Asafa Powell hlaut uppreisn æru 10. september 2007 10:27 Asafa Powell er konungur spretthlaupanna AFP Spretthlauparinn Asafa Powell hlaut uppreisn æru á Ítalíu um helgina þegar hann setti glæsilegt heimsmet í 100 metra hlaupi. Aðeins nokkrum dögum eftir að hafa aðeins náð bronsi á HM í Osaka hefur þessi fljóti Jamaíkumaður nú skráð nafn sitt varanlega í sögubækurnar. Asafa Powell ætlaði sér aldrei að verða íþróttamaður og setti stefnuna á að verða verkfræðingur. Eldri bróðir hans Donovan náði í undanúrslit í 100 metra hlaupi á HM árið 1999, en litli bróðir hefur nú bókstaflega tekið fram úr honum. Öfugt við marga af löndum sínum hefur Powell einsett sér að æfa eingöngu í heimabæ sínum Kingston á Jamaíku. Powell vakti fyrst athygli á HM árið 2003 þegar hann var dæmdur úr keppni fyrir að þjófstarta ásamt Jon Drummond. Tímabilið eftir var Powell talinn sigurstranglegur á Ólympíuleikunum í Aþenu eftir að hafa hlaupið níu hlaup í röð á innan við 10 sekúndum. Vonbrigðin héldu þó áfram og hann náði aðeins fimmta sætinu og dró sig í kjölfarið úr keppni í úrslitum 200 metra hlaupsins. Árið eftir var betra fyrir Powell þar sem hann setti sitt fyrsta heimsmet þegar hann hljóp á tímanum 9,77 og átti eftir að ná þeim tíma aftur. Justin Gatlin átti raunar eftir að bæta þann tíma, en tími hans 9,76 var ekki viðurkenndur vegna mikils meðvinds. Gatlin féll síðar á lyfjaprófi og hefur árangur hans verið þurrkaður út. Powell var einn þriggja íþróttamanna sem hirtu gullpottinn á gullmótunum í fyrra þegar hann sigraði í öllum 6 100 metra hlaupunum á mótaröðinni. Hann varð hinsvegar fyrir miklum vonbrigðum þegar hann náði aðeins þriðja besta tímanum í úrslitum HM í Osaka í Japan um daginn á eftir þeim Tyson Gay og Derrick Atkins, en silfrið í boðhlaupinu var honum þó nokkur sárabót. Það var svo núna um helgina sem Powell átti draumahlaupið á Rieti á Ítalíu þar sem veðurskilyrði voru einstaklega hagstæð og tryggðu honum hið frábæra methlaup þar sem hann kom í mark á 9,74 sekúndum. Það er langbesta 100 metra hlaup sögunnar. Powell hafði lýst því yfir eftir vonbrigðin í Osaka að hann myndi slá heimsmetið áður en árið kláraðist til að bæta fyrir hrakfarirnar í Japan - og það gerði hann með stæl. Metið setti Powell í undanúrslitahlaupinu á mótinu um helgina og slakaði á á síðustu metrunum til að spara orkuna fyrir úrslitahlaupið. Í úrslitahlaupinu var enginn meðvindur og þar hljóp hann á 9,80 sekúndum - en það er hraðasta hlaup allra tíma ef tekið er mið af vindi. Þróun heimsmetsins í 100 metra hlaupi (tími,nafn,staður,ár) 9.74 A Powell, Rieti 2007 9.77 A Powell, Aþenu 2005 9.79 M Greene, Aþenu 1999 9.84 D Bailey, Atlanta 1996 9.85 L Burrell, Lausanne 1994 9.86 C Lewis, Tokíó 1991 9.90 L Burrell, New York 1991 9.92 C Lewis, Seúll 1988 9.93 C Smith, Colorado 1983 9.95 J Hines, Mexikó 1968 Smelltu á myndirnar hér fyrir neðan til að sjá myndaalbúm af Asafa Powell. Asafa Powell er fljótasti maður jarðarAFPPowell tapar fyrir Tyson Gay á HM á dögunumNordicPhotos/GettyImagesPowell situr fyrir á ströndinni í Kingston í heimalandinu þar sem hann æfir allt áriðNordicPhotos/GettyImagesFerill Powell hefur ekki verið samfelldur dans á rósum þó hann sé óumdeildur konungur spretthlaupannaNordicPhotos/GettyImages Erlendar Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Spretthlauparinn Asafa Powell hlaut uppreisn æru á Ítalíu um helgina þegar hann setti glæsilegt heimsmet í 100 metra hlaupi. Aðeins nokkrum dögum eftir að hafa aðeins náð bronsi á HM í Osaka hefur þessi fljóti Jamaíkumaður nú skráð nafn sitt varanlega í sögubækurnar. Asafa Powell ætlaði sér aldrei að verða íþróttamaður og setti stefnuna á að verða verkfræðingur. Eldri bróðir hans Donovan náði í undanúrslit í 100 metra hlaupi á HM árið 1999, en litli bróðir hefur nú bókstaflega tekið fram úr honum. Öfugt við marga af löndum sínum hefur Powell einsett sér að æfa eingöngu í heimabæ sínum Kingston á Jamaíku. Powell vakti fyrst athygli á HM árið 2003 þegar hann var dæmdur úr keppni fyrir að þjófstarta ásamt Jon Drummond. Tímabilið eftir var Powell talinn sigurstranglegur á Ólympíuleikunum í Aþenu eftir að hafa hlaupið níu hlaup í röð á innan við 10 sekúndum. Vonbrigðin héldu þó áfram og hann náði aðeins fimmta sætinu og dró sig í kjölfarið úr keppni í úrslitum 200 metra hlaupsins. Árið eftir var betra fyrir Powell þar sem hann setti sitt fyrsta heimsmet þegar hann hljóp á tímanum 9,77 og átti eftir að ná þeim tíma aftur. Justin Gatlin átti raunar eftir að bæta þann tíma, en tími hans 9,76 var ekki viðurkenndur vegna mikils meðvinds. Gatlin féll síðar á lyfjaprófi og hefur árangur hans verið þurrkaður út. Powell var einn þriggja íþróttamanna sem hirtu gullpottinn á gullmótunum í fyrra þegar hann sigraði í öllum 6 100 metra hlaupunum á mótaröðinni. Hann varð hinsvegar fyrir miklum vonbrigðum þegar hann náði aðeins þriðja besta tímanum í úrslitum HM í Osaka í Japan um daginn á eftir þeim Tyson Gay og Derrick Atkins, en silfrið í boðhlaupinu var honum þó nokkur sárabót. Það var svo núna um helgina sem Powell átti draumahlaupið á Rieti á Ítalíu þar sem veðurskilyrði voru einstaklega hagstæð og tryggðu honum hið frábæra methlaup þar sem hann kom í mark á 9,74 sekúndum. Það er langbesta 100 metra hlaup sögunnar. Powell hafði lýst því yfir eftir vonbrigðin í Osaka að hann myndi slá heimsmetið áður en árið kláraðist til að bæta fyrir hrakfarirnar í Japan - og það gerði hann með stæl. Metið setti Powell í undanúrslitahlaupinu á mótinu um helgina og slakaði á á síðustu metrunum til að spara orkuna fyrir úrslitahlaupið. Í úrslitahlaupinu var enginn meðvindur og þar hljóp hann á 9,80 sekúndum - en það er hraðasta hlaup allra tíma ef tekið er mið af vindi. Þróun heimsmetsins í 100 metra hlaupi (tími,nafn,staður,ár) 9.74 A Powell, Rieti 2007 9.77 A Powell, Aþenu 2005 9.79 M Greene, Aþenu 1999 9.84 D Bailey, Atlanta 1996 9.85 L Burrell, Lausanne 1994 9.86 C Lewis, Tokíó 1991 9.90 L Burrell, New York 1991 9.92 C Lewis, Seúll 1988 9.93 C Smith, Colorado 1983 9.95 J Hines, Mexikó 1968 Smelltu á myndirnar hér fyrir neðan til að sjá myndaalbúm af Asafa Powell. Asafa Powell er fljótasti maður jarðarAFPPowell tapar fyrir Tyson Gay á HM á dögunumNordicPhotos/GettyImagesPowell situr fyrir á ströndinni í Kingston í heimalandinu þar sem hann æfir allt áriðNordicPhotos/GettyImagesFerill Powell hefur ekki verið samfelldur dans á rósum þó hann sé óumdeildur konungur spretthlaupannaNordicPhotos/GettyImages
Erlendar Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira