Valur færðist nær Íslandsmeistaratitlinum í dag þegar Breiðablik náði að leggja KR í Landsbankadeild kvenna 3-1.
Breiðablik brenndi af víti í fyrri hálfleik en eftir það komst KR yfir með marki Eddu Garðarsdóttur. Hlín Gunnlaugsdóttir sem misnotaði vítaspyrnuna jafnaði síðan metin.
Í seinni hálfleik skoruðu Harpa Þorsteinsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir og tryggðu Breiðabliki stigin þrjú.
Valur nær sex stiga forskoti í deildinni takist liðinu að vinna Fjölni í næsta leik.