Fjötur eða frelsi Jónína Michaelsdóttir skrifar 16. september 2008 06:00 Ég man ekki hvort ég var tólf eða þrettán ára þegar ég kom einhverju sinni hlaupandi upp stigann heima á Langholtsvegi, reif upp hurðina, skellti henni á eftir mér og tjáði mig í miklum ham um ómerkilegheit einnar vinkonu minnar. Mér hefði þótt hún skemmtileg og fín stelpa,en nú hefði mér borist til eyrna hvernig hún talaði um mig. Ég hefði greinilega ekki haft á réttu að standa. Faðir min stóð fyrir framan spegilinn í ganginum, nýkominn á fætur og var að laga bindishnútinn. Hann brosti með sjálfum sér og leit til mín með stríðnisglampa í auga. „Þú ert þó ekki að láta álit annarra á þér hafa áhrif á álit þitt á þeim!" sagði hann, eins og það væri svo fráleitt að mér gæti naumast verið alvara. Ef mér líkaði vel við þessa stúlku, þá væri það mín skoðun og ég ætti ekkert að sleppa henni. Það væri eins og að setjast í aftursætið í eigin lífi og láta öðrum eftir stýrið. Þetta var ágætis lexía. Ef maður sækir sjálfstraust og sjálfsvirðingu í álit annarra en ekki í eigin rann, týnir maður smám saman sjálfum sér. Það er ekki út af engu sem námskeið um leiðir til að finna sjálfan sig eru fjölsótt. Eigin ábyrgðÉg hef átt þess kost að hlýða á vitra og stórmerkilega indverska konu, Dadi Janki, nokkrum sinnum. Hún er leiðtogi samtaka sem stofnuð voru árið 1936 og eru með fræðslumiðstöðvar um allan heim, þar á meðal á Íslandi. Þekkingin sem boðið er upp á þar nýtist fólki óháð kynstofni og trúarbrögðum. Í þessum samtökum, Brama Kumaris, eru bæði karlar og konur, en stjórnendur eru alls staðar konur. Hér á landi er það Sigrún Olsen. Með henni starfar eiginmaður hennar, Þórir Barðdal. Þau eru bæði listamenn en hafa fundið lífi sínu farveg á þessum vettvangi.Dadi Janki er níutíu og tveggja ára gömul, en það er ekkert gamalt við þessa konu. Hún er glaðsinna og í orðum hennar og augum er æskuþróttur, raunsæi og viska. Einhverju sinni þegar hún var að ræða um ábyrgðina sem hver og einn ber á sjálfum sér, sagði hún meðal annars: „Við getum engu ráðið um hvað að okkur er rétt, en við ráðum alltaf hvort við tökum við því. Hvort sem það eru orð eða eitthvað annað."Þetta minnti mig á vinkonu mína sem er kennari. Hún hitti fyrir nokkrum árum fullorðinn kennara sem hún kannaðist við frá grunnskólaárum sínum. Hún sagði að hann myndi eflaust ekkert eftir sér en hún hefði verið nemandi í skólanum hans.„Jú, ég man vel eftir þér," sagði kennarinn með áherslu. „Þú varðst fyrir svo hrikalegu einelti að við vorum stundum miður okkar á kennarastofunni."„Einelti? sagði vinkona mín forviða. „Ef ég hef orðið fyrir einelti, hef ég ekki tekið eftir því. Nú, eða ekki tekið það til mín. Þannig að þetta hafa verið óþarfa áhyggjur."Þetta er umhugsunarefni. Einelti getur verið svo gróft og fórnarlambið svo viðkvæmt að það finnur enga undankomu. En bæði í barna- og unglingaskólum og á vinnustöðum þar sem einelti viðgengst, hafa þeir sem það beinist að þann kost að sýna áreitinu ekki þá virðingu að taka það alvarlega. Það er ekki fyrr en það gengur nærri þeim, þegar þeir taka við því sem að þeim er rétt, eins og Dadi segir, sem áreitið verður einelti. Þangað til á ósóminn heima hjá þeim sem ber hann í sér. Salt jarðarSkoðanafrelsi telst til sjálfsagðra mannréttinda, en skoðanir geta bæði verið fjötur og frelsi. Stundum villumst við á skoðunum og staðreyndum og íklæðumst þeim til frambúðar. Festumst inni í þeim. Þá verður það nánast að sáluhjálparatriði að skipta ekki um skoðun. Jónas Haralz hefur sagt frá því að kennari hans á háskólaárunum í Svíþjóð, virtur fræðimaður, hafi sagt eitthvað á þá leið að þeir sem skiptu um skoðun væru salt jarðar því að þeir hefðu hugsað málin til hlítar. Þessi maður hafði skipt um stjórnmálaskoðun oftar en einu sinni og sjálfur skipti Jónas bæði um skoðun á námsleið og stjórnmálum. Enda dylst engum sem sá hann í Silfri Egils nýverið að þar fer maður sem hefur hugsað málin til hlítar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Ég man ekki hvort ég var tólf eða þrettán ára þegar ég kom einhverju sinni hlaupandi upp stigann heima á Langholtsvegi, reif upp hurðina, skellti henni á eftir mér og tjáði mig í miklum ham um ómerkilegheit einnar vinkonu minnar. Mér hefði þótt hún skemmtileg og fín stelpa,en nú hefði mér borist til eyrna hvernig hún talaði um mig. Ég hefði greinilega ekki haft á réttu að standa. Faðir min stóð fyrir framan spegilinn í ganginum, nýkominn á fætur og var að laga bindishnútinn. Hann brosti með sjálfum sér og leit til mín með stríðnisglampa í auga. „Þú ert þó ekki að láta álit annarra á þér hafa áhrif á álit þitt á þeim!" sagði hann, eins og það væri svo fráleitt að mér gæti naumast verið alvara. Ef mér líkaði vel við þessa stúlku, þá væri það mín skoðun og ég ætti ekkert að sleppa henni. Það væri eins og að setjast í aftursætið í eigin lífi og láta öðrum eftir stýrið. Þetta var ágætis lexía. Ef maður sækir sjálfstraust og sjálfsvirðingu í álit annarra en ekki í eigin rann, týnir maður smám saman sjálfum sér. Það er ekki út af engu sem námskeið um leiðir til að finna sjálfan sig eru fjölsótt. Eigin ábyrgðÉg hef átt þess kost að hlýða á vitra og stórmerkilega indverska konu, Dadi Janki, nokkrum sinnum. Hún er leiðtogi samtaka sem stofnuð voru árið 1936 og eru með fræðslumiðstöðvar um allan heim, þar á meðal á Íslandi. Þekkingin sem boðið er upp á þar nýtist fólki óháð kynstofni og trúarbrögðum. Í þessum samtökum, Brama Kumaris, eru bæði karlar og konur, en stjórnendur eru alls staðar konur. Hér á landi er það Sigrún Olsen. Með henni starfar eiginmaður hennar, Þórir Barðdal. Þau eru bæði listamenn en hafa fundið lífi sínu farveg á þessum vettvangi.Dadi Janki er níutíu og tveggja ára gömul, en það er ekkert gamalt við þessa konu. Hún er glaðsinna og í orðum hennar og augum er æskuþróttur, raunsæi og viska. Einhverju sinni þegar hún var að ræða um ábyrgðina sem hver og einn ber á sjálfum sér, sagði hún meðal annars: „Við getum engu ráðið um hvað að okkur er rétt, en við ráðum alltaf hvort við tökum við því. Hvort sem það eru orð eða eitthvað annað."Þetta minnti mig á vinkonu mína sem er kennari. Hún hitti fyrir nokkrum árum fullorðinn kennara sem hún kannaðist við frá grunnskólaárum sínum. Hún sagði að hann myndi eflaust ekkert eftir sér en hún hefði verið nemandi í skólanum hans.„Jú, ég man vel eftir þér," sagði kennarinn með áherslu. „Þú varðst fyrir svo hrikalegu einelti að við vorum stundum miður okkar á kennarastofunni."„Einelti? sagði vinkona mín forviða. „Ef ég hef orðið fyrir einelti, hef ég ekki tekið eftir því. Nú, eða ekki tekið það til mín. Þannig að þetta hafa verið óþarfa áhyggjur."Þetta er umhugsunarefni. Einelti getur verið svo gróft og fórnarlambið svo viðkvæmt að það finnur enga undankomu. En bæði í barna- og unglingaskólum og á vinnustöðum þar sem einelti viðgengst, hafa þeir sem það beinist að þann kost að sýna áreitinu ekki þá virðingu að taka það alvarlega. Það er ekki fyrr en það gengur nærri þeim, þegar þeir taka við því sem að þeim er rétt, eins og Dadi segir, sem áreitið verður einelti. Þangað til á ósóminn heima hjá þeim sem ber hann í sér. Salt jarðarSkoðanafrelsi telst til sjálfsagðra mannréttinda, en skoðanir geta bæði verið fjötur og frelsi. Stundum villumst við á skoðunum og staðreyndum og íklæðumst þeim til frambúðar. Festumst inni í þeim. Þá verður það nánast að sáluhjálparatriði að skipta ekki um skoðun. Jónas Haralz hefur sagt frá því að kennari hans á háskólaárunum í Svíþjóð, virtur fræðimaður, hafi sagt eitthvað á þá leið að þeir sem skiptu um skoðun væru salt jarðar því að þeir hefðu hugsað málin til hlítar. Þessi maður hafði skipt um stjórnmálaskoðun oftar en einu sinni og sjálfur skipti Jónas bæði um skoðun á námsleið og stjórnmálum. Enda dylst engum sem sá hann í Silfri Egils nýverið að þar fer maður sem hefur hugsað málin til hlítar.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun