Mayweather mætti í United-treyju 21. september 2007 20:15 Floyd Mayweather mætti í búningi Manchester United á blaðamannafund NordicPhotos/GettyImages Bandaríski hnefaleikarinn Floyd Mayweather gerir nú allt sem hann getur til að koma andstæðingi sínum Ricky Hatton úr jafnvægi fyrir risabardaga þeirra í Las Vegas þann 8. desember. Blaðamannafundur var haldinn til að kynna bardagann í Manchester í dag, en það er heimaborg Ricky Hatton. Sá enski hefur aldrei farið leynt með að hann er gallharður stuðningsmaður Manchester City í enska boltanum og því vakti það áhuga viðstaddra þegar Mayweather mætti á fundinn í dag uppdressaður í búning Manchester United. "Hatton mun hafa 10 eða 20 manns á bak við sig þegar hann mætir mér en ég mun hafa 20,000 stuðningsmenn á bak við mig. Ég ber virðingu fyrir Hatton sem manneskju, en ekki hæfileikum hans sem hnefaleikara. Bardagi þeirra félaga í desember verður sá stærsti á árinu en hvorugur þeirra hefur tapað einum einasta bardaga á ferlinum. "Ef Hatton stendur sig sæmilega í bardaganum við mig mun ég segja honum strax á eftir að ég beri virðingu fyrir honum -ekki fyrr. Hann er stressaður og kvíðinn fyrir bardagann því hann hefur séð myndbönd af mér berjast. Hann flýgur líka reglulega til Bandaríkjanna og horfir á mig berjast - aldrei hef ég farið eitt eða neitt til að horfa á hann," sagði hinn kjaftfori Mayweather. Hatton hefur tekist að halda ró sinni vel í gegn um kynningarherferðina fyrir bardagann. "Það þarf mikið til að koma mér úr jafnvægi og ég er ekkert hræddur við hann. Mayweather gerir alltaf mikið úr peningum sínum og hæfileikum, eins og til að sannfæra sjálfan sig um eigin ágæti. Hann er búinn að reyna mikið að rífa úr mér kjarkinn í þessari viku en hann mun fara aftur til Bandaríkjanna núna og segja fólki að ég sé ekkert hræddur við hann," sagði Hatton. Box Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Sjá meira
Bandaríski hnefaleikarinn Floyd Mayweather gerir nú allt sem hann getur til að koma andstæðingi sínum Ricky Hatton úr jafnvægi fyrir risabardaga þeirra í Las Vegas þann 8. desember. Blaðamannafundur var haldinn til að kynna bardagann í Manchester í dag, en það er heimaborg Ricky Hatton. Sá enski hefur aldrei farið leynt með að hann er gallharður stuðningsmaður Manchester City í enska boltanum og því vakti það áhuga viðstaddra þegar Mayweather mætti á fundinn í dag uppdressaður í búning Manchester United. "Hatton mun hafa 10 eða 20 manns á bak við sig þegar hann mætir mér en ég mun hafa 20,000 stuðningsmenn á bak við mig. Ég ber virðingu fyrir Hatton sem manneskju, en ekki hæfileikum hans sem hnefaleikara. Bardagi þeirra félaga í desember verður sá stærsti á árinu en hvorugur þeirra hefur tapað einum einasta bardaga á ferlinum. "Ef Hatton stendur sig sæmilega í bardaganum við mig mun ég segja honum strax á eftir að ég beri virðingu fyrir honum -ekki fyrr. Hann er stressaður og kvíðinn fyrir bardagann því hann hefur séð myndbönd af mér berjast. Hann flýgur líka reglulega til Bandaríkjanna og horfir á mig berjast - aldrei hef ég farið eitt eða neitt til að horfa á hann," sagði hinn kjaftfori Mayweather. Hatton hefur tekist að halda ró sinni vel í gegn um kynningarherferðina fyrir bardagann. "Það þarf mikið til að koma mér úr jafnvægi og ég er ekkert hræddur við hann. Mayweather gerir alltaf mikið úr peningum sínum og hæfileikum, eins og til að sannfæra sjálfan sig um eigin ágæti. Hann er búinn að reyna mikið að rífa úr mér kjarkinn í þessari viku en hann mun fara aftur til Bandaríkjanna núna og segja fólki að ég sé ekkert hræddur við hann," sagði Hatton.
Box Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Sjá meira