Asafa Powell hlaut uppreisn æru 10. september 2007 10:27 Asafa Powell er konungur spretthlaupanna AFP Spretthlauparinn Asafa Powell hlaut uppreisn æru á Ítalíu um helgina þegar hann setti glæsilegt heimsmet í 100 metra hlaupi. Aðeins nokkrum dögum eftir að hafa aðeins náð bronsi á HM í Osaka hefur þessi fljóti Jamaíkumaður nú skráð nafn sitt varanlega í sögubækurnar. Asafa Powell ætlaði sér aldrei að verða íþróttamaður og setti stefnuna á að verða verkfræðingur. Eldri bróðir hans Donovan náði í undanúrslit í 100 metra hlaupi á HM árið 1999, en litli bróðir hefur nú bókstaflega tekið fram úr honum. Öfugt við marga af löndum sínum hefur Powell einsett sér að æfa eingöngu í heimabæ sínum Kingston á Jamaíku. Powell vakti fyrst athygli á HM árið 2003 þegar hann var dæmdur úr keppni fyrir að þjófstarta ásamt Jon Drummond. Tímabilið eftir var Powell talinn sigurstranglegur á Ólympíuleikunum í Aþenu eftir að hafa hlaupið níu hlaup í röð á innan við 10 sekúndum. Vonbrigðin héldu þó áfram og hann náði aðeins fimmta sætinu og dró sig í kjölfarið úr keppni í úrslitum 200 metra hlaupsins. Árið eftir var betra fyrir Powell þar sem hann setti sitt fyrsta heimsmet þegar hann hljóp á tímanum 9,77 og átti eftir að ná þeim tíma aftur. Justin Gatlin átti raunar eftir að bæta þann tíma, en tími hans 9,76 var ekki viðurkenndur vegna mikils meðvinds. Gatlin féll síðar á lyfjaprófi og hefur árangur hans verið þurrkaður út. Powell var einn þriggja íþróttamanna sem hirtu gullpottinn á gullmótunum í fyrra þegar hann sigraði í öllum 6 100 metra hlaupunum á mótaröðinni. Hann varð hinsvegar fyrir miklum vonbrigðum þegar hann náði aðeins þriðja besta tímanum í úrslitum HM í Osaka í Japan um daginn á eftir þeim Tyson Gay og Derrick Atkins, en silfrið í boðhlaupinu var honum þó nokkur sárabót. Það var svo núna um helgina sem Powell átti draumahlaupið á Rieti á Ítalíu þar sem veðurskilyrði voru einstaklega hagstæð og tryggðu honum hið frábæra methlaup þar sem hann kom í mark á 9,74 sekúndum. Það er langbesta 100 metra hlaup sögunnar. Powell hafði lýst því yfir eftir vonbrigðin í Osaka að hann myndi slá heimsmetið áður en árið kláraðist til að bæta fyrir hrakfarirnar í Japan - og það gerði hann með stæl. Metið setti Powell í undanúrslitahlaupinu á mótinu um helgina og slakaði á á síðustu metrunum til að spara orkuna fyrir úrslitahlaupið. Í úrslitahlaupinu var enginn meðvindur og þar hljóp hann á 9,80 sekúndum - en það er hraðasta hlaup allra tíma ef tekið er mið af vindi. Þróun heimsmetsins í 100 metra hlaupi (tími,nafn,staður,ár) 9.74 A Powell, Rieti 2007 9.77 A Powell, Aþenu 2005 9.79 M Greene, Aþenu 1999 9.84 D Bailey, Atlanta 1996 9.85 L Burrell, Lausanne 1994 9.86 C Lewis, Tokíó 1991 9.90 L Burrell, New York 1991 9.92 C Lewis, Seúll 1988 9.93 C Smith, Colorado 1983 9.95 J Hines, Mexikó 1968 Smelltu á myndirnar hér fyrir neðan til að sjá myndaalbúm af Asafa Powell. Asafa Powell er fljótasti maður jarðarAFPPowell tapar fyrir Tyson Gay á HM á dögunumNordicPhotos/GettyImagesPowell situr fyrir á ströndinni í Kingston í heimalandinu þar sem hann æfir allt áriðNordicPhotos/GettyImagesFerill Powell hefur ekki verið samfelldur dans á rósum þó hann sé óumdeildur konungur spretthlaupannaNordicPhotos/GettyImages Erlendar Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - HC Kriens-Luzern | Slá Framarar frá sér í kvöld? Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Sjá meira
Spretthlauparinn Asafa Powell hlaut uppreisn æru á Ítalíu um helgina þegar hann setti glæsilegt heimsmet í 100 metra hlaupi. Aðeins nokkrum dögum eftir að hafa aðeins náð bronsi á HM í Osaka hefur þessi fljóti Jamaíkumaður nú skráð nafn sitt varanlega í sögubækurnar. Asafa Powell ætlaði sér aldrei að verða íþróttamaður og setti stefnuna á að verða verkfræðingur. Eldri bróðir hans Donovan náði í undanúrslit í 100 metra hlaupi á HM árið 1999, en litli bróðir hefur nú bókstaflega tekið fram úr honum. Öfugt við marga af löndum sínum hefur Powell einsett sér að æfa eingöngu í heimabæ sínum Kingston á Jamaíku. Powell vakti fyrst athygli á HM árið 2003 þegar hann var dæmdur úr keppni fyrir að þjófstarta ásamt Jon Drummond. Tímabilið eftir var Powell talinn sigurstranglegur á Ólympíuleikunum í Aþenu eftir að hafa hlaupið níu hlaup í röð á innan við 10 sekúndum. Vonbrigðin héldu þó áfram og hann náði aðeins fimmta sætinu og dró sig í kjölfarið úr keppni í úrslitum 200 metra hlaupsins. Árið eftir var betra fyrir Powell þar sem hann setti sitt fyrsta heimsmet þegar hann hljóp á tímanum 9,77 og átti eftir að ná þeim tíma aftur. Justin Gatlin átti raunar eftir að bæta þann tíma, en tími hans 9,76 var ekki viðurkenndur vegna mikils meðvinds. Gatlin féll síðar á lyfjaprófi og hefur árangur hans verið þurrkaður út. Powell var einn þriggja íþróttamanna sem hirtu gullpottinn á gullmótunum í fyrra þegar hann sigraði í öllum 6 100 metra hlaupunum á mótaröðinni. Hann varð hinsvegar fyrir miklum vonbrigðum þegar hann náði aðeins þriðja besta tímanum í úrslitum HM í Osaka í Japan um daginn á eftir þeim Tyson Gay og Derrick Atkins, en silfrið í boðhlaupinu var honum þó nokkur sárabót. Það var svo núna um helgina sem Powell átti draumahlaupið á Rieti á Ítalíu þar sem veðurskilyrði voru einstaklega hagstæð og tryggðu honum hið frábæra methlaup þar sem hann kom í mark á 9,74 sekúndum. Það er langbesta 100 metra hlaup sögunnar. Powell hafði lýst því yfir eftir vonbrigðin í Osaka að hann myndi slá heimsmetið áður en árið kláraðist til að bæta fyrir hrakfarirnar í Japan - og það gerði hann með stæl. Metið setti Powell í undanúrslitahlaupinu á mótinu um helgina og slakaði á á síðustu metrunum til að spara orkuna fyrir úrslitahlaupið. Í úrslitahlaupinu var enginn meðvindur og þar hljóp hann á 9,80 sekúndum - en það er hraðasta hlaup allra tíma ef tekið er mið af vindi. Þróun heimsmetsins í 100 metra hlaupi (tími,nafn,staður,ár) 9.74 A Powell, Rieti 2007 9.77 A Powell, Aþenu 2005 9.79 M Greene, Aþenu 1999 9.84 D Bailey, Atlanta 1996 9.85 L Burrell, Lausanne 1994 9.86 C Lewis, Tokíó 1991 9.90 L Burrell, New York 1991 9.92 C Lewis, Seúll 1988 9.93 C Smith, Colorado 1983 9.95 J Hines, Mexikó 1968 Smelltu á myndirnar hér fyrir neðan til að sjá myndaalbúm af Asafa Powell. Asafa Powell er fljótasti maður jarðarAFPPowell tapar fyrir Tyson Gay á HM á dögunumNordicPhotos/GettyImagesPowell situr fyrir á ströndinni í Kingston í heimalandinu þar sem hann æfir allt áriðNordicPhotos/GettyImagesFerill Powell hefur ekki verið samfelldur dans á rósum þó hann sé óumdeildur konungur spretthlaupannaNordicPhotos/GettyImages
Erlendar Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - HC Kriens-Luzern | Slá Framarar frá sér í kvöld? Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Sjá meira