Aukning loðnukvóta skilar sex milljörðum Björgvin Guðmundsson skrifar 5. mars 2008 00:01 Strangt gæðaeftirlit við hrognavinnslu Kawa Morita frá Japan fylgist vel með framleiðslunni í Vinnslustöðinni þar sem Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson ræður ríkjum. Samþykki Morita að kaupa hrognin sem eru framleidd er gengið frá pökkun og hrognin sett í frystigeymslur. Sigurgeir segir að þá fari af stað samningaviðræður um verð.Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson „Helstu markaðir fyrir þessar loðnuafurðir eru í Japan og Rússlandi. Eftirspurnin er til staðar en verðið fer eftir markaðsaðstæðum hverju sinni,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, sem flestir þekkja sem Binna í Vinnslustöðinni. Loðnukvótinn var aukinn um 50 þúsund tonn í fyrradag og gladdi það mjög stjórnendur þeirra útgerða sem gera út á loðnu. Er það viðbót við þau 100 þúsund tonn sem þegar var búið að heimila að veiða af loðnunni. Sigurgeir Brynjar segir að langmesti hluti kvótans fari í loðnuhrognaframleiðslu hjá Vinnslustöðinni. Fyrir það fæst hærra verð en ef loðnan er bara sett í bræðslu. „Á einfaldan hátt má segja að hver loðna er skorin í tætlur. Með sérstakri aðferð eru loðnuhrognin tekin úr henni. Þetta eykur verðmætin sem við erum að skapa. Það er samt erfitt að segja til um hversu mikið við fáum fyrir þetta,“ segir Brynjar. Valdimar Halldórsson, sérfræðingur hjá Greiningu Glitnis, segir að í fyrra hafi veiðst 308 þúsund tonn af loðnu. Útflutningsverðmæti þess afla var um 9,5 milljarðar króna. Ef skipting á milli manneldis- og mjölvinnslu verður lík og í fyrra, og í ljósi þess að afurðaverð á heimsmörkuðum er hátt og gengi krónunnar orðið hagstæðara fyrir útflytjendur, gæti verðmæti 50 þúsund tonna loðnukvótaaukningar nálgast tvo milljarða króna að mati Valdimars. Sigurgeir segir að tveir gæðaeftirlitsmenn frá japönskum fyrirtækjum hafi verið að bíða eftir loðnunni í Vestmannaeyjum frá því í janúar. Nú fylgist þeir vel með framleiðslunni og gæði afurða sem send eru til Japan. Kröfurnar eru miklar enda loðnuhrogn dýr og sérstök vara. Sáralítið sé veitt af loðnu í heiminum nema við Íslandsstrendur. Héðan og þaðan Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
„Helstu markaðir fyrir þessar loðnuafurðir eru í Japan og Rússlandi. Eftirspurnin er til staðar en verðið fer eftir markaðsaðstæðum hverju sinni,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, sem flestir þekkja sem Binna í Vinnslustöðinni. Loðnukvótinn var aukinn um 50 þúsund tonn í fyrradag og gladdi það mjög stjórnendur þeirra útgerða sem gera út á loðnu. Er það viðbót við þau 100 þúsund tonn sem þegar var búið að heimila að veiða af loðnunni. Sigurgeir Brynjar segir að langmesti hluti kvótans fari í loðnuhrognaframleiðslu hjá Vinnslustöðinni. Fyrir það fæst hærra verð en ef loðnan er bara sett í bræðslu. „Á einfaldan hátt má segja að hver loðna er skorin í tætlur. Með sérstakri aðferð eru loðnuhrognin tekin úr henni. Þetta eykur verðmætin sem við erum að skapa. Það er samt erfitt að segja til um hversu mikið við fáum fyrir þetta,“ segir Brynjar. Valdimar Halldórsson, sérfræðingur hjá Greiningu Glitnis, segir að í fyrra hafi veiðst 308 þúsund tonn af loðnu. Útflutningsverðmæti þess afla var um 9,5 milljarðar króna. Ef skipting á milli manneldis- og mjölvinnslu verður lík og í fyrra, og í ljósi þess að afurðaverð á heimsmörkuðum er hátt og gengi krónunnar orðið hagstæðara fyrir útflytjendur, gæti verðmæti 50 þúsund tonna loðnukvótaaukningar nálgast tvo milljarða króna að mati Valdimars. Sigurgeir segir að tveir gæðaeftirlitsmenn frá japönskum fyrirtækjum hafi verið að bíða eftir loðnunni í Vestmannaeyjum frá því í janúar. Nú fylgist þeir vel með framleiðslunni og gæði afurða sem send eru til Japan. Kröfurnar eru miklar enda loðnuhrogn dýr og sérstök vara. Sáralítið sé veitt af loðnu í heiminum nema við Íslandsstrendur.
Héðan og þaðan Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira