„Mér finnst skemmtilegt að gefa handgerðar gjafir því þær eru svo persónulegar og þeir sem hafa fengið jólahús frá mér hafa orðið mjög glaðir,“ segir Máney Eva Einarsdóttir, þrettán ára listakona í Álftamýrar-skóla um dýrindis jólahús og jólafígúrur úr Fimo-leir sem hún hóf að gefa sínum nánustu um síðustu jól.

„Ég hef eiginlega verið að leira síðan við vinkona mín fengum leirkassa þegar við vorum átta ára en þá leiruðum við heilt þorp upp úr kössunum. Ég býst við að listsköpun verði samt bara áhugamál hjá mér þegar ég verð eldri, því mig langar annaðhvort að verða dýralæknir eða fornleifafræðingur,“ segir Máney Eva sem kom foreldrum sínum ánægjulega á óvart um síðustu jól.

Frænka fékk svo eitt stykki jólahús í jólagjöf, eins og mamma og pabbi, en hvorugt þeirra grunaði neitt, því ég leiraði húsið hans pabba hjá mömmu og hús mömmu hjá pabba,“ segir Máney Eva sem þessa dagana er í óðaönn að leira jólahús sem lenda eiga í óvæntum jólapökkum.
„Það tekur mig tvö kvöld að gera eitt hús og fer í það mikill leir. Ég kemst því ekki yfir nema visst mikið með heimalærdómnum, en hver veit hvað ég enda með. Þetta er ekki svo erfitt; bara mikil handavinna og eina áhaldið sem ég nota er hnífur.“
