Ertu skræfa? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 19. október 2008 06:00 Dóttir mín, sem segist vera þriggja og hálfs árs en alls ekki þriggja, spurði mig að því um daginn hvort Ísland væri farið á hausinn. Eldri systir hennar sem er sex ára skólastelpa veit líka hvað það þýðir að fara á hausinn eftir að það urðu örlög vinsællar leikfangaverslunar. Undrun systranna var mikil á endalokum verslunarinnar, þangað til þær áttuðu sig á kjarna málsins. Það voru ekki nógu margir á Íslandi til að kaupa öll fallegu leikföngin. Og fyrst þetta gat gerst áttu systurnar í engum vandræðum með að skilja að þannig gæti líka farið fyrir bönkum. Það er rétt sem fram hefur komið hjá forsætisráðherra að það er ástæða til að gæta að því hvað börnin heyra, sjá og skynja. Að sama skapi eigum við að taka börnin okkur til fyrirmyndar í því að geta gleymt stund og stað og notið hversdagsins. Sama kvöld og systurnar höfðu velt því fyrir sér hvort Ísland væri á hausnum, lágum við mæðgur saman í rúmi og lásum um veröld Einars Áskels stórvinar okkar. Í bókinni Svei -attan Einar Áskell smíðar þessi góði drengur þyrlu inni í stofu, á meðan pabbi les blaðið, og flýgur þaðan inn í frumskóg þar sem tunglið skín glatt. Mjási kötturinn hans verður eðlilega að ljóni. Það er að sama skapi margt úr barnaævintýrunum sem hægt er að heimfæra upp á veruleika hinna fullorðnu. Í bókinni Ertu skræfa, Einar Áskell? er niðurstaðan sú að þeir séu grútmáttlausir sem fljúgast á og meiða aðra. Þessa bók ætti Gordon Brown að lesa, skræfan sem ræðst á minnimáttar til að draga athyglina frá eigin getuleysi. Sögustund á kvöldin fangar athygli systranna óskipta. Ég ætla að gera eins og systurnar og kveðja daginn með því að lesa góðar bækur á kvöldin. Efnahagsástandið gegnsýrir allt en það er engin ástæða til að kveðja góðu stundirnar. Það er gott, ef ekki nauðsynlegt, að sækja sér ævintýri núna þegar álagið og áhyggjurnar herja á okkur öll. Við eigum að taka okkur litlu börnin til fyrirmyndar sem leggjast nýböðuð upp í rúm á kvöldin og hverfa svo á örskotsstund inn í ævintýraveröld. Hugurinn er í frumskóginum í fylgd með vinsamlegu ljóni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun
Dóttir mín, sem segist vera þriggja og hálfs árs en alls ekki þriggja, spurði mig að því um daginn hvort Ísland væri farið á hausinn. Eldri systir hennar sem er sex ára skólastelpa veit líka hvað það þýðir að fara á hausinn eftir að það urðu örlög vinsællar leikfangaverslunar. Undrun systranna var mikil á endalokum verslunarinnar, þangað til þær áttuðu sig á kjarna málsins. Það voru ekki nógu margir á Íslandi til að kaupa öll fallegu leikföngin. Og fyrst þetta gat gerst áttu systurnar í engum vandræðum með að skilja að þannig gæti líka farið fyrir bönkum. Það er rétt sem fram hefur komið hjá forsætisráðherra að það er ástæða til að gæta að því hvað börnin heyra, sjá og skynja. Að sama skapi eigum við að taka börnin okkur til fyrirmyndar í því að geta gleymt stund og stað og notið hversdagsins. Sama kvöld og systurnar höfðu velt því fyrir sér hvort Ísland væri á hausnum, lágum við mæðgur saman í rúmi og lásum um veröld Einars Áskels stórvinar okkar. Í bókinni Svei -attan Einar Áskell smíðar þessi góði drengur þyrlu inni í stofu, á meðan pabbi les blaðið, og flýgur þaðan inn í frumskóg þar sem tunglið skín glatt. Mjási kötturinn hans verður eðlilega að ljóni. Það er að sama skapi margt úr barnaævintýrunum sem hægt er að heimfæra upp á veruleika hinna fullorðnu. Í bókinni Ertu skræfa, Einar Áskell? er niðurstaðan sú að þeir séu grútmáttlausir sem fljúgast á og meiða aðra. Þessa bók ætti Gordon Brown að lesa, skræfan sem ræðst á minnimáttar til að draga athyglina frá eigin getuleysi. Sögustund á kvöldin fangar athygli systranna óskipta. Ég ætla að gera eins og systurnar og kveðja daginn með því að lesa góðar bækur á kvöldin. Efnahagsástandið gegnsýrir allt en það er engin ástæða til að kveðja góðu stundirnar. Það er gott, ef ekki nauðsynlegt, að sækja sér ævintýri núna þegar álagið og áhyggjurnar herja á okkur öll. Við eigum að taka okkur litlu börnin til fyrirmyndar sem leggjast nýböðuð upp í rúm á kvöldin og hverfa svo á örskotsstund inn í ævintýraveröld. Hugurinn er í frumskóginum í fylgd með vinsamlegu ljóni.