Aukning loðnukvóta skilar sex milljörðum Björgvin Guðmundsson skrifar 5. mars 2008 00:01 Strangt gæðaeftirlit við hrognavinnslu Kawa Morita frá Japan fylgist vel með framleiðslunni í Vinnslustöðinni þar sem Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson ræður ríkjum. Samþykki Morita að kaupa hrognin sem eru framleidd er gengið frá pökkun og hrognin sett í frystigeymslur. Sigurgeir segir að þá fari af stað samningaviðræður um verð.Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson „Helstu markaðir fyrir þessar loðnuafurðir eru í Japan og Rússlandi. Eftirspurnin er til staðar en verðið fer eftir markaðsaðstæðum hverju sinni,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, sem flestir þekkja sem Binna í Vinnslustöðinni. Loðnukvótinn var aukinn um 50 þúsund tonn í fyrradag og gladdi það mjög stjórnendur þeirra útgerða sem gera út á loðnu. Er það viðbót við þau 100 þúsund tonn sem þegar var búið að heimila að veiða af loðnunni. Sigurgeir Brynjar segir að langmesti hluti kvótans fari í loðnuhrognaframleiðslu hjá Vinnslustöðinni. Fyrir það fæst hærra verð en ef loðnan er bara sett í bræðslu. „Á einfaldan hátt má segja að hver loðna er skorin í tætlur. Með sérstakri aðferð eru loðnuhrognin tekin úr henni. Þetta eykur verðmætin sem við erum að skapa. Það er samt erfitt að segja til um hversu mikið við fáum fyrir þetta,“ segir Brynjar. Valdimar Halldórsson, sérfræðingur hjá Greiningu Glitnis, segir að í fyrra hafi veiðst 308 þúsund tonn af loðnu. Útflutningsverðmæti þess afla var um 9,5 milljarðar króna. Ef skipting á milli manneldis- og mjölvinnslu verður lík og í fyrra, og í ljósi þess að afurðaverð á heimsmörkuðum er hátt og gengi krónunnar orðið hagstæðara fyrir útflytjendur, gæti verðmæti 50 þúsund tonna loðnukvótaaukningar nálgast tvo milljarða króna að mati Valdimars. Sigurgeir segir að tveir gæðaeftirlitsmenn frá japönskum fyrirtækjum hafi verið að bíða eftir loðnunni í Vestmannaeyjum frá því í janúar. Nú fylgist þeir vel með framleiðslunni og gæði afurða sem send eru til Japan. Kröfurnar eru miklar enda loðnuhrogn dýr og sérstök vara. Sáralítið sé veitt af loðnu í heiminum nema við Íslandsstrendur. Héðan og þaðan Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Sjá meira
„Helstu markaðir fyrir þessar loðnuafurðir eru í Japan og Rússlandi. Eftirspurnin er til staðar en verðið fer eftir markaðsaðstæðum hverju sinni,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, sem flestir þekkja sem Binna í Vinnslustöðinni. Loðnukvótinn var aukinn um 50 þúsund tonn í fyrradag og gladdi það mjög stjórnendur þeirra útgerða sem gera út á loðnu. Er það viðbót við þau 100 þúsund tonn sem þegar var búið að heimila að veiða af loðnunni. Sigurgeir Brynjar segir að langmesti hluti kvótans fari í loðnuhrognaframleiðslu hjá Vinnslustöðinni. Fyrir það fæst hærra verð en ef loðnan er bara sett í bræðslu. „Á einfaldan hátt má segja að hver loðna er skorin í tætlur. Með sérstakri aðferð eru loðnuhrognin tekin úr henni. Þetta eykur verðmætin sem við erum að skapa. Það er samt erfitt að segja til um hversu mikið við fáum fyrir þetta,“ segir Brynjar. Valdimar Halldórsson, sérfræðingur hjá Greiningu Glitnis, segir að í fyrra hafi veiðst 308 þúsund tonn af loðnu. Útflutningsverðmæti þess afla var um 9,5 milljarðar króna. Ef skipting á milli manneldis- og mjölvinnslu verður lík og í fyrra, og í ljósi þess að afurðaverð á heimsmörkuðum er hátt og gengi krónunnar orðið hagstæðara fyrir útflytjendur, gæti verðmæti 50 þúsund tonna loðnukvótaaukningar nálgast tvo milljarða króna að mati Valdimars. Sigurgeir segir að tveir gæðaeftirlitsmenn frá japönskum fyrirtækjum hafi verið að bíða eftir loðnunni í Vestmannaeyjum frá því í janúar. Nú fylgist þeir vel með framleiðslunni og gæði afurða sem send eru til Japan. Kröfurnar eru miklar enda loðnuhrogn dýr og sérstök vara. Sáralítið sé veitt af loðnu í heiminum nema við Íslandsstrendur.
Héðan og þaðan Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Sjá meira