Vona að drengirnir finni neistann 9. desember 2008 11:56 Mynd/BB "Að sjálfssögðu er þetta leiðinlegt, því auðvitað vill maður reyna að snúa þessu við, en þeir vildu ekki gefa tækifæri til þess," sagði Bragi Magnússon sem var í gærkvöld leystur undan samningi við Stjörnuna. Stjarnan hefur aðeins unnið tvo af tíu leikjum sínum í úrvalsdeildinni til þessa og það þótti ekki viðunandi árangur að mati stjórnarinnar. "Maður hefði auðvitað viljað vinna að minnsta kosti tvo af þessum leikjum í viðbót. Við fengum skell á móti Keflavík en annars hafa leikir okkar allir verið jafnir og spennandi. Þetta var bara ekki að detta hjá okkur og við vorum t.d. ekki langt frá því að vinna KR, töpuðum í framlengingu gegn Grindavík og töpuðum naumlega fyrir Tindastól - sem eru efstu liðin í deildinni," sagði Bragi í samtali við Vísi. Þetta kemur heim og saman þegar úrslit liðsins í vetur eru skoðuð. Liðið steinlá fyrir Keflavík með 34 stigum á útivelli um miðjan síðasta mánuð, en hinum sjö leikjunum hefur liðið tapað með að meðaltali 6,3 stiga mun og engum þeirra með meira en 10 stigum. "Það var bara einhver andlegur þáttur í þessu sem kom í veg fyrir að við næðum að stíga upp og klára leikina. Ég vona bara að með nýjum manni og nýju skipulagi finni drengirnir einhvern falinn neista sem gerir það að verkum að þeir nái að klára þessa leiki sem eftir eru," sagði Bragi. Hann er nokkuð ánægður með það starf sem hann hefur unnið hjá Stjörnunni. "Ég tók við Stjörnunni í næstneðsta sæti í 1. deildinni fyrir tveimur árum og kom liðinu upp í úrvalsdeild og tel mig því eiga heilmikið í þessu liði." Vísir spurði Braga hvort hann ætlaði að halda áfram í þjálfun ef hann fengi gott tilboð til þess á næstunni. "Maður tekur sér kannski smá pásu eftir að hafa verið nánast samfleytt í þessu í einhver 17 ár, en ef kemur eitthvað spennandi upp á borðið er sjálfssagt að skoða það," sagði Bragi. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Bragi rekinn frá Stjörnunni Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur ákveðið að segja upp samningi við þjálfarann Braga Magnússon þar sem gengi liðsins í vetur hafi ekki verið í samræmi við væntingar. 9. desember 2008 11:36 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
"Að sjálfssögðu er þetta leiðinlegt, því auðvitað vill maður reyna að snúa þessu við, en þeir vildu ekki gefa tækifæri til þess," sagði Bragi Magnússon sem var í gærkvöld leystur undan samningi við Stjörnuna. Stjarnan hefur aðeins unnið tvo af tíu leikjum sínum í úrvalsdeildinni til þessa og það þótti ekki viðunandi árangur að mati stjórnarinnar. "Maður hefði auðvitað viljað vinna að minnsta kosti tvo af þessum leikjum í viðbót. Við fengum skell á móti Keflavík en annars hafa leikir okkar allir verið jafnir og spennandi. Þetta var bara ekki að detta hjá okkur og við vorum t.d. ekki langt frá því að vinna KR, töpuðum í framlengingu gegn Grindavík og töpuðum naumlega fyrir Tindastól - sem eru efstu liðin í deildinni," sagði Bragi í samtali við Vísi. Þetta kemur heim og saman þegar úrslit liðsins í vetur eru skoðuð. Liðið steinlá fyrir Keflavík með 34 stigum á útivelli um miðjan síðasta mánuð, en hinum sjö leikjunum hefur liðið tapað með að meðaltali 6,3 stiga mun og engum þeirra með meira en 10 stigum. "Það var bara einhver andlegur þáttur í þessu sem kom í veg fyrir að við næðum að stíga upp og klára leikina. Ég vona bara að með nýjum manni og nýju skipulagi finni drengirnir einhvern falinn neista sem gerir það að verkum að þeir nái að klára þessa leiki sem eftir eru," sagði Bragi. Hann er nokkuð ánægður með það starf sem hann hefur unnið hjá Stjörnunni. "Ég tók við Stjörnunni í næstneðsta sæti í 1. deildinni fyrir tveimur árum og kom liðinu upp í úrvalsdeild og tel mig því eiga heilmikið í þessu liði." Vísir spurði Braga hvort hann ætlaði að halda áfram í þjálfun ef hann fengi gott tilboð til þess á næstunni. "Maður tekur sér kannski smá pásu eftir að hafa verið nánast samfleytt í þessu í einhver 17 ár, en ef kemur eitthvað spennandi upp á borðið er sjálfssagt að skoða það," sagði Bragi.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Bragi rekinn frá Stjörnunni Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur ákveðið að segja upp samningi við þjálfarann Braga Magnússon þar sem gengi liðsins í vetur hafi ekki verið í samræmi við væntingar. 9. desember 2008 11:36 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Bragi rekinn frá Stjörnunni Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur ákveðið að segja upp samningi við þjálfarann Braga Magnússon þar sem gengi liðsins í vetur hafi ekki verið í samræmi við væntingar. 9. desember 2008 11:36