Calzaghe hirti öll beltin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2007 13:47 Joe Calzaghe fagnaði sigrinum ógurlega. Nordic Photos / Getty Images Joe Calzaghe vann Danann Mikkel Kessler á Þúsaldarvellinum í Cardiff í gær og er þar með orðinn handhafi allra titlanna í ofurmillivigt. Með sigrinum varði hann WBO-titilinn sinn í 21. skiptið en Kessler lagði undir WBA- og WBC-titlana sína. Calzaghe vann á stigum (117-111, 116-112, 116-112) og er óumdeilanlega besti hnefaleikakappinn í þessum þyngdarflokki í dag. Calzaghe byrjaði fremur rólega en náði yfirhöndinni um miðbik bardagans. Á endanum voru allir dómararnir á hans bandi og vann hann þar með sinn 44. bardaga á ferlinum. Báðir voru þeir ósigraðir þegar þeir mættust í gær. Nú er líklegt að Calzaghe hætti að berjast í þessum flokki en hann hefur sent skýr skilaboð til þeirra Bernard Hopkins og Roy Jones yngri. Hann vill mæta þeim, þá sérstaklega Hopkins, í léttþungavigt. „Þetta var ekki slæmt miðað við 35 ára gamlan mann,“ sagði Calzaghe. „Ég vissi að þetta yrði einhver erfiðasti bardagi á mínum ferli. Kessler er frábær íþróttamaður sem er á toppi síns ferils. En ég er stoltur af mínu framlagi en pabbi minn og umboðsmaður, Frnak Warren, komu þessu öllu saman fyrir mig.“ Calzaghe hefur nú varið meistaratitil sinn í áratug og hefur á þeim tíma verið handhafi fjögurra stórtitla. „Hvað er eiginlega eftir? Ég vil láta grafa upp alla þessa gaura - Roy Jones, Bernard Hopkins. Ég er klár.“ „Ég held að ég hafi sýnt þeim vestan hafs hvað í mér býr. Ég ætla mér að berjast í eitt ár í viðbót og vonandi kemur Hopkins úr felum.“ Box Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Sjá meira
Joe Calzaghe vann Danann Mikkel Kessler á Þúsaldarvellinum í Cardiff í gær og er þar með orðinn handhafi allra titlanna í ofurmillivigt. Með sigrinum varði hann WBO-titilinn sinn í 21. skiptið en Kessler lagði undir WBA- og WBC-titlana sína. Calzaghe vann á stigum (117-111, 116-112, 116-112) og er óumdeilanlega besti hnefaleikakappinn í þessum þyngdarflokki í dag. Calzaghe byrjaði fremur rólega en náði yfirhöndinni um miðbik bardagans. Á endanum voru allir dómararnir á hans bandi og vann hann þar með sinn 44. bardaga á ferlinum. Báðir voru þeir ósigraðir þegar þeir mættust í gær. Nú er líklegt að Calzaghe hætti að berjast í þessum flokki en hann hefur sent skýr skilaboð til þeirra Bernard Hopkins og Roy Jones yngri. Hann vill mæta þeim, þá sérstaklega Hopkins, í léttþungavigt. „Þetta var ekki slæmt miðað við 35 ára gamlan mann,“ sagði Calzaghe. „Ég vissi að þetta yrði einhver erfiðasti bardagi á mínum ferli. Kessler er frábær íþróttamaður sem er á toppi síns ferils. En ég er stoltur af mínu framlagi en pabbi minn og umboðsmaður, Frnak Warren, komu þessu öllu saman fyrir mig.“ Calzaghe hefur nú varið meistaratitil sinn í áratug og hefur á þeim tíma verið handhafi fjögurra stórtitla. „Hvað er eiginlega eftir? Ég vil láta grafa upp alla þessa gaura - Roy Jones, Bernard Hopkins. Ég er klár.“ „Ég held að ég hafi sýnt þeim vestan hafs hvað í mér býr. Ég ætla mér að berjast í eitt ár í viðbót og vonandi kemur Hopkins úr felum.“
Box Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Sjá meira