Þjóðnýtt sælgæti, fordæmi allsherjarnefndar, hvimleiðar skoðanakannanir 4. maí 2007 17:56 Andstæðingar Vinstri grænna eru að draga upp alls konar skemmtilegheit úr fortíð íslenskrar vinstri hreyfingar. Sumt af því kemur Vinstri grænum kannski lítið við eins og andstaða við litasjónvarp, kreditkort og tölvupóst - en hins vegar verður því ekki neitað að forverar VG voru á móti bjórnum, stækkun flugstöðvarinnar og frjálsu útvarpi. Og framhjá því verður heldur ekki litið að Steingrímur J. var í flokki þeirra. Góður kunningi minn gaukaði að mér stefnuskrá Sósíalistaflokksins frá því 1964. Þetta er frá þeim tíma þegar Sósíalistaflokkurinn var partur af Alþýðubandalaginu. Báðir flokkarnir eru dauðir og hugmyndafræði þeirra væntanlega líka. Enginn talar lengur um þjóðnýtingu, en margt fólk sem var í þessum flokkum er þó enn í fullu fjöri. Þarna eru margar góðar tillögur, meðal annars um að ríkið taki í sínar hendur "framleiðslu og heildsölu á sælgæti, öli, gosdrykkjum o.fl.". En svo má heldur ekki gleyma því að stuðningsmenn hafta var að finna í öllum stjórnmálaflokkum á Íslandi. Haftakerfi var hér öflugra en víðast annars staðar eins og lesa má í hinni ágætu bók Jakobs F. Ásgeirssonar Þjóð í hafti. Um tíma má segja að hér hafi verið hálfgert kommúnistaríki. Í því sýstemi var enginn stjórnmálaflokkur saklaus. --- --- --- Ég hef ekki séð að sé neitt óeðlilegt við umfjöllun Kastljóssins um ríkisborgararétt handa tengdadóttur Jónínu Bjartmarz. Hins vegar hegða þeir sér skringilega sem hamast í fjölmiðlunum vegna þess að þeir flytja fréttir af málinu. En staðreyndirnar tala sínu máli. Konan fær augljóslega flýtimeðferð í kerfinu - flýtimeðferð er fín eins og Björn Bjarnason skrifar, en aðrir verða þá líka að njóta hennar. Henni á ekki bara að beita vegna geðþótta eða sökum þess að áhrifamikið fólk þrýstir á. Konan fær ríkisborgararéttinn á þeim forsendum að hún þurfi að komast í skóla í Evrópu eða það skilst manni. Það er óhagræði fyrir hana að vera frá ríki sem er utan EES. Mannréttindamál koma þessu ekkert við, ólíkt því sem ráðherrann staðhæfði í frægri rimmu i Kastljósi. Nefndarmenn í allsherjarnefnd hafa orðið margsaga. Það hefur ekki komið fram nein skýring á því hvers vegna konan fékk ríkisborgararéttinn frekar en ýmsir aðrir útlendingar sem hafa beðið lengi - og hafa sumir látið í ljósi furðu yfir þessum gjörningi.Elvira Méndez Pinedo, hámenntaður lögfræðingur frá Spáni sem er búsett hér á landi, skrifar um þetta á bloggsíðu sinni. Hún skoðar málið út frá jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Við það vaknar meðal annars sú spurning hvort þúsundir útlendinga geti ekki komið og heimtað ríkisborgararétt á sömu og svipuðum forsendum og umrædd kona. Á ekki eitt yfir alla að ganga í réttarríki? Elvira Méndez Pinedo skrifar:"Rómverjar til forna sögðu: Sá sem beitir bókstaf laganna í trássi við anda þeirra spillir lögunum. Að mínu mati er ákvörðunin um að veita íslenskan ríkisborgararétt einstaklingi sem " hafði óþægindi af því að hafa ekki evrópskt vegabréf" og af því að vera undir lög Evrópusambandsins um vegabréfsáritanir og innflytjendur settur við nám erlendis, ósiðleg og vissulega ólögmæt. Ekki lágu mannúðarástæður að baki, ekki komu börn við sögu, engin var knýjandi nauðsynin, bara einkahagsmunir. Enginn hefur fram að þessu komið með réttmæta réttlætingu á málinu. Við skeytum ekki um hvað þessi einstaklingur hyggst gera fyrir land og þjóð eða hvert framlag hans verður til samfélagsins. Lögin þurfa ekki aðeins að vera gild heldur einnig siðleg og lögmæt. Annars verða þau handbendi gerræðislegra valdaákvarðanna. Hefur íslenskum lögum verið umsnúið og tilgangur þeirra afbakaður í þessu máli? Já eða nei? Ef svarið við því er nei hefur þá Alþingi skapað nýtt fordæmi fyrir alla útlendinga til að sækja um íslenskan ríkisborgararétt eftir fimmtán mánaða dvöl í landinu?" --- --- --- Skoðanakannanir fyrir kosningarnar eru alveg að gera út af við mann. Ég er hættur að lesa þær. Leiði þær bara hjá mér. Á þó að heita stjórnmálaskýrandi. Hef gætt þess að minnast ekki á skoðanakannanir í tveimur síðustu þáttum af Silfri Egils. Ennþá verra er þegar farið er að búta niður skoðanakannanirnar til að finna út stöðu flokka í einstökum kjördæmum. Þá vill oft vera lítill fjöldi svarenda bak við stórar og hæpnar fullyrðingar. Nú er vika til kosninga. Mikið væri sniðugt ef á miðnætti gengi í gildi bann við því að birta skoðanakannanir. Það held ég að myndi bara gera kosningarnar betri og áhugaverðari. --- --- --- Það er ósköp einföld skýring á vinsældum bloggsins hennar Ellýar. Þetta er fólk sem horfði yfir sig á Sex and the City. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Andstæðingar Vinstri grænna eru að draga upp alls konar skemmtilegheit úr fortíð íslenskrar vinstri hreyfingar. Sumt af því kemur Vinstri grænum kannski lítið við eins og andstaða við litasjónvarp, kreditkort og tölvupóst - en hins vegar verður því ekki neitað að forverar VG voru á móti bjórnum, stækkun flugstöðvarinnar og frjálsu útvarpi. Og framhjá því verður heldur ekki litið að Steingrímur J. var í flokki þeirra. Góður kunningi minn gaukaði að mér stefnuskrá Sósíalistaflokksins frá því 1964. Þetta er frá þeim tíma þegar Sósíalistaflokkurinn var partur af Alþýðubandalaginu. Báðir flokkarnir eru dauðir og hugmyndafræði þeirra væntanlega líka. Enginn talar lengur um þjóðnýtingu, en margt fólk sem var í þessum flokkum er þó enn í fullu fjöri. Þarna eru margar góðar tillögur, meðal annars um að ríkið taki í sínar hendur "framleiðslu og heildsölu á sælgæti, öli, gosdrykkjum o.fl.". En svo má heldur ekki gleyma því að stuðningsmenn hafta var að finna í öllum stjórnmálaflokkum á Íslandi. Haftakerfi var hér öflugra en víðast annars staðar eins og lesa má í hinni ágætu bók Jakobs F. Ásgeirssonar Þjóð í hafti. Um tíma má segja að hér hafi verið hálfgert kommúnistaríki. Í því sýstemi var enginn stjórnmálaflokkur saklaus. --- --- --- Ég hef ekki séð að sé neitt óeðlilegt við umfjöllun Kastljóssins um ríkisborgararétt handa tengdadóttur Jónínu Bjartmarz. Hins vegar hegða þeir sér skringilega sem hamast í fjölmiðlunum vegna þess að þeir flytja fréttir af málinu. En staðreyndirnar tala sínu máli. Konan fær augljóslega flýtimeðferð í kerfinu - flýtimeðferð er fín eins og Björn Bjarnason skrifar, en aðrir verða þá líka að njóta hennar. Henni á ekki bara að beita vegna geðþótta eða sökum þess að áhrifamikið fólk þrýstir á. Konan fær ríkisborgararéttinn á þeim forsendum að hún þurfi að komast í skóla í Evrópu eða það skilst manni. Það er óhagræði fyrir hana að vera frá ríki sem er utan EES. Mannréttindamál koma þessu ekkert við, ólíkt því sem ráðherrann staðhæfði í frægri rimmu i Kastljósi. Nefndarmenn í allsherjarnefnd hafa orðið margsaga. Það hefur ekki komið fram nein skýring á því hvers vegna konan fékk ríkisborgararéttinn frekar en ýmsir aðrir útlendingar sem hafa beðið lengi - og hafa sumir látið í ljósi furðu yfir þessum gjörningi.Elvira Méndez Pinedo, hámenntaður lögfræðingur frá Spáni sem er búsett hér á landi, skrifar um þetta á bloggsíðu sinni. Hún skoðar málið út frá jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Við það vaknar meðal annars sú spurning hvort þúsundir útlendinga geti ekki komið og heimtað ríkisborgararétt á sömu og svipuðum forsendum og umrædd kona. Á ekki eitt yfir alla að ganga í réttarríki? Elvira Méndez Pinedo skrifar:"Rómverjar til forna sögðu: Sá sem beitir bókstaf laganna í trássi við anda þeirra spillir lögunum. Að mínu mati er ákvörðunin um að veita íslenskan ríkisborgararétt einstaklingi sem " hafði óþægindi af því að hafa ekki evrópskt vegabréf" og af því að vera undir lög Evrópusambandsins um vegabréfsáritanir og innflytjendur settur við nám erlendis, ósiðleg og vissulega ólögmæt. Ekki lágu mannúðarástæður að baki, ekki komu börn við sögu, engin var knýjandi nauðsynin, bara einkahagsmunir. Enginn hefur fram að þessu komið með réttmæta réttlætingu á málinu. Við skeytum ekki um hvað þessi einstaklingur hyggst gera fyrir land og þjóð eða hvert framlag hans verður til samfélagsins. Lögin þurfa ekki aðeins að vera gild heldur einnig siðleg og lögmæt. Annars verða þau handbendi gerræðislegra valdaákvarðanna. Hefur íslenskum lögum verið umsnúið og tilgangur þeirra afbakaður í þessu máli? Já eða nei? Ef svarið við því er nei hefur þá Alþingi skapað nýtt fordæmi fyrir alla útlendinga til að sækja um íslenskan ríkisborgararétt eftir fimmtán mánaða dvöl í landinu?" --- --- --- Skoðanakannanir fyrir kosningarnar eru alveg að gera út af við mann. Ég er hættur að lesa þær. Leiði þær bara hjá mér. Á þó að heita stjórnmálaskýrandi. Hef gætt þess að minnast ekki á skoðanakannanir í tveimur síðustu þáttum af Silfri Egils. Ennþá verra er þegar farið er að búta niður skoðanakannanirnar til að finna út stöðu flokka í einstökum kjördæmum. Þá vill oft vera lítill fjöldi svarenda bak við stórar og hæpnar fullyrðingar. Nú er vika til kosninga. Mikið væri sniðugt ef á miðnætti gengi í gildi bann við því að birta skoðanakannanir. Það held ég að myndi bara gera kosningarnar betri og áhugaverðari. --- --- --- Það er ósköp einföld skýring á vinsældum bloggsins hennar Ellýar. Þetta er fólk sem horfði yfir sig á Sex and the City.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun