Handbolti

Sävehof færðist nær úrslitunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hreiðar Guðmundsson, markvörður Sävehof.
Hreiðar Guðmundsson, markvörður Sävehof.

Sävehof er komið í 2-0 forystu gegn Ystad í undanúrslitum úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Sävehof vann öruggan sigur á útivelli í gær, 29-24, og þarf einn sigur til viðbótar til að tryggja sér sæti í úrslitunum. Til þessa hefur Sävehof unnið alla leiki sína í úrslitakeppninni en þriðji leikurinn gegn Ystad fer fram á miðvikudagskvöldið.

Hreiðar Guðmundsson lék allan leikinn í marki Sävehof og varði ellefu skot, þar af eitt víti, alls 35 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig.

Allar líkur eru á því að Sävehof mæti deildarmeisturum Hammarby í úrslitunum en liðið er komið í 2-0 forystu gegn H43 í hinni undanúrslitarimmunni.

Í gær vann Hammarby nauman sigur á útivelli, 30-29, og dugir því sigur á heimavelli á miðvikudaginn til að komast í úrslitin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×