Stefán stöðvaði slagsmál liðsfélaga sinna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. september 2007 11:25 Stefán Gíslason í leik með Lyn í norsku deildinni fyrr í sumar, rétt áður en hann gekk til liðs við Bröndby. Mynd/Scanpix Ekkert gengur hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Bröndby. Liðið tapaði 3-0 fyrir AaB á útivelli um helgina. Eftir þriðja markið sinnaðist Peter Madsen og Morten Rasmussen, leikmönnum Bröndby, og skiptust á höggum áður en Stefán og félagar gengu á milli. "Ég vil nú varla segja að þetta hafi verið slagsmál, meira í líkingu við stimpingar," sagði Stefán í samtali við Vísi. "Það hefur verið talað um að menn hafi fengið högg í andlitið. Mér finnst full harkalegt að halda því fram. Menn ýttu hvorum öðrum og rifust." Eftir tapið situr Bröndby í ellefta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar sem er fallsæti. Liðið hefur aðeins unnið einn leik í fyrstu níu umferðunum og ekki unnið útileik á Jótlandi í næstum tvö ár. "Það hefur verið heilmikil pressa á liðinu og hefur gengið verið slakt. Pirringur er fylgifiskur þess." Hann neitar því ekki að liðið hefur valdið stuðningsmönnum sínum gríðarlega miklum vonbrigðum. Stefán gekk til liðs við félagið nú fyrr í sumar og játar því að þetta sé engin draumastaða fyrir hann. "Það tekur allt smá tíma að koma sér inn í liðið og öllu sem því fylgir. Það hefur verið sérstaklega erfitt fyrir mig vegna gengi liðsins. Það er lítið sjálfstraust í liðinu og maður fær litla hjálp. Þetta er allt öðruvísi en að koma inn í lið sem gengur vel." Þrátt fyrir slæma stöðu liðsins er nóg eftir af deildinni og er Stefán ekki farinn að hugleiða fallslaginn neitt sérstaklega. Hann segir þó að líkja megi stöðu liðsins við stöðu KR í Landsbankadeild karla. "Bröndby, rétt eins og KR, er félag sem hefur alltaf verið í toppbaráttunni. Við eigum heima þar miðað við þann mannskap sem liðið er með og þær aðstæður sem það hefur. Ég held að vandamálið sé jafnvel orðið sálrænt en við þurfum einfaldlega að hysja upp brækurnar." Fyrir stuttu gerði Peter Schmeichel tilboð í félagið ásamt nokkrum öðrum en því var hafnað. "Forráðamönnum félagsins leist ekki á þá sem voru með Schmeichel í tilboðinu. Þeir vilja líka ekki setja félagið í hendur fárra aðila. Það er skráð á hlutabréfamarkaðinn og þeim hugnast ekki að örfáir aðilar geti umturnað öllu því sem félagið stendur fyrir." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni Sjá meira
Ekkert gengur hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Bröndby. Liðið tapaði 3-0 fyrir AaB á útivelli um helgina. Eftir þriðja markið sinnaðist Peter Madsen og Morten Rasmussen, leikmönnum Bröndby, og skiptust á höggum áður en Stefán og félagar gengu á milli. "Ég vil nú varla segja að þetta hafi verið slagsmál, meira í líkingu við stimpingar," sagði Stefán í samtali við Vísi. "Það hefur verið talað um að menn hafi fengið högg í andlitið. Mér finnst full harkalegt að halda því fram. Menn ýttu hvorum öðrum og rifust." Eftir tapið situr Bröndby í ellefta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar sem er fallsæti. Liðið hefur aðeins unnið einn leik í fyrstu níu umferðunum og ekki unnið útileik á Jótlandi í næstum tvö ár. "Það hefur verið heilmikil pressa á liðinu og hefur gengið verið slakt. Pirringur er fylgifiskur þess." Hann neitar því ekki að liðið hefur valdið stuðningsmönnum sínum gríðarlega miklum vonbrigðum. Stefán gekk til liðs við félagið nú fyrr í sumar og játar því að þetta sé engin draumastaða fyrir hann. "Það tekur allt smá tíma að koma sér inn í liðið og öllu sem því fylgir. Það hefur verið sérstaklega erfitt fyrir mig vegna gengi liðsins. Það er lítið sjálfstraust í liðinu og maður fær litla hjálp. Þetta er allt öðruvísi en að koma inn í lið sem gengur vel." Þrátt fyrir slæma stöðu liðsins er nóg eftir af deildinni og er Stefán ekki farinn að hugleiða fallslaginn neitt sérstaklega. Hann segir þó að líkja megi stöðu liðsins við stöðu KR í Landsbankadeild karla. "Bröndby, rétt eins og KR, er félag sem hefur alltaf verið í toppbaráttunni. Við eigum heima þar miðað við þann mannskap sem liðið er með og þær aðstæður sem það hefur. Ég held að vandamálið sé jafnvel orðið sálrænt en við þurfum einfaldlega að hysja upp brækurnar." Fyrir stuttu gerði Peter Schmeichel tilboð í félagið ásamt nokkrum öðrum en því var hafnað. "Forráðamönnum félagsins leist ekki á þá sem voru með Schmeichel í tilboðinu. Þeir vilja líka ekki setja félagið í hendur fárra aðila. Það er skráð á hlutabréfamarkaðinn og þeim hugnast ekki að örfáir aðilar geti umturnað öllu því sem félagið stendur fyrir."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti