Merki sögð fengin að láni Guðjón Helgason skrifar 7. maí 2007 19:23 Merki Íslandshreyfingarinnar er fengið að láni að mati prófessors í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Merkið er afar líkt vörumerki bandarísks hugbúnaðarfyrirtækis sem hefur verið starfandi síðan 1993. Einn viðskiptavina þess er álrisinn Alcoa. Í fréttum Stöðvar 2 á dögunum var fjallað um ýmisvörumerki fyrirtækja sem væru lík öðrum út í hinum stóra heimi. Kveikjan var umræðan um merkið N-einn, sameinað félag ESSO, Bílanausts og fleiri fyrirtækja, sem þykir afar líkt merki N-fjögurra, fjölmiðlafyrirtækis á Akureyri. Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor í grafískri hönnun hjá Listaháskóla Íslands, segir ljóst að hugmyndir séu í grunninn ekki frumlegar, aðeins útfærsla þeirra. Hann hafi séð mörg dæmi svipuð því sem áður var nefnt. Unnið sé með frumform - ferninga eða þríhyrninga - og þá hljóti mörg þúsund merki að vera keimlík, en þó með blæbrigðamun. Hann á ekki von á að eigendur N-fjögurra geti sótt bætur í hendur N-eins, til þess séu merkin of ólík. En þegar kemur að vörumerki Íslandshreyfingarinnar og Vörutorgsins á Skjá einum gegni öðru máli. Hann segir sláandi hvað þessi þau séu lík merki hugbúnaðarfyrirtækisins ESS annars vegar, og bandaríska háskólans Virgina Tech hins vegar. Guðmundur Oddur segir merkin sterk. Ef Íslandshreyfingin ætli að nota fleiri en einn lit í sitt merki, rauðan, grænan og bláan, og hringform þar sem þeir veltist þá passi þetta en því miður sé fyrirmyndin til og augljóslega um eftirlíkingu að ræða. Auk þess sé hægt að finna fleiri skildar samsetningar á stöfunum v og t en Virginia Tech og Vörutorg en hér sé um eftirlíkingu að ræða engu að síður. ESS hugbúnaðarfyrirtækið hefur verið starfandi síðan 1993 og fram kemur á vefsíðu þeirra að í hóp viðskiptavina þeirra hafi nú bættst álrisinn Alcoa. Kosningar 2007 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Merki Íslandshreyfingarinnar er fengið að láni að mati prófessors í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Merkið er afar líkt vörumerki bandarísks hugbúnaðarfyrirtækis sem hefur verið starfandi síðan 1993. Einn viðskiptavina þess er álrisinn Alcoa. Í fréttum Stöðvar 2 á dögunum var fjallað um ýmisvörumerki fyrirtækja sem væru lík öðrum út í hinum stóra heimi. Kveikjan var umræðan um merkið N-einn, sameinað félag ESSO, Bílanausts og fleiri fyrirtækja, sem þykir afar líkt merki N-fjögurra, fjölmiðlafyrirtækis á Akureyri. Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor í grafískri hönnun hjá Listaháskóla Íslands, segir ljóst að hugmyndir séu í grunninn ekki frumlegar, aðeins útfærsla þeirra. Hann hafi séð mörg dæmi svipuð því sem áður var nefnt. Unnið sé með frumform - ferninga eða þríhyrninga - og þá hljóti mörg þúsund merki að vera keimlík, en þó með blæbrigðamun. Hann á ekki von á að eigendur N-fjögurra geti sótt bætur í hendur N-eins, til þess séu merkin of ólík. En þegar kemur að vörumerki Íslandshreyfingarinnar og Vörutorgsins á Skjá einum gegni öðru máli. Hann segir sláandi hvað þessi þau séu lík merki hugbúnaðarfyrirtækisins ESS annars vegar, og bandaríska háskólans Virgina Tech hins vegar. Guðmundur Oddur segir merkin sterk. Ef Íslandshreyfingin ætli að nota fleiri en einn lit í sitt merki, rauðan, grænan og bláan, og hringform þar sem þeir veltist þá passi þetta en því miður sé fyrirmyndin til og augljóslega um eftirlíkingu að ræða. Auk þess sé hægt að finna fleiri skildar samsetningar á stöfunum v og t en Virginia Tech og Vörutorg en hér sé um eftirlíkingu að ræða engu að síður. ESS hugbúnaðarfyrirtækið hefur verið starfandi síðan 1993 og fram kemur á vefsíðu þeirra að í hóp viðskiptavina þeirra hafi nú bættst álrisinn Alcoa.
Kosningar 2007 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira