Handbolti

Fram til Rúmeníu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Drengsson í leik Fram og tyrkneska liðsins um helgina.
Guðjón Drengsson í leik Fram og tyrkneska liðsins um helgina. Mynd/Völundur

Handknattleikslið Fram mætir Politehnica Timisoara frá Rúmeníu í 16-liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu en dregið var nú í morgun.

Liðið vann Wacker Thun frá Sviss í þriðju umferð keppninnar með þriggja marka mun, samtals, 54-51. Rúmenska liðið tapaði með eins marks mun í Sviss í fyrri leiknum en vann svo með fjögurra marka mun í þeim síðari á heimavelli.

Fram vann öruggan sigur á Ankara Il Özel frá Tyrklandi í sömu umferð, samtals 65-44.

Þá var einnig dregið í Evrópukeppni bikarhafa og EHF-bikarkeppninni í morgun.

Ekkert Íslendingalið er í fyrrnefndri keppninni en þar er án efa athyglisverðasta viðureignin leikir Rhein-Neckar Löwen og Hammarby. Veszprem, sem lék í riðli Vals í Meistaradeild Evrópu, mætir Steaua Búkarest.

Árni Þór Sigtryggsson og félagar í Granollers frá Spáni mæta Metalurg Skopje frá Makedóníu í 16-liða úrslitum EHF-bikarkeppninnar og FC Kaupmannahöfn mætir RK Osijek frá Króatíu. Með FCK leikur Arnór Atlason en liðið sló út HK í síðustu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×