Risessan farin til Frakklands 12. maí 2007 18:57 Risessan sem arkað hefur um götur Reykjavíkurborgar undanfarna tvo sólarhringa er nú á heimleið. Áætlanir hennar um að reyna að lokka föður sinn með sér heim til Frakklands fóru öðruvísi en á horfðist í fyrstu. Risessan sem er átta metra há hóf leit sína að föður sínum í gær en sá er heldur geðstyggur risi sem brást illa við þegar leiðangursmenn frá Fornleifastofnun Frakklands vöktu hann upp fyrir skömmu af hundrað ára dvala undir Reykjavíkurborg. Hann gekk þá berserksgang um borgina og eyðilagði bíla með risavöxnum hnífapörum sínum. Risessan fór á fætur í morgun klukkan hálf ellefu og byrjaði daginn á að fara í sturtu. Síðan lagði hún af stað frá Hafnarbakkanum, þar sem hún gisti í nótt, í von um að hún myndi finna föður sinn. Hún fann loks föður sinn á Fríkirkjuveginum og þaðan fóru þau feðgin niður á Lækjartorg og hvíldu lúin bein. Það er óhætt að segja að risinn er mislyndur mjög og svo illa er honum við myndavélar að hann hrækti á myndatökumann Stöðvar tvö þegar hann varð hans var. Ævintýri þeirra feðgina hefur vakið mikla athygli og hvert sem þau hafa farið hefur fylgt þeim margmenni. Allir sem á vegi þeirra verða hafa haft gaman af þessari sögu, sérstaklega yngsta kynslóðin sem er með staðreyndirnir á hreinu. Ævintýrinu lauk á Hafnarbakkanum seinni partinn í dag. Spennan var gríðarleg þegar risessan og risinn komust á leiðarenda. Skyldi risessunni takast að bjarga Reykvíkingum undan skemmdarfýsn föður síns? Eitthvað hefur henni gengið illa að sannfæra föður sinn en risessan fór ein um borð í bát með allt sitt hafurtask og sigldi heim til Frakklands. Þar með er ekki sagt að Reykvíkingar sitji uppi með risann ógurlega, nei, því einhver sá ástæðu til að granda honum á heldur óvenjulegan máta. Fréttir Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Sjá meira
Risessan sem arkað hefur um götur Reykjavíkurborgar undanfarna tvo sólarhringa er nú á heimleið. Áætlanir hennar um að reyna að lokka föður sinn með sér heim til Frakklands fóru öðruvísi en á horfðist í fyrstu. Risessan sem er átta metra há hóf leit sína að föður sínum í gær en sá er heldur geðstyggur risi sem brást illa við þegar leiðangursmenn frá Fornleifastofnun Frakklands vöktu hann upp fyrir skömmu af hundrað ára dvala undir Reykjavíkurborg. Hann gekk þá berserksgang um borgina og eyðilagði bíla með risavöxnum hnífapörum sínum. Risessan fór á fætur í morgun klukkan hálf ellefu og byrjaði daginn á að fara í sturtu. Síðan lagði hún af stað frá Hafnarbakkanum, þar sem hún gisti í nótt, í von um að hún myndi finna föður sinn. Hún fann loks föður sinn á Fríkirkjuveginum og þaðan fóru þau feðgin niður á Lækjartorg og hvíldu lúin bein. Það er óhætt að segja að risinn er mislyndur mjög og svo illa er honum við myndavélar að hann hrækti á myndatökumann Stöðvar tvö þegar hann varð hans var. Ævintýri þeirra feðgina hefur vakið mikla athygli og hvert sem þau hafa farið hefur fylgt þeim margmenni. Allir sem á vegi þeirra verða hafa haft gaman af þessari sögu, sérstaklega yngsta kynslóðin sem er með staðreyndirnir á hreinu. Ævintýrinu lauk á Hafnarbakkanum seinni partinn í dag. Spennan var gríðarleg þegar risessan og risinn komust á leiðarenda. Skyldi risessunni takast að bjarga Reykvíkingum undan skemmdarfýsn föður síns? Eitthvað hefur henni gengið illa að sannfæra föður sinn en risessan fór ein um borð í bát með allt sitt hafurtask og sigldi heim til Frakklands. Þar með er ekki sagt að Reykvíkingar sitji uppi með risann ógurlega, nei, því einhver sá ástæðu til að granda honum á heldur óvenjulegan máta.
Fréttir Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Sjá meira