Calzaghe og Jones mætast í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. nóvember 2008 14:04 Calzaghe og Jones eru hinir mestu mátar en hér stilla þeir sér upp fyrir ljósmyndara í gær. Nordic Photos / Getty Images Einhver stærsti bardagi síðustu ára mun eiga sér stað í Madison Square Garden þegar að Joe Calzaghe og Roy Jones yngri mætast í hringnum. Calzaghe er ósigraður í 45 bardögum og ætlar að hætta eftir bardagann í kvöld. Honum er því mikið í mun að sigra Jones sem hefur af mörgum verið talinn einn besti hnefaleikakappi heims síðasta áratugs. Þeir stigu á vigtina í gær og voru báðir 174 og hálft pund að þyngd en efri mörkin fyrir léttþungavigt eru 175 pund. „Ég er mjög spenntur," sagði Calzaghe. „Þetta verður frábær bardagi. Madison Square Garden er frábær staður og þetta verður mikil sýning. Eftir bardagann verð ég enn ósigraður - 46 sigrar og ekkert tap." „Þetta verður besti bardagi ársins. Þið megið styðja ykkar mann en Roy Jones er mættur aftur," sagði Jones. Hann var einnig ósigraður þar til hann mætti Antonio Tarver öðru sinni í maí árið 2005 en hann hafði unnið Tarver í nóvember árið áður. Næst tapaði hann fyrir Glen Johnson frá Jamaíku og svo aftur fyrir Tarver í byrjun október 2005. Síðan þá hefur Jones hins vegar komið sér aftur á rétta braut og vann hann sigur á Felix Trinidad í janúar síðastliðnum. Calzaghe er sem fyrr segir ósigraður á ferlinum. Árið 1997 skaust hann á stjörnuhimininn þegar hann vann WBO-heimsmeistaratignina í ofurmillivigt af Chris Eubank og hélt henni í tíu ár. Hann afsalaði sér tigninni í fyrra þegar hann ákvað að færa sig upp í léttþungavigt. Síðasti bardagi hans í ofurmillivigt var gegn Dananum Mikkel Kessler í nóvember í fyrra þar sem allir þrír heimsmeistaratitlarnir voru lagðir undir. Hann mætti Bernard Hopkins í apríl síðastliðnum og vann þá sinn fyrsta bardaga í léttþungavigt.Klukkan 23.35 verður bardagi Jones gegn Felix Trinidad sýndur á Stöð 2 Sporti. Að honum loknum taka við þáttaröð sem var gerð um undirbúning bardagans í kvöld en bein útsending hefst klukkan 02.00 í nótt. Box Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Einhver stærsti bardagi síðustu ára mun eiga sér stað í Madison Square Garden þegar að Joe Calzaghe og Roy Jones yngri mætast í hringnum. Calzaghe er ósigraður í 45 bardögum og ætlar að hætta eftir bardagann í kvöld. Honum er því mikið í mun að sigra Jones sem hefur af mörgum verið talinn einn besti hnefaleikakappi heims síðasta áratugs. Þeir stigu á vigtina í gær og voru báðir 174 og hálft pund að þyngd en efri mörkin fyrir léttþungavigt eru 175 pund. „Ég er mjög spenntur," sagði Calzaghe. „Þetta verður frábær bardagi. Madison Square Garden er frábær staður og þetta verður mikil sýning. Eftir bardagann verð ég enn ósigraður - 46 sigrar og ekkert tap." „Þetta verður besti bardagi ársins. Þið megið styðja ykkar mann en Roy Jones er mættur aftur," sagði Jones. Hann var einnig ósigraður þar til hann mætti Antonio Tarver öðru sinni í maí árið 2005 en hann hafði unnið Tarver í nóvember árið áður. Næst tapaði hann fyrir Glen Johnson frá Jamaíku og svo aftur fyrir Tarver í byrjun október 2005. Síðan þá hefur Jones hins vegar komið sér aftur á rétta braut og vann hann sigur á Felix Trinidad í janúar síðastliðnum. Calzaghe er sem fyrr segir ósigraður á ferlinum. Árið 1997 skaust hann á stjörnuhimininn þegar hann vann WBO-heimsmeistaratignina í ofurmillivigt af Chris Eubank og hélt henni í tíu ár. Hann afsalaði sér tigninni í fyrra þegar hann ákvað að færa sig upp í léttþungavigt. Síðasti bardagi hans í ofurmillivigt var gegn Dananum Mikkel Kessler í nóvember í fyrra þar sem allir þrír heimsmeistaratitlarnir voru lagðir undir. Hann mætti Bernard Hopkins í apríl síðastliðnum og vann þá sinn fyrsta bardaga í léttþungavigt.Klukkan 23.35 verður bardagi Jones gegn Felix Trinidad sýndur á Stöð 2 Sporti. Að honum loknum taka við þáttaröð sem var gerð um undirbúning bardagans í kvöld en bein útsending hefst klukkan 02.00 í nótt.
Box Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira