Bestu skotin í orðastríði Hatton og Mayweather 5. desember 2007 15:36 Ricky Hatton mundar byssurnar í hringnum í Las Vegas NordicPhotos/GettyImages Nú styttist óðum í hnefaleikabardaga ársins milli Ricky Hatton og Floyd Mayweather í Las Vegas. Í tilefni af því er ekki úr vegi að skoða bestu skotin sem gengið hafa þeirra á milli í aðdraganda bardagans aðfaranótt sunnudagsins. Þessar yfirlýsingar komu frá köppunum á kynningarferðalagi þeirra fyrir bardagann og Eurosport tók saman skemmtilegustu pillurnar sem féllu af munni þeirra. Mayweather: "Hef ég áhyggjur af því að mæta Ricky Hatton? Þessum litla dverg? Hann er í sjálfsblekkingu ef hann er að reyna að verða stjarna. Ég er ofur-ofurstjarna. Í Guðanna bænum." Hatton: (Spurður um vörnina hjá Mayweather) "Við vitum öll að honum finnst gaman að hlaupa, þannig að ég réði til mín tvo sérstaka æfingafélaga. Carl Lewis og Forrest Gump." Hatton: (Þegar þeir tveir stilltu sér upp fyrir myndatöku) "Þú ert þó ekki að fara að reyna að kyssa mig, Floyd?" Mayweather: (Á blaðamannafundi) "Ég vildi óska að ég væri lokaður inni í fangelsi með þér. Þá myndi ég gera þig að tíkinni minni." Hatton: (Á blaðamannafundi í Manchester) "Ég vil þakka ykkur sérstaklega fyrir að koma og það er gott að vera kominn aftur heim til fjölskyldunnar... (sneri sér að Mayweather) - Floyd, viltu hætta að klípa í rassinn á mér, hel***is öfugugginn þinn." Hatton: (Á sama blaðamannafundi) "Ég hef saknað sex ára gamals sonar míns mikið á þessu ferðalagi en ég hef þó ekki saknað hans eins mikið og ætla mætti því ég er búinn að vera að þvælast um með öðrum sex ára hálfvita." Box Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
Nú styttist óðum í hnefaleikabardaga ársins milli Ricky Hatton og Floyd Mayweather í Las Vegas. Í tilefni af því er ekki úr vegi að skoða bestu skotin sem gengið hafa þeirra á milli í aðdraganda bardagans aðfaranótt sunnudagsins. Þessar yfirlýsingar komu frá köppunum á kynningarferðalagi þeirra fyrir bardagann og Eurosport tók saman skemmtilegustu pillurnar sem féllu af munni þeirra. Mayweather: "Hef ég áhyggjur af því að mæta Ricky Hatton? Þessum litla dverg? Hann er í sjálfsblekkingu ef hann er að reyna að verða stjarna. Ég er ofur-ofurstjarna. Í Guðanna bænum." Hatton: (Spurður um vörnina hjá Mayweather) "Við vitum öll að honum finnst gaman að hlaupa, þannig að ég réði til mín tvo sérstaka æfingafélaga. Carl Lewis og Forrest Gump." Hatton: (Þegar þeir tveir stilltu sér upp fyrir myndatöku) "Þú ert þó ekki að fara að reyna að kyssa mig, Floyd?" Mayweather: (Á blaðamannafundi) "Ég vildi óska að ég væri lokaður inni í fangelsi með þér. Þá myndi ég gera þig að tíkinni minni." Hatton: (Á blaðamannafundi í Manchester) "Ég vil þakka ykkur sérstaklega fyrir að koma og það er gott að vera kominn aftur heim til fjölskyldunnar... (sneri sér að Mayweather) - Floyd, viltu hætta að klípa í rassinn á mér, hel***is öfugugginn þinn." Hatton: (Á sama blaðamannafundi) "Ég hef saknað sex ára gamals sonar míns mikið á þessu ferðalagi en ég hef þó ekki saknað hans eins mikið og ætla mætti því ég er búinn að vera að þvælast um með öðrum sex ára hálfvita."
Box Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira