Fyrsta árið Þorsteinn Pálsson skrifar 23. maí 2008 06:00 Helsti ágalli gildandi kosningaskipunar og flokkakerfis er sá að kjósendur geta ekki sjálfir við kjörborðið valið á milli borgaralegra ríkisstjórna og vinstri stjórna. Kosturinn er á hinn bóginn sá að unnt er að mynda stjórnir með mjög breiða skírskotun út í samfélagið þegar mikið liggur við. Sú stjórn sem nú fagnar eins árs afmæli endurspeglar vel þennan pólitíska veruleika. Á þessum tímapunkti er rétt að spyrja hvort myndun hennar hafi verið skynsamlega ráðin. Lánsfjárkreppan og gengisfall krónunnar er einhver mesta áraun sem ein ríkisstjórn hefur glímt við í langan tíma. Flest bendir til að stjórnin muni standast það próf. Forsætisráðherrann hefur stýrt varnarviðbrögðunum af hyggindum og festu en án upphrópana. Engir brestir eru í samstarfinu um þetta efni. Ekki verður séð að annað stjórnarmynstur hefði verið betur í stakk búið til að glíma við þetta stóra og margþætta viðfangsefni. Stærsta spurningarmerkið í þessu samhengi lýtur að framtíðarstefnunni í peningamálum. Þar hefur stjórnin ekki enn haft svigrúm til að leggja trúverðuga línu til að sigla eftir. Sumir líta á ágreining stjórnarflokkanna um nokkur minni háttar mál sem alvarlegan veikleika. Einstakir viðburðir af því tagi eru satt best að segja óhjákvæmilegir fylgifiskar í jafn breiðu stjórnarsamstarfi og hér um ræðir. Í því efni verða menn að vega meiri hagsmuni gegn minni. Sannleikurinn er sá að stjórnin er á stuttum tíma að koma fram mikilvægum skipulags- og kerfisbreytingum og hún hefur fundið lausnir á eldfimum stórpólitískum viðfangsefnum. Nefna má kerfisbreytingar í heilbrigðismálum, nýja sveigjanlegri og framsæknari skólalöggjöf og sátt um skipan eignarhalds á orkulindum. Þá hefur stjórnin verið einhuga um nýskipan varnarmála með stórauknum íslenskum umsvifum. Fá dæmi eru um að ríkisstjórn hafi náð saman um svo víðtækar og fjölþættar grundvallarbreytingar og lausnir á fyrsta starfsári. Eini vegur stjórnarandstöðuflokkanna til valda er að komast upp á milli stjórnarflokkanna eða gera þeim erfitt fyrir innandyra. Stjórnarandstöðuflokkarnir eru einfaldlega of smáir til að geta sameiginlega verið sannfærandi ríkisstjórnarkostur. Forystumönnum VG hefur tekist að viðhalda þeim mikla styrk sem þeir náðu í síðustu kosningum án þess að færa sig nær miðju stjórnmálanna. Framsóknarflokkurinn er líka í sömu sporunum. En sú staða er þar á móti afar veik. það hlýtur að valda forystu hans áhyggjum. Til marks um árangur stjórnarandstöðunnar má nefna að forvígismönnum í VG tókst að verða eins konar hughrifavaldur um athafnir svonefndra sexmenninga í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins með kunnum afleiðingum. Forystu VG hefur einnig tekist að festa umhverfisráðherrann í málefnanetum sínum. Það er sneggsti bletturinn á stjórnarsamstarfinu. Sú staða felur á hinn veginn líka í sér einstakt sóknarfæri fyrir Framsóknarflokkinn. Stór stjórnarmeirihluti hefur því ekki keflað fámenna stjórnarandstöðu eins og ýmsir óttuðust. Að öllu virtu er niðurstaðan sú að skynsamlegt var að mynda þessa ríkisstjórn. Hún er vafalaust besti stjórnarkosturinn í núverandi umróti í þjóðarbúskapnum. Á hinn bóginn er stjórnin um margt óskrifað blað þegar til lengri framtíðar er litið. Bollaleggingar um mögulega tveggja kjörtímabila stjórn eru því ekki raunhæfar eða tímabærar á þessum tímamótum í tilveru hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun
Helsti ágalli gildandi kosningaskipunar og flokkakerfis er sá að kjósendur geta ekki sjálfir við kjörborðið valið á milli borgaralegra ríkisstjórna og vinstri stjórna. Kosturinn er á hinn bóginn sá að unnt er að mynda stjórnir með mjög breiða skírskotun út í samfélagið þegar mikið liggur við. Sú stjórn sem nú fagnar eins árs afmæli endurspeglar vel þennan pólitíska veruleika. Á þessum tímapunkti er rétt að spyrja hvort myndun hennar hafi verið skynsamlega ráðin. Lánsfjárkreppan og gengisfall krónunnar er einhver mesta áraun sem ein ríkisstjórn hefur glímt við í langan tíma. Flest bendir til að stjórnin muni standast það próf. Forsætisráðherrann hefur stýrt varnarviðbrögðunum af hyggindum og festu en án upphrópana. Engir brestir eru í samstarfinu um þetta efni. Ekki verður séð að annað stjórnarmynstur hefði verið betur í stakk búið til að glíma við þetta stóra og margþætta viðfangsefni. Stærsta spurningarmerkið í þessu samhengi lýtur að framtíðarstefnunni í peningamálum. Þar hefur stjórnin ekki enn haft svigrúm til að leggja trúverðuga línu til að sigla eftir. Sumir líta á ágreining stjórnarflokkanna um nokkur minni háttar mál sem alvarlegan veikleika. Einstakir viðburðir af því tagi eru satt best að segja óhjákvæmilegir fylgifiskar í jafn breiðu stjórnarsamstarfi og hér um ræðir. Í því efni verða menn að vega meiri hagsmuni gegn minni. Sannleikurinn er sá að stjórnin er á stuttum tíma að koma fram mikilvægum skipulags- og kerfisbreytingum og hún hefur fundið lausnir á eldfimum stórpólitískum viðfangsefnum. Nefna má kerfisbreytingar í heilbrigðismálum, nýja sveigjanlegri og framsæknari skólalöggjöf og sátt um skipan eignarhalds á orkulindum. Þá hefur stjórnin verið einhuga um nýskipan varnarmála með stórauknum íslenskum umsvifum. Fá dæmi eru um að ríkisstjórn hafi náð saman um svo víðtækar og fjölþættar grundvallarbreytingar og lausnir á fyrsta starfsári. Eini vegur stjórnarandstöðuflokkanna til valda er að komast upp á milli stjórnarflokkanna eða gera þeim erfitt fyrir innandyra. Stjórnarandstöðuflokkarnir eru einfaldlega of smáir til að geta sameiginlega verið sannfærandi ríkisstjórnarkostur. Forystumönnum VG hefur tekist að viðhalda þeim mikla styrk sem þeir náðu í síðustu kosningum án þess að færa sig nær miðju stjórnmálanna. Framsóknarflokkurinn er líka í sömu sporunum. En sú staða er þar á móti afar veik. það hlýtur að valda forystu hans áhyggjum. Til marks um árangur stjórnarandstöðunnar má nefna að forvígismönnum í VG tókst að verða eins konar hughrifavaldur um athafnir svonefndra sexmenninga í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins með kunnum afleiðingum. Forystu VG hefur einnig tekist að festa umhverfisráðherrann í málefnanetum sínum. Það er sneggsti bletturinn á stjórnarsamstarfinu. Sú staða felur á hinn veginn líka í sér einstakt sóknarfæri fyrir Framsóknarflokkinn. Stór stjórnarmeirihluti hefur því ekki keflað fámenna stjórnarandstöðu eins og ýmsir óttuðust. Að öllu virtu er niðurstaðan sú að skynsamlegt var að mynda þessa ríkisstjórn. Hún er vafalaust besti stjórnarkosturinn í núverandi umróti í þjóðarbúskapnum. Á hinn bóginn er stjórnin um margt óskrifað blað þegar til lengri framtíðar er litið. Bollaleggingar um mögulega tveggja kjörtímabila stjórn eru því ekki raunhæfar eða tímabærar á þessum tímamótum í tilveru hennar.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun