Vinstri flokkarnir farnir að gæla við Sjálfstæðisflokk 13. maí 2007 17:45 MYND/Valgarður Guðni Ágústsson segir að í Silfri Egils í hádeginu í dag hafi komið fram að vinstriflokkarnir virðist báðir vera að gæla við samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, þvert á fyrri yfirlýsingar. Hann segir að Bjarni Harðarson hafi aðeins verið með merkilegar vangaveltur þegar hann sagðist telja vinstristjórn vera farsælli kost en óbreytt stjórnarmynstur. „Ég held að Bjarni hafi eins og aðrir í þættinum verið með vangaveltur og nokkuð merkilegar vangaveltur útaf fyrir sig," segir Guðni og bætir því við að erfitt geti reynst fyrir ríkisstjórnina að starfa með aðeins einn mann í plús. Guðni segist frekar hafa hoggið eftir viðbrögðum annara sem sátu með Bjarna í þættinum, þeirra Ögmundar Jónassonar og Össurs Skarphéðinssonar. „Þegar Bjarni hafði velt þessu upp kom annað merkilegra í ljós, að Ögmundur og Össur virðast báðir vera á glugganunm hjá Sjálfstæðisflokknum," segir Guðni. „Nú heyrðist mér að þeir útilokuðu ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn eins og þeir lýstu svo oft yfir í kosningabaráttunni." Guðni segir ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn, sem náð hafi að bæta tapið sem hann varð fyrir í kosningunum 2003, hafi nú gríðarlega sterka stöðu. Boltinn sé því hjá Geir Haarde forsætisráðherra. „Við framsóknarmenn þurfum nú að fara yfir stöðuna með heiðarlegum hætti, jafnt innan flokksins og með Sjálfstæðisflokki." Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir alls endis ótímabært að tjá sig um líkur á áframhaldandi stjórnarsamstarfi. „Það er allt opið í þeim efnum. Jón Sigurðsson formaður okkar heldur utan um umboð okkar í Framsóknarflokknum. Ég mun því bara bíða og sjá." Aðspurð hvenær hún teldi að niðurstaða fáist um stjórnarmyndun sagði hún ómögulegt að áætla það. Kosningar 2007 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Guðni Ágústsson segir að í Silfri Egils í hádeginu í dag hafi komið fram að vinstriflokkarnir virðist báðir vera að gæla við samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, þvert á fyrri yfirlýsingar. Hann segir að Bjarni Harðarson hafi aðeins verið með merkilegar vangaveltur þegar hann sagðist telja vinstristjórn vera farsælli kost en óbreytt stjórnarmynstur. „Ég held að Bjarni hafi eins og aðrir í þættinum verið með vangaveltur og nokkuð merkilegar vangaveltur útaf fyrir sig," segir Guðni og bætir því við að erfitt geti reynst fyrir ríkisstjórnina að starfa með aðeins einn mann í plús. Guðni segist frekar hafa hoggið eftir viðbrögðum annara sem sátu með Bjarna í þættinum, þeirra Ögmundar Jónassonar og Össurs Skarphéðinssonar. „Þegar Bjarni hafði velt þessu upp kom annað merkilegra í ljós, að Ögmundur og Össur virðast báðir vera á glugganunm hjá Sjálfstæðisflokknum," segir Guðni. „Nú heyrðist mér að þeir útilokuðu ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn eins og þeir lýstu svo oft yfir í kosningabaráttunni." Guðni segir ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn, sem náð hafi að bæta tapið sem hann varð fyrir í kosningunum 2003, hafi nú gríðarlega sterka stöðu. Boltinn sé því hjá Geir Haarde forsætisráðherra. „Við framsóknarmenn þurfum nú að fara yfir stöðuna með heiðarlegum hætti, jafnt innan flokksins og með Sjálfstæðisflokki." Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir alls endis ótímabært að tjá sig um líkur á áframhaldandi stjórnarsamstarfi. „Það er allt opið í þeim efnum. Jón Sigurðsson formaður okkar heldur utan um umboð okkar í Framsóknarflokknum. Ég mun því bara bíða og sjá." Aðspurð hvenær hún teldi að niðurstaða fáist um stjórnarmyndun sagði hún ómögulegt að áætla það.
Kosningar 2007 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira