Pólstjörnufangar kröfðu samfanga um verndartolla 3. september 2008 00:01 Fangar sem afplána dóma á Litla-Hrauni vegna Pólstjörnumálsins hafa verið aðskildir vegna meintrar ofbeldisfullrar hegðunar innan veggja fangelsisins. Þeir hafa krafið samfanga um verndartolla, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Þá hafa þeir tvívegis ráðist á og slasað samfanga. Fyrri líkamsárásin var í lok mars. Þá komu fjórir fangar inn í söluturn í fangelsinu þar sem fyrir var einn fangi. Hann vissi svo ekki fyrr en hann fékk sting í aðra rasskinnina. Þegar hann fór að huga betur að varð hann var við að í rasskinninni stóð útskurðarsporjárn sem einn mannanna fjögurra hafði stungið í hann. Fanginn var fluttur á heilsugæsluna á Selfossi þar sem gert var að sárinu. Hann var síðan fluttur til áframhaldandi afplánunar í öðru fangelsi, þar sem hann dvelur nú. Hinir fjórir voru aðskildir og yfirheyrðir sem sakborningar. Síðari árásin átti sér stað á fimmtudagsmorgun, í kennslustofu á Litla-Hrauni. Kennarinn þurfti að bregða sér frá örskamma stund. Þrír fangar notuðu tækifærið og réðust á samfanga sinn. Þeir létu högg og spörk dynja á honum þar sem hann lá á gólfinu. Meðal annars þurfti að sauma áverka á andliti hans, auk þess sem hann var blár og bólginn. Þá hafa borist kvartanir vegna þessara sömu manna þess efnis að þeir hafi krafið samfanga um verndartolla, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Fangelsismálayfirvöld hafa gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir að atburðir af þessu tagi geti endurtekið sig. Lögreglan á Selfossi hefur fengið bæði líkamsárásarmálin til rannsóknar. Rannsókn stungumálsins er lokið og hefur það verið sent til ríkissaksóknara. Vegna síðari líkamsárásarinnar hefur lögregla yfirheyrt þrettán fanga, eða alla þá sem voru í skólastofunni. Unnið er að rannsókn málsins af fullum krafti, en fangarnir þrír sem grunaðir eru um verknaðinn hafa neitað sök, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins.- jss Pólstjörnumálið Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Fangar sem afplána dóma á Litla-Hrauni vegna Pólstjörnumálsins hafa verið aðskildir vegna meintrar ofbeldisfullrar hegðunar innan veggja fangelsisins. Þeir hafa krafið samfanga um verndartolla, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Þá hafa þeir tvívegis ráðist á og slasað samfanga. Fyrri líkamsárásin var í lok mars. Þá komu fjórir fangar inn í söluturn í fangelsinu þar sem fyrir var einn fangi. Hann vissi svo ekki fyrr en hann fékk sting í aðra rasskinnina. Þegar hann fór að huga betur að varð hann var við að í rasskinninni stóð útskurðarsporjárn sem einn mannanna fjögurra hafði stungið í hann. Fanginn var fluttur á heilsugæsluna á Selfossi þar sem gert var að sárinu. Hann var síðan fluttur til áframhaldandi afplánunar í öðru fangelsi, þar sem hann dvelur nú. Hinir fjórir voru aðskildir og yfirheyrðir sem sakborningar. Síðari árásin átti sér stað á fimmtudagsmorgun, í kennslustofu á Litla-Hrauni. Kennarinn þurfti að bregða sér frá örskamma stund. Þrír fangar notuðu tækifærið og réðust á samfanga sinn. Þeir létu högg og spörk dynja á honum þar sem hann lá á gólfinu. Meðal annars þurfti að sauma áverka á andliti hans, auk þess sem hann var blár og bólginn. Þá hafa borist kvartanir vegna þessara sömu manna þess efnis að þeir hafi krafið samfanga um verndartolla, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Fangelsismálayfirvöld hafa gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir að atburðir af þessu tagi geti endurtekið sig. Lögreglan á Selfossi hefur fengið bæði líkamsárásarmálin til rannsóknar. Rannsókn stungumálsins er lokið og hefur það verið sent til ríkissaksóknara. Vegna síðari líkamsárásarinnar hefur lögregla yfirheyrt þrettán fanga, eða alla þá sem voru í skólastofunni. Unnið er að rannsókn málsins af fullum krafti, en fangarnir þrír sem grunaðir eru um verknaðinn hafa neitað sök, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins.- jss
Pólstjörnumálið Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira