Forsætisráðherra ber fullt traust til forseta Íslands 2. maí 2007 18:30 Geir H Haarde forsætisráðherra segist bera fullt traust til forseta Íslands þurfi forsetinn að koma að því að mynda ríkisstjórn að loknum kosningum. En höfundur Reykjavíkurbréfs hefur áhyggjur af því að forsetinn muni beita sér fyrir myndun vinstristjórnar, komist hann í aðstöðu til þess. Það hefur verið friðsamlegt á stjórnarheimilinu síðustu 16 ár eða allt frá því að Davíð Oddsson myndaði sína fyrstu ríkisstjórn árið 1991. Forseti Íslands hefur því ekki þurft að koma að stjórnarmyndunum, en það hefur ekki alltaf verið þannig. Höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins hefur áhyggjur af því að forystumönnum stjórnmálaflokkanna muni ekki ganga eins vel að koma sér saman um hverjir sitja í stjórnarráðinu næstu fjögur árin og gengið hefur undanfarin fjögur kjörtímabil. Þá muni Ólafur Ragnar Grímsson forrseti íslands í fyrsta skipti fá tækifæri til að útdeila umboði til stjórnarmyndunar. Höfundur Reykjavíkurbréfs segir að hlutverk forystumanna stjórnarflokkanna eigi að vera að hleypa forsetanum hvergi að stjórnarmyndun. Stjórnarskráin segir það eitt um hlutverk forseta við stjórnarmyndanir að hann skipi ráðherra og veiti þeim lausn. Það er því stuðst við hefðir þegar kemur að afskiptum forseta að stjórnarmyndunum. Sigurður Líndal lagaprófessor sagði í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag að ef kæmi til afskipta forsetans, hefði hann nokkuð frjálsar hendur með það í hvaða röð hann talaði við formenn stjórnmálaflokkanna og hverjum hann afhenti umboð til stjórnarmyndunar. Ásta Möller þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók undir áhyggjur Morgunblaðsins af mögulegum afskiptum forseta af stjórnarmyndun á bloggsíðu sinni, en dró þær áhyggjur sínar til baka í viðtali við Stöð 2 í gær. Geir H Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherrra sagði við fréttastofuna í dag, að hann bæri fullt traust til forsetans. Forsetinn hefði hlutverki að gegna ef forystumönnum flokkanna tækist ekki að mynda meirihlutastjórn á Alþingi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður flokksins sagðist einnig ekki deila áhyggjum morgunblaðsins. Það hefur oft reynt á embætti forseta Íslands við stjórnarmyndanir og þá sérstaklega í forsetatíð Kristjáns Eldjárns. Að minnsta kosti einu sinni var Kristján tilbúinn með lista yfir ráðherra í utanþingsstjórn. Til þess kom þó ekki en en aðeins einu sinni hefur komið til myndunar utanþingsstjórnar á Íslandi árið 1942. "Ég býst við að meginreglan sé auðvitað sú að forsetinn feli þeim stjórnarmyndun sem hann telur líklegast að muni getað myndað stjórn," segir Sigurður Líndal. En jafnvel þó ófriðlegt hafi verið á stjórnarheimilinu hefur ekki alltaf þurft atbeina forseta, eins og þegar Jón Baldvin Hanniblasson og Steingrímur Hermannsson slitu ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar í beinni útsendingu á Stöð 2 í september 1988. En þá mynduðu Jón Baldvin og Steingrímur einfaldlega nýja stjórn með aðstoð Alþýðubandalagsins og hluta Borgaraflokksins. Kosningar 2007 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Geir H Haarde forsætisráðherra segist bera fullt traust til forseta Íslands þurfi forsetinn að koma að því að mynda ríkisstjórn að loknum kosningum. En höfundur Reykjavíkurbréfs hefur áhyggjur af því að forsetinn muni beita sér fyrir myndun vinstristjórnar, komist hann í aðstöðu til þess. Það hefur verið friðsamlegt á stjórnarheimilinu síðustu 16 ár eða allt frá því að Davíð Oddsson myndaði sína fyrstu ríkisstjórn árið 1991. Forseti Íslands hefur því ekki þurft að koma að stjórnarmyndunum, en það hefur ekki alltaf verið þannig. Höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins hefur áhyggjur af því að forystumönnum stjórnmálaflokkanna muni ekki ganga eins vel að koma sér saman um hverjir sitja í stjórnarráðinu næstu fjögur árin og gengið hefur undanfarin fjögur kjörtímabil. Þá muni Ólafur Ragnar Grímsson forrseti íslands í fyrsta skipti fá tækifæri til að útdeila umboði til stjórnarmyndunar. Höfundur Reykjavíkurbréfs segir að hlutverk forystumanna stjórnarflokkanna eigi að vera að hleypa forsetanum hvergi að stjórnarmyndun. Stjórnarskráin segir það eitt um hlutverk forseta við stjórnarmyndanir að hann skipi ráðherra og veiti þeim lausn. Það er því stuðst við hefðir þegar kemur að afskiptum forseta að stjórnarmyndunum. Sigurður Líndal lagaprófessor sagði í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag að ef kæmi til afskipta forsetans, hefði hann nokkuð frjálsar hendur með það í hvaða röð hann talaði við formenn stjórnmálaflokkanna og hverjum hann afhenti umboð til stjórnarmyndunar. Ásta Möller þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók undir áhyggjur Morgunblaðsins af mögulegum afskiptum forseta af stjórnarmyndun á bloggsíðu sinni, en dró þær áhyggjur sínar til baka í viðtali við Stöð 2 í gær. Geir H Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherrra sagði við fréttastofuna í dag, að hann bæri fullt traust til forsetans. Forsetinn hefði hlutverki að gegna ef forystumönnum flokkanna tækist ekki að mynda meirihlutastjórn á Alþingi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður flokksins sagðist einnig ekki deila áhyggjum morgunblaðsins. Það hefur oft reynt á embætti forseta Íslands við stjórnarmyndanir og þá sérstaklega í forsetatíð Kristjáns Eldjárns. Að minnsta kosti einu sinni var Kristján tilbúinn með lista yfir ráðherra í utanþingsstjórn. Til þess kom þó ekki en en aðeins einu sinni hefur komið til myndunar utanþingsstjórnar á Íslandi árið 1942. "Ég býst við að meginreglan sé auðvitað sú að forsetinn feli þeim stjórnarmyndun sem hann telur líklegast að muni getað myndað stjórn," segir Sigurður Líndal. En jafnvel þó ófriðlegt hafi verið á stjórnarheimilinu hefur ekki alltaf þurft atbeina forseta, eins og þegar Jón Baldvin Hanniblasson og Steingrímur Hermannsson slitu ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar í beinni útsendingu á Stöð 2 í september 1988. En þá mynduðu Jón Baldvin og Steingrímur einfaldlega nýja stjórn með aðstoð Alþýðubandalagsins og hluta Borgaraflokksins.
Kosningar 2007 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira