Öruggur sigur hjá Valsstúlkum

Kvennalið Vals vann í kvöld góðan sigur á Wezemaal frá Belgíu 4-0 í Evrópukeppninni í knattspyrnu. Mörk Valsliðsins komu öll með stuttu millibili undir lok leiksins og því hefur liðið unnið einn leik og tapað einum í keppninni.