Bjarni sakar Sigurjón um ósannindi Höskuldur Kári Schram skrifar 2. maí 2007 11:26 Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjarnefndar Alþingis, sakar Sigurjón Þórðarson, þingmann Frjálslynda flokksins, um að fara með ósannindi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Bjarni sendi frá sér í morgun. Hann segir ummæli Sigurjóns um að hann hafi neitað að afhenda gögn vegna umsóknar um ríkisborgararétt hreinan uppspuna. Sigurjón vísar þessu á bug. Von er gögnum vegna þeirra erinda sem allsherjarnefnd hefur afgreitt á kjörtímabilinu síðar í dag. Sigurjón Þórðarson hélt því fram á bloggsíðu sinni að Bjarni og aðrir meðlimir í allsherjarnefnd Alþingis hefðu farið með ósannindi þegar þeir sögðust ekki kannast við tengsl Jónínu Bjartmarz við Luciu Celeste Molina Sierra þegar henni var veittur ríkisborgararéttur. Þá sagði Sigurjón í samtali við fjölmiðla að Bjarni Benediktsson hefði neitað að afhenda honum gögn vegna málsins. Í yfirlýsingu Bjarna er ummælum Sigurjóns vísað á bug. Hann segist ekki hafa heyrt frá Sigurjóni í margar vikur og þaðan af síður fengið frá honum slíka beiðni. Ummæli hans um að aðrir greini rangt frá séu því ekki rétt. Þá segi ennfremur í yfirlýsingunni að Sigurjón vaði í þeirri villu að Bjarni hafi heimildir til að mæla fyrir um aðgang að skjölum og gögnum. Bjarna segist kunnugt um að Sigurjón hafi leitað til þingsins með beiðni um upplýsingar en það erindi fái afgreiðslu hjá skrifstofu þingsins eins og önnur erindi þingmanna á grundvelli gildandi laga og reglna. Að lokum segir Bjarni í yfirlýsingu sinni að það sé vafalaust einsdæmi að þingmaður leggist svo lágt að nafngreina einstaka starfsmenn þingsins og bendla þá við óviðeigandi afgreiðslu erinda. Þingmaðurinn og hans þingflokkur setji niður við slíka framgöngu. Bjarni segist hafa haft frumkvæði að því að nú sé verið að vinna að greiningu og flokkun þeirra erinda sem allsherjarnefnd hefur afgreitt á líðandi kjörtímabili. Þær upplýsingar ættu að vera aðgengilegar síðar í dag segir í yfirlýsingunni. Í samtali við Vísi sagðist Sigurjón Þórðarson standa við sín orð. Hann segist enn ekki vera búinn að fá þau gögn sem hann óskaði eftir á mánudaginn. „Ég óskaði eftir að fá aðgang að þessum upplýsingum á mánudaginn. Starfsmaður nefndarinnar sagðist ætla að veita mér þennan aðgang að höfðu samráði við Bjarna. Gögnin eru ekki enn komin." Sigurjón gefur lítið fyrir yfirlýsingu Bjarna og segir hann kominn í nauðvörn í málinu. „Hann er kominn í nauðvörn í þessu máli. Hann er farinn að skjóta sér á bak við starfsmenn þingsins." Kosningar 2007 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjarnefndar Alþingis, sakar Sigurjón Þórðarson, þingmann Frjálslynda flokksins, um að fara með ósannindi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Bjarni sendi frá sér í morgun. Hann segir ummæli Sigurjóns um að hann hafi neitað að afhenda gögn vegna umsóknar um ríkisborgararétt hreinan uppspuna. Sigurjón vísar þessu á bug. Von er gögnum vegna þeirra erinda sem allsherjarnefnd hefur afgreitt á kjörtímabilinu síðar í dag. Sigurjón Þórðarson hélt því fram á bloggsíðu sinni að Bjarni og aðrir meðlimir í allsherjarnefnd Alþingis hefðu farið með ósannindi þegar þeir sögðust ekki kannast við tengsl Jónínu Bjartmarz við Luciu Celeste Molina Sierra þegar henni var veittur ríkisborgararéttur. Þá sagði Sigurjón í samtali við fjölmiðla að Bjarni Benediktsson hefði neitað að afhenda honum gögn vegna málsins. Í yfirlýsingu Bjarna er ummælum Sigurjóns vísað á bug. Hann segist ekki hafa heyrt frá Sigurjóni í margar vikur og þaðan af síður fengið frá honum slíka beiðni. Ummæli hans um að aðrir greini rangt frá séu því ekki rétt. Þá segi ennfremur í yfirlýsingunni að Sigurjón vaði í þeirri villu að Bjarni hafi heimildir til að mæla fyrir um aðgang að skjölum og gögnum. Bjarna segist kunnugt um að Sigurjón hafi leitað til þingsins með beiðni um upplýsingar en það erindi fái afgreiðslu hjá skrifstofu þingsins eins og önnur erindi þingmanna á grundvelli gildandi laga og reglna. Að lokum segir Bjarni í yfirlýsingu sinni að það sé vafalaust einsdæmi að þingmaður leggist svo lágt að nafngreina einstaka starfsmenn þingsins og bendla þá við óviðeigandi afgreiðslu erinda. Þingmaðurinn og hans þingflokkur setji niður við slíka framgöngu. Bjarni segist hafa haft frumkvæði að því að nú sé verið að vinna að greiningu og flokkun þeirra erinda sem allsherjarnefnd hefur afgreitt á líðandi kjörtímabili. Þær upplýsingar ættu að vera aðgengilegar síðar í dag segir í yfirlýsingunni. Í samtali við Vísi sagðist Sigurjón Þórðarson standa við sín orð. Hann segist enn ekki vera búinn að fá þau gögn sem hann óskaði eftir á mánudaginn. „Ég óskaði eftir að fá aðgang að þessum upplýsingum á mánudaginn. Starfsmaður nefndarinnar sagðist ætla að veita mér þennan aðgang að höfðu samráði við Bjarna. Gögnin eru ekki enn komin." Sigurjón gefur lítið fyrir yfirlýsingu Bjarna og segir hann kominn í nauðvörn í málinu. „Hann er kominn í nauðvörn í þessu máli. Hann er farinn að skjóta sér á bak við starfsmenn þingsins."
Kosningar 2007 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira