garð allra annarra valkosta sem heita þá einu nafni sósíalismi. Þetta hefur verið leiðarstefið í kosningabaráttu repúblikana í Bandaríkjunum. Þeir hafa nokkuð til síns máls þótt Obama verði seint talinn róttækur. Hann vill hins vegar auka skattbyrði tekjuhæstu hópana í samfélaginu og efla velferðarkerfið. Hann vill beita afli hins opinbera til að fjárfesta í stoðkerfinu og stuðla þannig að atvinnusköpun. Þessi stefnumál hafa ekki dregið úr vinsældum hans - þvert á móti.Kreppan hefur dregið fram hversu veikir innviðir bandaríska fjármálakapítalismans voru og erfiðar ákvarðanir bíða næsta forseta. Það sem laðar fólk að Obama er kannski einkum að hann virðist ekki fastur í orðræðu fortíðarinnar. Hann er tilbúinn að stokka upp á nýtt og róttæk stefnubreyting er það sem Bandaríkin þarfnast. Ef Obama vinnur er von; annars er engin von. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sverrir Jakobsson Mest lesið Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Dauðsfall, fályndi og umboðsmaður sjúklinga Einar Magnús Magnússon Skoðun
Í dag ganga Bandaríkjamenn að kjörborði og velja sér nýjan forseta. Á lokasprettinum hefur Barack Obama haft nokkra forystu í skoðanakönnunum og eru það mikil tíðindi. Lengi hefur verið haft fyrir satt að Bandaríkjamenn væru of forpokaðir til þess að blökkumaður geti orðið forseti. Framboð Obama ögrar viðteknum sannindum á fleiri sviðum. Repúblikanar hafa hamrað á því að hann sé of vinstrisinnaður og hallur undir félagshyggju. Því er oft haldið fram að frambjóðendur verði að gera allt sem þeir geta til að forðast slíkan stimpil - sérstaklega í Bandaríkjunum. En Obama hefur ekki verið í neinni vörn í kosningabaráttunni og eflaust hafa skoðanakannanir eflt í honum kjarkinn. Því hafa forsetakosningar í Bandaríkjunum ekki verið jafn spennandi síðan 1980. Bandarísk stjórnmál eru á ný farin að snúast um innihald og átök hugmynda. Kreppan er mál málannaMál málanna í Bandaríkjunum er það sama og á Íslandi. Fjármálakreppan sem skekur heimsbyggðina á upptök sín þar og áframhaldandi þróun hennar mun ráðast af því hvernig stjórnvöld þar í landi bregðast við. Þær ráðstafanir sem þegar hefur verið gripið til hafa verið gagnrýndar af flestöllum vegna þess að þær ganga of skammt. Ríkisstjórn George W.Bush er að hverfa frá völdum og óvissa ríkir um næstu skref - hvort þau verða stigin til hægri eða til vinstri. Úr því fæst skorið í dag.Að sumu leyti eru átakalínur í bandarískum stjórnmálum skýrari en þær eru núna á Íslandi og víða í Evrópu. Það er vegna þess að stjórþjóðir vita það að þær verða að bjarga sínum málum sjálfar og því flækist umræðan ekki út í deilur um það hvort ímynduð líflína eigi að koma frá Norðurlöndum, Rússlandi eða Evrópusambandinu. Bandaríkjamenn stjórna Alþjóðagjaldeyrissjóðnum en þeim dettur ekki í hug að láta Alþjóðagjaldeyrissjóðinn stjórna sér.Í Bandaríkjunum er þingið þar að auki óháð framkvæmdavaldinu og getur veitt því raunverulegt aðhald. Ríkisstjórn Bandaríkjanna getur því ekki reynt að leiða stórmál til lykta í reykfylltum bakherbergjum eins og nú er að gerast á Íslandi. Það er kjósenda að ráða því hvert skal stefna og hvernig eigi að bregðast við kreppunni. Í dag hafa þeir tækifæri til að móta framtíðina þar sem frambjóðendur bjóða upp á mjög ólíka stefnu. Gefið upp á nýttOrðræða kosningabaráttunnar hefur þróast á athyglisverðar brautir þar sem vísanir til ársins 1932 fara stöðugt vaxandi. Stuðningsmenn Obama tala um að stokka verði spilin og gefa upp á nýtt og vísa þar með til stefnu Roosevelts Bandaríkjaforseta á 4. áratugnum. Fyrir repúblikönum er Roosevelt aftur á móti vítið sem þeir vilja varast. Á hans dögum var skattkerfinu umbylt á kostnað hinna ríku og við tók 50 ára tími jafnaðarstefnu sem hélst raunar lengst af í hendur við aukinn hagvöxt.Roosevelt var mjög í mun að kenna sig við frjálslyndi fremur en jafnaðarstefnu, en tekjujöfnun í Bandaríkjunum var eigi að síður mjög svipuð og í löndum þar sem jafnaðarmenn voru við völd. Af þessari braut var snúið á 9. áratugnum og síðan þá hefur ójöfnuður farið vaxandi í Bandaríkjunum. Stefna stjórnvalda hefur verið sú að láta markaðinn stjórna sér sjálfan á meðan reglum og eftirliti hefur verið hafnað. Þetta er í raun sama stefnan og hefur verið fylgt á Íslandi frá stjórnarmyndun Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks vorið 1991.Þessari stefnu hefur fylgt mikill hræðsluáróður í garð allra annarra valkosta sem heita þá einu nafni sósíalismi. Þetta hefur verið leiðarstefið í kosningabaráttu repúblikana í Bandaríkjunum. Þeir hafa nokkuð til síns máls þótt Obama verði seint talinn róttækur. Hann vill hins vegar auka skattbyrði tekjuhæstu hópana í samfélaginu og efla velferðarkerfið. Hann vill beita afli hins opinbera til að fjárfesta í stoðkerfinu og stuðla þannig að atvinnusköpun. Þessi stefnumál hafa ekki dregið úr vinsældum hans - þvert á móti.Kreppan hefur dregið fram hversu veikir innviðir bandaríska fjármálakapítalismans voru og erfiðar ákvarðanir bíða næsta forseta. Það sem laðar fólk að Obama er kannski einkum að hann virðist ekki fastur í orðræðu fortíðarinnar. Hann er tilbúinn að stokka upp á nýtt og róttæk stefnubreyting er það sem Bandaríkin þarfnast. Ef Obama vinnur er von; annars er engin von.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun