Þörf ábending Þorsteinn Pálsson skrifar 8. mars 2008 06:00 Heimsmyndin hefur breyst á skömmum tíma. Stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna þarf að skoða í því ljósi. Áður fyrr voru fáir snertifletir með hefðbundinni utanríkispólitík og daglegu brauðstriti. Einu gildir hvar eða hvernig Ísland tekur sér stöðu með öðrum þjóðum. Það sem gerist á erlendum vettvangi hefur í vaxandi mæli bein áhrif á heimili og fyrirtæki. Þekking á samhenginu milli íslenskra hagsmuna og þróunar alþjóðamála mun þar af leiðandi verða stöðugt þýðingarmeiri. Þorsteinn Ólafsson, viðskiptafræðingur og fyrrum forstjóri Norræna verkefnaútflutningssjóðsins í Helsinki, hefur í athyglisverðum greinum hér í blaðinu vakið athygli á þessari augljósu staðreynd. Um leið hefur hann lagt til að brugðist verði við með því að auka vísindalega þekkingarstarfsemi á alþjóðamálum. Með hæfilegri einföldun má ef til vill segja að á sínum tíma hafi utanríkispólitískt grúsk helst verið fyrir þá sem höfðu sérstakan áhuga, tíma og aðstöðu til að sinna öðru en því sem mestu máli skipti fyrir verðmætasköpun þjóðarinnar. Á komandi tíð mun verðmætasköpun þjóðarinnar hins vegar ráðast öðru fremur af þekkingu á þessu sviði. Hugtakið heimamarkaður í þeim skilningi að um sé að tefla lokað varið markaðssvæði er ekki til lengur. Að því leyti er heimurinn allur heimamarkaður. Efnahagsleg samvinna þjóða sem eiga menningarlega og viðskiptalega samleið styrkist. Nýjar hættur eins og hryðjuverkastarfsemi ógna öryggi almennings. Áhrif þeirra ríkja vaxa sem misnota trúarbrögð til að vega að grunngildum eins og lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnrétti. Alþjóðastofnanir sem áður voru kjölfesta Íslands í samfélagi þjóðanna hafa sumar hverjar misst pólitískt vægi. Í því samhengi má nefna Norðurlandaráð og Atlantshafsbandalagið. Ný efnahagsleg stórveldi eru smám saman að auka áhrif sín og staða annarra að breytast að sama skapi. Ójöfnuður ríkra þjóða og fátækra setur í auknum mæli mark sitt á samskipti þjóða. Allt eru þetta gildar ástæður til að gefa viðfangsefnum á þessu sviði meiri gaum en verið hefur með markvissri vísindalegri þekkingaröflun. Hér hafa verið að þróast háskólastofnanir sem tekist hafa á við slík verkefni af myndarskap miðað við aðstæður. Gild rök standa til þess að upphefja þetta rannsóknarstarf með því að byggja á þeim grunni myndarlega rannsóknarstofnun um utanríkis-, varnar- og öryggismál. Háskólasamfélagið og atvinnulífið þurfa hér að taka höndum saman. En ríkisvaldið hefur líka hlutverki að gegna. Í byrjun tíunda áratugarins tók utanríkisráðherra þá geðþóttaákvörðun að nýta ekki krafta þeirra sem mesta reynslu og þekkingu hafa í utanríkisþjónustunni. Ef ráðuneytið ætlar að stunda þá mannauðssóun áfram hefur ríkisvaldið þar svigrúm til að leggja þessum rannsóknarverkefnum lið. Aðalatriðið er þó að hér er um verðugt verkefni að ræða. Það gæti einfaldlega reynst dýrt að leggja kollhúfur við þeirri þörfu hugmynd sem hér hefur verið vitnað til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun
Heimsmyndin hefur breyst á skömmum tíma. Stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna þarf að skoða í því ljósi. Áður fyrr voru fáir snertifletir með hefðbundinni utanríkispólitík og daglegu brauðstriti. Einu gildir hvar eða hvernig Ísland tekur sér stöðu með öðrum þjóðum. Það sem gerist á erlendum vettvangi hefur í vaxandi mæli bein áhrif á heimili og fyrirtæki. Þekking á samhenginu milli íslenskra hagsmuna og þróunar alþjóðamála mun þar af leiðandi verða stöðugt þýðingarmeiri. Þorsteinn Ólafsson, viðskiptafræðingur og fyrrum forstjóri Norræna verkefnaútflutningssjóðsins í Helsinki, hefur í athyglisverðum greinum hér í blaðinu vakið athygli á þessari augljósu staðreynd. Um leið hefur hann lagt til að brugðist verði við með því að auka vísindalega þekkingarstarfsemi á alþjóðamálum. Með hæfilegri einföldun má ef til vill segja að á sínum tíma hafi utanríkispólitískt grúsk helst verið fyrir þá sem höfðu sérstakan áhuga, tíma og aðstöðu til að sinna öðru en því sem mestu máli skipti fyrir verðmætasköpun þjóðarinnar. Á komandi tíð mun verðmætasköpun þjóðarinnar hins vegar ráðast öðru fremur af þekkingu á þessu sviði. Hugtakið heimamarkaður í þeim skilningi að um sé að tefla lokað varið markaðssvæði er ekki til lengur. Að því leyti er heimurinn allur heimamarkaður. Efnahagsleg samvinna þjóða sem eiga menningarlega og viðskiptalega samleið styrkist. Nýjar hættur eins og hryðjuverkastarfsemi ógna öryggi almennings. Áhrif þeirra ríkja vaxa sem misnota trúarbrögð til að vega að grunngildum eins og lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnrétti. Alþjóðastofnanir sem áður voru kjölfesta Íslands í samfélagi þjóðanna hafa sumar hverjar misst pólitískt vægi. Í því samhengi má nefna Norðurlandaráð og Atlantshafsbandalagið. Ný efnahagsleg stórveldi eru smám saman að auka áhrif sín og staða annarra að breytast að sama skapi. Ójöfnuður ríkra þjóða og fátækra setur í auknum mæli mark sitt á samskipti þjóða. Allt eru þetta gildar ástæður til að gefa viðfangsefnum á þessu sviði meiri gaum en verið hefur með markvissri vísindalegri þekkingaröflun. Hér hafa verið að þróast háskólastofnanir sem tekist hafa á við slík verkefni af myndarskap miðað við aðstæður. Gild rök standa til þess að upphefja þetta rannsóknarstarf með því að byggja á þeim grunni myndarlega rannsóknarstofnun um utanríkis-, varnar- og öryggismál. Háskólasamfélagið og atvinnulífið þurfa hér að taka höndum saman. En ríkisvaldið hefur líka hlutverki að gegna. Í byrjun tíunda áratugarins tók utanríkisráðherra þá geðþóttaákvörðun að nýta ekki krafta þeirra sem mesta reynslu og þekkingu hafa í utanríkisþjónustunni. Ef ráðuneytið ætlar að stunda þá mannauðssóun áfram hefur ríkisvaldið þar svigrúm til að leggja þessum rannsóknarverkefnum lið. Aðalatriðið er þó að hér er um verðugt verkefni að ræða. Það gæti einfaldlega reynst dýrt að leggja kollhúfur við þeirri þörfu hugmynd sem hér hefur verið vitnað til.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun