Síðasta Silfrið, álitsgjafi, verndari Tjarnarinnar, rónalíf 21. maí 2007 12:02 Síðasta Silfur vertíðarinnar var í gær. Ég er kominn til London. Verð hér fram að mánaðarmótum, kem svo aftur til Íslands, fer svo aftur út. Það má búast við því að skrif hér á síðunna verði eitthvað stopulli en verið hefur undanfarið. Kominn tími til að hlaða batteríin aðeins. --- --- --- Ég nenni eiginlega ekki að standa í hnútukasti við Björn Bjarnason. Hann gefst aldrei upp ólíkt mér sem er í rauninni vel við allt fólk. Bara tvennt sem ég ætla að taka fram. Mér er ekki illa við að vera kallaður álitsgjafi. Það má alveg. Ég vann á Helgarpóstinum í gamla daga þar sem þetta heiti var búið til. Sjálfur kalla ég mig yfirleitt blaðamann. Það er gamalt og gott heiti yfir það sem ég starfa við. Og varðandi kvæðið eftir Matthías, þá kannast ég ekki við að hafa vegið ómaklega að honum. Sagði bara að þeim sem þætti þetta gott kvæði hefðu líklega ekki mikið vit á bókmenntum. --- --- --- Okkur Kára er illa við tvennt í miðbænum þar sem við búum. Mávana og rónana. Kári spurði í gær þegar við sáum að mávagerið á Tjörninni var stærra en nokkru sinni fyrr: "Kemur hann Gísli ekki og rekur burt mávana?" "Jú vonandi gerir hann það," sagði ég. "Gísli passar andarungana svo mávarnir éti þá ekki," sagði barnið. Það er Gísli Marteinn sem er í svona miklum metum í fjölskyldu okkar. Verndari Tjarnarinnar. --- --- --- Rónar eru ekki vinsælir vegna þess að þeir eru sífellt að ónáða pabba á Lækjartorgi og þar í kring. Flestir sníkja þeir pening. Ég er frekar veiklundaður og gef þeim oft klink. Einstaka róni er í áskrift hjá mér. Sumir eru ágætir menn, kurteisir, kannski beygðir. Aðrir eru uppivöðslusamir og frekir, ef til vill í dópinu. "Voru rónar einu sinni menn?" spurði Kári í vikunni. "Þeir eru menn," sagði ég. "En þeir hafa eyðilagt lífið fyrir sig og fjölskyldu sína." "En þegar þeir voru litlir, voru þeir þá fullir?" Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Síðasta Silfur vertíðarinnar var í gær. Ég er kominn til London. Verð hér fram að mánaðarmótum, kem svo aftur til Íslands, fer svo aftur út. Það má búast við því að skrif hér á síðunna verði eitthvað stopulli en verið hefur undanfarið. Kominn tími til að hlaða batteríin aðeins. --- --- --- Ég nenni eiginlega ekki að standa í hnútukasti við Björn Bjarnason. Hann gefst aldrei upp ólíkt mér sem er í rauninni vel við allt fólk. Bara tvennt sem ég ætla að taka fram. Mér er ekki illa við að vera kallaður álitsgjafi. Það má alveg. Ég vann á Helgarpóstinum í gamla daga þar sem þetta heiti var búið til. Sjálfur kalla ég mig yfirleitt blaðamann. Það er gamalt og gott heiti yfir það sem ég starfa við. Og varðandi kvæðið eftir Matthías, þá kannast ég ekki við að hafa vegið ómaklega að honum. Sagði bara að þeim sem þætti þetta gott kvæði hefðu líklega ekki mikið vit á bókmenntum. --- --- --- Okkur Kára er illa við tvennt í miðbænum þar sem við búum. Mávana og rónana. Kári spurði í gær þegar við sáum að mávagerið á Tjörninni var stærra en nokkru sinni fyrr: "Kemur hann Gísli ekki og rekur burt mávana?" "Jú vonandi gerir hann það," sagði ég. "Gísli passar andarungana svo mávarnir éti þá ekki," sagði barnið. Það er Gísli Marteinn sem er í svona miklum metum í fjölskyldu okkar. Verndari Tjarnarinnar. --- --- --- Rónar eru ekki vinsælir vegna þess að þeir eru sífellt að ónáða pabba á Lækjartorgi og þar í kring. Flestir sníkja þeir pening. Ég er frekar veiklundaður og gef þeim oft klink. Einstaka róni er í áskrift hjá mér. Sumir eru ágætir menn, kurteisir, kannski beygðir. Aðrir eru uppivöðslusamir og frekir, ef til vill í dópinu. "Voru rónar einu sinni menn?" spurði Kári í vikunni. "Þeir eru menn," sagði ég. "En þeir hafa eyðilagt lífið fyrir sig og fjölskyldu sína." "En þegar þeir voru litlir, voru þeir þá fullir?"
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun