Stefán stöðvaði slagsmál liðsfélaga sinna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. september 2007 11:25 Stefán Gíslason í leik með Lyn í norsku deildinni fyrr í sumar, rétt áður en hann gekk til liðs við Bröndby. Mynd/Scanpix Ekkert gengur hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Bröndby. Liðið tapaði 3-0 fyrir AaB á útivelli um helgina. Eftir þriðja markið sinnaðist Peter Madsen og Morten Rasmussen, leikmönnum Bröndby, og skiptust á höggum áður en Stefán og félagar gengu á milli. "Ég vil nú varla segja að þetta hafi verið slagsmál, meira í líkingu við stimpingar," sagði Stefán í samtali við Vísi. "Það hefur verið talað um að menn hafi fengið högg í andlitið. Mér finnst full harkalegt að halda því fram. Menn ýttu hvorum öðrum og rifust." Eftir tapið situr Bröndby í ellefta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar sem er fallsæti. Liðið hefur aðeins unnið einn leik í fyrstu níu umferðunum og ekki unnið útileik á Jótlandi í næstum tvö ár. "Það hefur verið heilmikil pressa á liðinu og hefur gengið verið slakt. Pirringur er fylgifiskur þess." Hann neitar því ekki að liðið hefur valdið stuðningsmönnum sínum gríðarlega miklum vonbrigðum. Stefán gekk til liðs við félagið nú fyrr í sumar og játar því að þetta sé engin draumastaða fyrir hann. "Það tekur allt smá tíma að koma sér inn í liðið og öllu sem því fylgir. Það hefur verið sérstaklega erfitt fyrir mig vegna gengi liðsins. Það er lítið sjálfstraust í liðinu og maður fær litla hjálp. Þetta er allt öðruvísi en að koma inn í lið sem gengur vel." Þrátt fyrir slæma stöðu liðsins er nóg eftir af deildinni og er Stefán ekki farinn að hugleiða fallslaginn neitt sérstaklega. Hann segir þó að líkja megi stöðu liðsins við stöðu KR í Landsbankadeild karla. "Bröndby, rétt eins og KR, er félag sem hefur alltaf verið í toppbaráttunni. Við eigum heima þar miðað við þann mannskap sem liðið er með og þær aðstæður sem það hefur. Ég held að vandamálið sé jafnvel orðið sálrænt en við þurfum einfaldlega að hysja upp brækurnar." Fyrir stuttu gerði Peter Schmeichel tilboð í félagið ásamt nokkrum öðrum en því var hafnað. "Forráðamönnum félagsins leist ekki á þá sem voru með Schmeichel í tilboðinu. Þeir vilja líka ekki setja félagið í hendur fárra aðila. Það er skráð á hlutabréfamarkaðinn og þeim hugnast ekki að örfáir aðilar geti umturnað öllu því sem félagið stendur fyrir." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Sjá meira
Ekkert gengur hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Bröndby. Liðið tapaði 3-0 fyrir AaB á útivelli um helgina. Eftir þriðja markið sinnaðist Peter Madsen og Morten Rasmussen, leikmönnum Bröndby, og skiptust á höggum áður en Stefán og félagar gengu á milli. "Ég vil nú varla segja að þetta hafi verið slagsmál, meira í líkingu við stimpingar," sagði Stefán í samtali við Vísi. "Það hefur verið talað um að menn hafi fengið högg í andlitið. Mér finnst full harkalegt að halda því fram. Menn ýttu hvorum öðrum og rifust." Eftir tapið situr Bröndby í ellefta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar sem er fallsæti. Liðið hefur aðeins unnið einn leik í fyrstu níu umferðunum og ekki unnið útileik á Jótlandi í næstum tvö ár. "Það hefur verið heilmikil pressa á liðinu og hefur gengið verið slakt. Pirringur er fylgifiskur þess." Hann neitar því ekki að liðið hefur valdið stuðningsmönnum sínum gríðarlega miklum vonbrigðum. Stefán gekk til liðs við félagið nú fyrr í sumar og játar því að þetta sé engin draumastaða fyrir hann. "Það tekur allt smá tíma að koma sér inn í liðið og öllu sem því fylgir. Það hefur verið sérstaklega erfitt fyrir mig vegna gengi liðsins. Það er lítið sjálfstraust í liðinu og maður fær litla hjálp. Þetta er allt öðruvísi en að koma inn í lið sem gengur vel." Þrátt fyrir slæma stöðu liðsins er nóg eftir af deildinni og er Stefán ekki farinn að hugleiða fallslaginn neitt sérstaklega. Hann segir þó að líkja megi stöðu liðsins við stöðu KR í Landsbankadeild karla. "Bröndby, rétt eins og KR, er félag sem hefur alltaf verið í toppbaráttunni. Við eigum heima þar miðað við þann mannskap sem liðið er með og þær aðstæður sem það hefur. Ég held að vandamálið sé jafnvel orðið sálrænt en við þurfum einfaldlega að hysja upp brækurnar." Fyrir stuttu gerði Peter Schmeichel tilboð í félagið ásamt nokkrum öðrum en því var hafnað. "Forráðamönnum félagsins leist ekki á þá sem voru með Schmeichel í tilboðinu. Þeir vilja líka ekki setja félagið í hendur fárra aðila. Það er skráð á hlutabréfamarkaðinn og þeim hugnast ekki að örfáir aðilar geti umturnað öllu því sem félagið stendur fyrir."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Sjá meira