Dýrasti boxbardagi sögunnar á laugardaginn 2. maí 2007 17:10 De la Hoya gegn Mayweather. Stærsti bardagi ársins er á Sýn á laugardaginn AFP Hnefaleikaheimurinn bíður nú spenntur eftir bardaga ársins á laugardaginn þegar Oscar de la Hoya tekur á móti hinum ósigraða Floyd Mayweather í Las Vegas. Þetta verður dýrasti boxbardagi sögunnar og þegar er búið að selja aðgöngumiða fyrir 1,2 milljarða króna á MGM Grand. Miðar á bardagann ganga nú kaupum og sölum fyrir allt að 1,3 milljónir króna. Sagt er að Oscar de la Hoya mun fá um tvo milljarða króna fyrir bardagann, en Mayweather aðeins um 700 milljónir. Talið er víst að bardagi þeirra muni slá fyrra met í sjónvarpsáhorfi en gamla metið er öðrum bardaga Mike Tyson og Evander Holyfield frá árinu 1997 þar sem tvær milljónir manna greiddu sérstaklega fyrir að fá að horfa á hann. De la Hoya hefur unnið 38 sigra á ferlinum og tapað fjórum sinnum, en hann er sagður hafa rakað inn 31 milljarði króna á ferlinum síðan árið 1995 - bara í svokölluðum pay-per-view sjónvarpstekjum, sem eru tekjur sem fólk greiðir fyrir að sjá einstaka bardaga með honum í sjónvarpinu. Mayweather er almennt álitinn besti hnefaleikakappi heimsins pund fyrir pund og hann mun leggja fullkominn árangur sinn (37 sigrar og ekkert tap) undir þegar hann mætir gamla refnum De la Hoya á laugardaginn. Mayweather hefur látið digurbarkalega fyrir bardagann og hefur látið svívirðingunum rigna yfir De la Hoya. "Hvert einasta orð sem kemur út úr munninum á Mayweather gerir mér auðveldara fyrir að æfa betur. Hann ber ekki nokkra einustu virðingu fyrir mér en þegar andstæðingur minn rífur svona mikið kjaft - kveikir það í mér og lætur mig leggja enn harðar að mér. Ég æfi reiður, en ég mun ekki verða reiður þegar ég kem inn í hringinn og það mun gera gæfumuninn," sagði hinn dagfarsprúði De la Hoya. Mayweather hefur gengið langt til að reyna að taka andstæðing sinn á taugum fyrir bardagann og gekk svo langt að ýta við honum og kalla hann öllum illum nöfnum á blaðamannafundi fyrir bardagann í síðasta mánuði. "Ég mun gera það sama við hann og ég gerði við alla hina 37 andstæðinga mína - ég mun rassskella hann. Ég er tilbúinn að veðja við hann milljónum dollara að ég muni vinna hann," sagði Mayweather. Bardaginn verður að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn á laugardagskvöldið og hefst útsending klukkan 1 um nóttina. Box Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Sjá meira
Hnefaleikaheimurinn bíður nú spenntur eftir bardaga ársins á laugardaginn þegar Oscar de la Hoya tekur á móti hinum ósigraða Floyd Mayweather í Las Vegas. Þetta verður dýrasti boxbardagi sögunnar og þegar er búið að selja aðgöngumiða fyrir 1,2 milljarða króna á MGM Grand. Miðar á bardagann ganga nú kaupum og sölum fyrir allt að 1,3 milljónir króna. Sagt er að Oscar de la Hoya mun fá um tvo milljarða króna fyrir bardagann, en Mayweather aðeins um 700 milljónir. Talið er víst að bardagi þeirra muni slá fyrra met í sjónvarpsáhorfi en gamla metið er öðrum bardaga Mike Tyson og Evander Holyfield frá árinu 1997 þar sem tvær milljónir manna greiddu sérstaklega fyrir að fá að horfa á hann. De la Hoya hefur unnið 38 sigra á ferlinum og tapað fjórum sinnum, en hann er sagður hafa rakað inn 31 milljarði króna á ferlinum síðan árið 1995 - bara í svokölluðum pay-per-view sjónvarpstekjum, sem eru tekjur sem fólk greiðir fyrir að sjá einstaka bardaga með honum í sjónvarpinu. Mayweather er almennt álitinn besti hnefaleikakappi heimsins pund fyrir pund og hann mun leggja fullkominn árangur sinn (37 sigrar og ekkert tap) undir þegar hann mætir gamla refnum De la Hoya á laugardaginn. Mayweather hefur látið digurbarkalega fyrir bardagann og hefur látið svívirðingunum rigna yfir De la Hoya. "Hvert einasta orð sem kemur út úr munninum á Mayweather gerir mér auðveldara fyrir að æfa betur. Hann ber ekki nokkra einustu virðingu fyrir mér en þegar andstæðingur minn rífur svona mikið kjaft - kveikir það í mér og lætur mig leggja enn harðar að mér. Ég æfi reiður, en ég mun ekki verða reiður þegar ég kem inn í hringinn og það mun gera gæfumuninn," sagði hinn dagfarsprúði De la Hoya. Mayweather hefur gengið langt til að reyna að taka andstæðing sinn á taugum fyrir bardagann og gekk svo langt að ýta við honum og kalla hann öllum illum nöfnum á blaðamannafundi fyrir bardagann í síðasta mánuði. "Ég mun gera það sama við hann og ég gerði við alla hina 37 andstæðinga mína - ég mun rassskella hann. Ég er tilbúinn að veðja við hann milljónum dollara að ég muni vinna hann," sagði Mayweather. Bardaginn verður að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn á laugardagskvöldið og hefst útsending klukkan 1 um nóttina.
Box Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Sjá meira