Golf

Gogginn með þriggja högga forystu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Matthew Goggin í Ohio í gær.
Matthew Goggin í Ohio í gær. Nordic Photos / Getty Images
Ástralinn Matthew Goggin er með þriggja högga forystu á Memorial-mótinu í Ohio í Bandaríkjunum en mótið er hluti af bandarísku PGA-mótaröðinni.

Goggin lék á 71 höggi í gær og er alls á átta höggum undir pari. Fimm kylfingar eru á fimm höggum undir pari, þar af þrír Englendingar.

En Goggin telur að hann sé með nægilega gott forskot til að tryggja sér sinn fyrsta sigur í 185 mótum á PGA-mótaröðinni.

„Það mun einhver eiga góðan dag í dag enda eru hér saman komnir bestu kylfingar heimsins. Ég verð því að spila vel en það góða er að ég er ekki í forystu að því að ég er búinn að vera að spila illa."

Bein útsending verður frá mótinu á Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 19.00 í kvöld. Útsendingin verður svo endursýnd á Stöð 2 Sport klukkan 22.00.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×