Forsætisráðherra ber fullt traust til forseta Íslands 2. maí 2007 18:30 Geir H Haarde forsætisráðherra segist bera fullt traust til forseta Íslands þurfi forsetinn að koma að því að mynda ríkisstjórn að loknum kosningum. En höfundur Reykjavíkurbréfs hefur áhyggjur af því að forsetinn muni beita sér fyrir myndun vinstristjórnar, komist hann í aðstöðu til þess. Það hefur verið friðsamlegt á stjórnarheimilinu síðustu 16 ár eða allt frá því að Davíð Oddsson myndaði sína fyrstu ríkisstjórn árið 1991. Forseti Íslands hefur því ekki þurft að koma að stjórnarmyndunum, en það hefur ekki alltaf verið þannig. Höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins hefur áhyggjur af því að forystumönnum stjórnmálaflokkanna muni ekki ganga eins vel að koma sér saman um hverjir sitja í stjórnarráðinu næstu fjögur árin og gengið hefur undanfarin fjögur kjörtímabil. Þá muni Ólafur Ragnar Grímsson forrseti íslands í fyrsta skipti fá tækifæri til að útdeila umboði til stjórnarmyndunar. Höfundur Reykjavíkurbréfs segir að hlutverk forystumanna stjórnarflokkanna eigi að vera að hleypa forsetanum hvergi að stjórnarmyndun. Stjórnarskráin segir það eitt um hlutverk forseta við stjórnarmyndanir að hann skipi ráðherra og veiti þeim lausn. Það er því stuðst við hefðir þegar kemur að afskiptum forseta að stjórnarmyndunum. Sigurður Líndal lagaprófessor sagði í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag að ef kæmi til afskipta forsetans, hefði hann nokkuð frjálsar hendur með það í hvaða röð hann talaði við formenn stjórnmálaflokkanna og hverjum hann afhenti umboð til stjórnarmyndunar. Ásta Möller þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók undir áhyggjur Morgunblaðsins af mögulegum afskiptum forseta af stjórnarmyndun á bloggsíðu sinni, en dró þær áhyggjur sínar til baka í viðtali við Stöð 2 í gær. Geir H Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherrra sagði við fréttastofuna í dag, að hann bæri fullt traust til forsetans. Forsetinn hefði hlutverki að gegna ef forystumönnum flokkanna tækist ekki að mynda meirihlutastjórn á Alþingi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður flokksins sagðist einnig ekki deila áhyggjum morgunblaðsins. Það hefur oft reynt á embætti forseta Íslands við stjórnarmyndanir og þá sérstaklega í forsetatíð Kristjáns Eldjárns. Að minnsta kosti einu sinni var Kristján tilbúinn með lista yfir ráðherra í utanþingsstjórn. Til þess kom þó ekki en en aðeins einu sinni hefur komið til myndunar utanþingsstjórnar á Íslandi árið 1942. "Ég býst við að meginreglan sé auðvitað sú að forsetinn feli þeim stjórnarmyndun sem hann telur líklegast að muni getað myndað stjórn," segir Sigurður Líndal. En jafnvel þó ófriðlegt hafi verið á stjórnarheimilinu hefur ekki alltaf þurft atbeina forseta, eins og þegar Jón Baldvin Hanniblasson og Steingrímur Hermannsson slitu ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar í beinni útsendingu á Stöð 2 í september 1988. En þá mynduðu Jón Baldvin og Steingrímur einfaldlega nýja stjórn með aðstoð Alþýðubandalagsins og hluta Borgaraflokksins. Kosningar 2007 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Geir H Haarde forsætisráðherra segist bera fullt traust til forseta Íslands þurfi forsetinn að koma að því að mynda ríkisstjórn að loknum kosningum. En höfundur Reykjavíkurbréfs hefur áhyggjur af því að forsetinn muni beita sér fyrir myndun vinstristjórnar, komist hann í aðstöðu til þess. Það hefur verið friðsamlegt á stjórnarheimilinu síðustu 16 ár eða allt frá því að Davíð Oddsson myndaði sína fyrstu ríkisstjórn árið 1991. Forseti Íslands hefur því ekki þurft að koma að stjórnarmyndunum, en það hefur ekki alltaf verið þannig. Höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins hefur áhyggjur af því að forystumönnum stjórnmálaflokkanna muni ekki ganga eins vel að koma sér saman um hverjir sitja í stjórnarráðinu næstu fjögur árin og gengið hefur undanfarin fjögur kjörtímabil. Þá muni Ólafur Ragnar Grímsson forrseti íslands í fyrsta skipti fá tækifæri til að útdeila umboði til stjórnarmyndunar. Höfundur Reykjavíkurbréfs segir að hlutverk forystumanna stjórnarflokkanna eigi að vera að hleypa forsetanum hvergi að stjórnarmyndun. Stjórnarskráin segir það eitt um hlutverk forseta við stjórnarmyndanir að hann skipi ráðherra og veiti þeim lausn. Það er því stuðst við hefðir þegar kemur að afskiptum forseta að stjórnarmyndunum. Sigurður Líndal lagaprófessor sagði í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag að ef kæmi til afskipta forsetans, hefði hann nokkuð frjálsar hendur með það í hvaða röð hann talaði við formenn stjórnmálaflokkanna og hverjum hann afhenti umboð til stjórnarmyndunar. Ásta Möller þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók undir áhyggjur Morgunblaðsins af mögulegum afskiptum forseta af stjórnarmyndun á bloggsíðu sinni, en dró þær áhyggjur sínar til baka í viðtali við Stöð 2 í gær. Geir H Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherrra sagði við fréttastofuna í dag, að hann bæri fullt traust til forsetans. Forsetinn hefði hlutverki að gegna ef forystumönnum flokkanna tækist ekki að mynda meirihlutastjórn á Alþingi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður flokksins sagðist einnig ekki deila áhyggjum morgunblaðsins. Það hefur oft reynt á embætti forseta Íslands við stjórnarmyndanir og þá sérstaklega í forsetatíð Kristjáns Eldjárns. Að minnsta kosti einu sinni var Kristján tilbúinn með lista yfir ráðherra í utanþingsstjórn. Til þess kom þó ekki en en aðeins einu sinni hefur komið til myndunar utanþingsstjórnar á Íslandi árið 1942. "Ég býst við að meginreglan sé auðvitað sú að forsetinn feli þeim stjórnarmyndun sem hann telur líklegast að muni getað myndað stjórn," segir Sigurður Líndal. En jafnvel þó ófriðlegt hafi verið á stjórnarheimilinu hefur ekki alltaf þurft atbeina forseta, eins og þegar Jón Baldvin Hanniblasson og Steingrímur Hermannsson slitu ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar í beinni útsendingu á Stöð 2 í september 1988. En þá mynduðu Jón Baldvin og Steingrímur einfaldlega nýja stjórn með aðstoð Alþýðubandalagsins og hluta Borgaraflokksins.
Kosningar 2007 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira