Minna verði upplýst úr sakamáladómum 5. febrúar 2008 00:01 Héraðsdómur Reykjavíkur Ákærðir menn í sakamálum vilja iðulega síður þekkjast eins og þessir sakborningar í Pólstjörnumálinu. Persónuvernd segir álitamál hvort birta eigi nöfn manna í dómum.Fréttablaðið/Eyþór Persónuvernd telur að gæta eiga betur að einkalífsvernd þeirra sem nefndir eru í dómum í sakamálum. Þetta kemur fram í umsögn Persónuverndar um nýtt frumvarp um meðferð sakamála sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur lagt fram. „Eins og gefur að skilja verður ekki undan því vikist að afhenda upplýsingar um þá háttsemi sem ákært er fyrir. Að öðru leyti eru upplýsingar af viðkvæmu tagi, sem er að finna í gögnum frá dómstólum, til dæmis um heilsuhagi, oft og einatt þess eðlis að rétt er að afmá þær úr gögnum dómstóla áður en þau eru afhent utanaðkomandi aðilum eða birt opinberlega,“ segir í umögn Persónuverndar. „Er þá eðlilegt að litið sé til þess hvort þær séu nauðsynlegar þeim sem fær gögn afhent – eða kynnir sér dóm á til dæmis vefsíðu – til að átta sig á því hvers vegna dómstóll hafi komist að tiltekinni niðurstöðu.“ Sem dæmi um tilvik þar sem reynt geti á þetta atriði nefnir Persónuvernd þegar í dómum eru birtar mjög ítarlegar heilsufarsupplýsingar, svo sem um andlegt heilsufar hins ákærða eða áverka brotaþola í smæstu smáatriðum. „Er þá álitamál hvort í raun þurfi að veita aðgang að þessum upplýsingum til að utanaðkomandi geti áttað sig á dómsforsendum,“ segir Persónuvernd og bætir við: „Að auki er það mikið álitamál hversu langt skuli ganga í að afhenda eða birta persónuauðkenni sakborninga, brotaþola og vitna, svo sem nöfn og kennitölur, og hvort slíkt sé í raun almennt nauðsynlegt til að tilganginum með því að gera gögn dómstóla aðgengileg verði náð. Sé ákærði mjög ungur að árum getur verið sérstaklega umdeilanlegt að gera persónuaðkenni hans aðgengileg. Sé um að ræða sifjaspell getur og birting nafna og kennitalna verið mjög viðkvæm, en til þess og ýmissa fleiri atriða hefur raunar lengi verið litið við birtingu dóma hér á landi,“ segir stofnunin og bendir á að það séu viðkvæmar persónuupplýsingar hvort menn hafi verið grunaðir, kærðir, ákærðir eða dæmdir fyrir refsiverðan verknað. Persónuvernd gerir sérstaka athugasemd við að í frumvarpi dómsmálaráðherra sé ekki getið um birtingu dóma á heimasíðum dómstólanna á netinu. „Í ljósi þess að slík birting hefur nú tíðkast um nokkurt skeið má hins vegar telja æskilegt að um hana sé fjallað í lögum um meðferð sakamála,“ segir stofnunin. Persónuvernd Pólstjörnumálið Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Persónuvernd telur að gæta eiga betur að einkalífsvernd þeirra sem nefndir eru í dómum í sakamálum. Þetta kemur fram í umsögn Persónuverndar um nýtt frumvarp um meðferð sakamála sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur lagt fram. „Eins og gefur að skilja verður ekki undan því vikist að afhenda upplýsingar um þá háttsemi sem ákært er fyrir. Að öðru leyti eru upplýsingar af viðkvæmu tagi, sem er að finna í gögnum frá dómstólum, til dæmis um heilsuhagi, oft og einatt þess eðlis að rétt er að afmá þær úr gögnum dómstóla áður en þau eru afhent utanaðkomandi aðilum eða birt opinberlega,“ segir í umögn Persónuverndar. „Er þá eðlilegt að litið sé til þess hvort þær séu nauðsynlegar þeim sem fær gögn afhent – eða kynnir sér dóm á til dæmis vefsíðu – til að átta sig á því hvers vegna dómstóll hafi komist að tiltekinni niðurstöðu.“ Sem dæmi um tilvik þar sem reynt geti á þetta atriði nefnir Persónuvernd þegar í dómum eru birtar mjög ítarlegar heilsufarsupplýsingar, svo sem um andlegt heilsufar hins ákærða eða áverka brotaþola í smæstu smáatriðum. „Er þá álitamál hvort í raun þurfi að veita aðgang að þessum upplýsingum til að utanaðkomandi geti áttað sig á dómsforsendum,“ segir Persónuvernd og bætir við: „Að auki er það mikið álitamál hversu langt skuli ganga í að afhenda eða birta persónuauðkenni sakborninga, brotaþola og vitna, svo sem nöfn og kennitölur, og hvort slíkt sé í raun almennt nauðsynlegt til að tilganginum með því að gera gögn dómstóla aðgengileg verði náð. Sé ákærði mjög ungur að árum getur verið sérstaklega umdeilanlegt að gera persónuaðkenni hans aðgengileg. Sé um að ræða sifjaspell getur og birting nafna og kennitalna verið mjög viðkvæm, en til þess og ýmissa fleiri atriða hefur raunar lengi verið litið við birtingu dóma hér á landi,“ segir stofnunin og bendir á að það séu viðkvæmar persónuupplýsingar hvort menn hafi verið grunaðir, kærðir, ákærðir eða dæmdir fyrir refsiverðan verknað. Persónuvernd gerir sérstaka athugasemd við að í frumvarpi dómsmálaráðherra sé ekki getið um birtingu dóma á heimasíðum dómstólanna á netinu. „Í ljósi þess að slík birting hefur nú tíðkast um nokkurt skeið má hins vegar telja æskilegt að um hana sé fjallað í lögum um meðferð sakamála,“ segir stofnunin.
Persónuvernd Pólstjörnumálið Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira