Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta tapaði í dag fyrir Finnlandi 46-57 á Norðurlandamótinu í Danmörku. Þetta var þriðji leikur Íslands en liðið hefur tapað öllum leikjunum.
Signý Hermannsdóttir og Helena Sverrisdóttir voru stigahæstar í íslenska liðinu með ellefu stig. Ísland mætir Danmörku í lokaumferð mótsins á morgun.