Rafmögnuð spenna í vesturbænum 9. desember 2007 21:34 Nú er orðið ljóst hvaða lið komust í 8-liða úrslit í Lýsingarbikar karla í körfubolta. Leikur umferðarinnar var án nokkurs vafa í DHL-höllinni þar sem KR vann 104-103 sigur á Grindavík í rafmögnuðum spennuleik. Joshua Helm var atkvæðamestur í liði KR í leiknum með 29 stig en þeir Jonathan Griffin (28) og Páll Axel Vilbergsson (29) voru bestir hjá Grindavík. Fannar Ólafsson fór mikinn í liði KR á lokamínútunum og skoraði þar tvær stórar körfur, en taugar heimamanna héldu á æsilegum lokasprettinum þar sem Grindvíkingar misstu Griffin af velli með sína fimmtu villu á nokkuð umdeildan hátt. Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindvíkinga var afar ósáttur við dóminn sem kostaði Griffin fimmtu villuna, en hann var búinn að vera sjóðandi heitur hjá gestunum á lokakaflanum. Leikurinn í kvöld var hágæðaskemmtun, hraður og fjörugur eins og tölurnar bera með sér - og í raun synd að annað þessara liða skuli vera úr leik í strax í 16-liða úrslitum. Þór Þorlákshöfn tryggði sér fyrr í dag sæti í 8-liða úrslitum með því að rótbursta Hött 106-67 á heimavelli . Keflavík komst áfram með því að leggja Tindastól 105-94 fyrir norðan. Bobby Walker skoraði 28 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir Keflavík og Jón Nordal Hafsteinsson skoraði 24 stig og nýtti öll 11 skot sín í leiknum. Ísak Einarsson skoraði 19 fyrir Stólana. ÍR gerði góða ferð í Hveragerði og lagði Hamar 81-74 þar sem Sveinbjörn Claesen skoraði 22 stig fyrir ÍR en George Byrd var með 23 stig og 21 frákast fyrir Hamar. Loks tryggði Njarðvík sér áframhaldandi þáttöku í keppninni með nokkuð öruggum sigri á Stjörnunni í Garðabæ 104-86. Damon Bailey skoraði 31 stig og hirti 8 fráköst fyrir Njarðvík og Dimitar Karadzovski skoraði 22 stig fyrir Stjörnuna og Fannar Helgason var með 18 stig og 19 fráköst. Þór Þorlákshöfn, Keflavík, Fjölnir, KR, Snæfell, ÍR, Njarðvík og Skallagrímur eru komin áfram og verða í skálinni þegar dregið verður í 8-liða úrslit. Nánari umfjöllun um leiki KR-Grindavík og Stjarnan-Njarðvík verður hér á Vísi snemma í fyrramálið. Dominos-deild karla Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Nú er orðið ljóst hvaða lið komust í 8-liða úrslit í Lýsingarbikar karla í körfubolta. Leikur umferðarinnar var án nokkurs vafa í DHL-höllinni þar sem KR vann 104-103 sigur á Grindavík í rafmögnuðum spennuleik. Joshua Helm var atkvæðamestur í liði KR í leiknum með 29 stig en þeir Jonathan Griffin (28) og Páll Axel Vilbergsson (29) voru bestir hjá Grindavík. Fannar Ólafsson fór mikinn í liði KR á lokamínútunum og skoraði þar tvær stórar körfur, en taugar heimamanna héldu á æsilegum lokasprettinum þar sem Grindvíkingar misstu Griffin af velli með sína fimmtu villu á nokkuð umdeildan hátt. Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindvíkinga var afar ósáttur við dóminn sem kostaði Griffin fimmtu villuna, en hann var búinn að vera sjóðandi heitur hjá gestunum á lokakaflanum. Leikurinn í kvöld var hágæðaskemmtun, hraður og fjörugur eins og tölurnar bera með sér - og í raun synd að annað þessara liða skuli vera úr leik í strax í 16-liða úrslitum. Þór Þorlákshöfn tryggði sér fyrr í dag sæti í 8-liða úrslitum með því að rótbursta Hött 106-67 á heimavelli . Keflavík komst áfram með því að leggja Tindastól 105-94 fyrir norðan. Bobby Walker skoraði 28 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir Keflavík og Jón Nordal Hafsteinsson skoraði 24 stig og nýtti öll 11 skot sín í leiknum. Ísak Einarsson skoraði 19 fyrir Stólana. ÍR gerði góða ferð í Hveragerði og lagði Hamar 81-74 þar sem Sveinbjörn Claesen skoraði 22 stig fyrir ÍR en George Byrd var með 23 stig og 21 frákast fyrir Hamar. Loks tryggði Njarðvík sér áframhaldandi þáttöku í keppninni með nokkuð öruggum sigri á Stjörnunni í Garðabæ 104-86. Damon Bailey skoraði 31 stig og hirti 8 fráköst fyrir Njarðvík og Dimitar Karadzovski skoraði 22 stig fyrir Stjörnuna og Fannar Helgason var með 18 stig og 19 fráköst. Þór Þorlákshöfn, Keflavík, Fjölnir, KR, Snæfell, ÍR, Njarðvík og Skallagrímur eru komin áfram og verða í skálinni þegar dregið verður í 8-liða úrslit. Nánari umfjöllun um leiki KR-Grindavík og Stjarnan-Njarðvík verður hér á Vísi snemma í fyrramálið.
Dominos-deild karla Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira