Handbolti

Stjarnan vann en komst ekki áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roland Valur Eradze átti stórleik í dag og varði 30 bolta.
Roland Valur Eradze átti stórleik í dag og varði 30 bolta.

Stjarnan vann í dag úkraínska liðið HC Browary í Evrópukeppni bikarhafa, 22-21. Þrátt fyrir það komast Stjörnumenn ekki áfram í þriðju umferð keppninnar.

Browary vann fyrri leik liðanna með einu marki, 26-25, og kemst því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

Patrekur Jóhannesson, leikmaður Stjörnunnar, sagði að einvígið hefði tapast á heimavelil.

„Þetta var ekki þessum leik að kenna,“ sagði Patrekur en játaði að það hefði engu að síður verið mjög svekkjandi að falla úr leik.

Stjarnan fékk boltann þegar fimmtán sekúndur voru til leiksloka en tókst ekki að ógna marki Úkraínumannanna að ráði.

Roland Valur Eradze var stórbrotinn í marki Stjörnunnar að sögn Patreks og varði 30 skot.

Ólafur Víðir Ólafsson átti góðan leik og skoraði tíu mörk. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×