Merki sögð fengin að láni Guðjón Helgason skrifar 7. maí 2007 19:23 Merki Íslandshreyfingarinnar er fengið að láni að mati prófessors í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Merkið er afar líkt vörumerki bandarísks hugbúnaðarfyrirtækis sem hefur verið starfandi síðan 1993. Einn viðskiptavina þess er álrisinn Alcoa. Í fréttum Stöðvar 2 á dögunum var fjallað um ýmisvörumerki fyrirtækja sem væru lík öðrum út í hinum stóra heimi. Kveikjan var umræðan um merkið N-einn, sameinað félag ESSO, Bílanausts og fleiri fyrirtækja, sem þykir afar líkt merki N-fjögurra, fjölmiðlafyrirtækis á Akureyri. Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor í grafískri hönnun hjá Listaháskóla Íslands, segir ljóst að hugmyndir séu í grunninn ekki frumlegar, aðeins útfærsla þeirra. Hann hafi séð mörg dæmi svipuð því sem áður var nefnt. Unnið sé með frumform - ferninga eða þríhyrninga - og þá hljóti mörg þúsund merki að vera keimlík, en þó með blæbrigðamun. Hann á ekki von á að eigendur N-fjögurra geti sótt bætur í hendur N-eins, til þess séu merkin of ólík. En þegar kemur að vörumerki Íslandshreyfingarinnar og Vörutorgsins á Skjá einum gegni öðru máli. Hann segir sláandi hvað þessi þau séu lík merki hugbúnaðarfyrirtækisins ESS annars vegar, og bandaríska háskólans Virgina Tech hins vegar. Guðmundur Oddur segir merkin sterk. Ef Íslandshreyfingin ætli að nota fleiri en einn lit í sitt merki, rauðan, grænan og bláan, og hringform þar sem þeir veltist þá passi þetta en því miður sé fyrirmyndin til og augljóslega um eftirlíkingu að ræða. Auk þess sé hægt að finna fleiri skildar samsetningar á stöfunum v og t en Virginia Tech og Vörutorg en hér sé um eftirlíkingu að ræða engu að síður. ESS hugbúnaðarfyrirtækið hefur verið starfandi síðan 1993 og fram kemur á vefsíðu þeirra að í hóp viðskiptavina þeirra hafi nú bættst álrisinn Alcoa. Kosningar 2007 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira
Merki Íslandshreyfingarinnar er fengið að láni að mati prófessors í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Merkið er afar líkt vörumerki bandarísks hugbúnaðarfyrirtækis sem hefur verið starfandi síðan 1993. Einn viðskiptavina þess er álrisinn Alcoa. Í fréttum Stöðvar 2 á dögunum var fjallað um ýmisvörumerki fyrirtækja sem væru lík öðrum út í hinum stóra heimi. Kveikjan var umræðan um merkið N-einn, sameinað félag ESSO, Bílanausts og fleiri fyrirtækja, sem þykir afar líkt merki N-fjögurra, fjölmiðlafyrirtækis á Akureyri. Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor í grafískri hönnun hjá Listaháskóla Íslands, segir ljóst að hugmyndir séu í grunninn ekki frumlegar, aðeins útfærsla þeirra. Hann hafi séð mörg dæmi svipuð því sem áður var nefnt. Unnið sé með frumform - ferninga eða þríhyrninga - og þá hljóti mörg þúsund merki að vera keimlík, en þó með blæbrigðamun. Hann á ekki von á að eigendur N-fjögurra geti sótt bætur í hendur N-eins, til þess séu merkin of ólík. En þegar kemur að vörumerki Íslandshreyfingarinnar og Vörutorgsins á Skjá einum gegni öðru máli. Hann segir sláandi hvað þessi þau séu lík merki hugbúnaðarfyrirtækisins ESS annars vegar, og bandaríska háskólans Virgina Tech hins vegar. Guðmundur Oddur segir merkin sterk. Ef Íslandshreyfingin ætli að nota fleiri en einn lit í sitt merki, rauðan, grænan og bláan, og hringform þar sem þeir veltist þá passi þetta en því miður sé fyrirmyndin til og augljóslega um eftirlíkingu að ræða. Auk þess sé hægt að finna fleiri skildar samsetningar á stöfunum v og t en Virginia Tech og Vörutorg en hér sé um eftirlíkingu að ræða engu að síður. ESS hugbúnaðarfyrirtækið hefur verið starfandi síðan 1993 og fram kemur á vefsíðu þeirra að í hóp viðskiptavina þeirra hafi nú bættst álrisinn Alcoa.
Kosningar 2007 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira