Bjarni sakar Sigurjón um ósannindi Höskuldur Kári Schram skrifar 2. maí 2007 11:26 Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjarnefndar Alþingis, sakar Sigurjón Þórðarson, þingmann Frjálslynda flokksins, um að fara með ósannindi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Bjarni sendi frá sér í morgun. Hann segir ummæli Sigurjóns um að hann hafi neitað að afhenda gögn vegna umsóknar um ríkisborgararétt hreinan uppspuna. Sigurjón vísar þessu á bug. Von er gögnum vegna þeirra erinda sem allsherjarnefnd hefur afgreitt á kjörtímabilinu síðar í dag. Sigurjón Þórðarson hélt því fram á bloggsíðu sinni að Bjarni og aðrir meðlimir í allsherjarnefnd Alþingis hefðu farið með ósannindi þegar þeir sögðust ekki kannast við tengsl Jónínu Bjartmarz við Luciu Celeste Molina Sierra þegar henni var veittur ríkisborgararéttur. Þá sagði Sigurjón í samtali við fjölmiðla að Bjarni Benediktsson hefði neitað að afhenda honum gögn vegna málsins. Í yfirlýsingu Bjarna er ummælum Sigurjóns vísað á bug. Hann segist ekki hafa heyrt frá Sigurjóni í margar vikur og þaðan af síður fengið frá honum slíka beiðni. Ummæli hans um að aðrir greini rangt frá séu því ekki rétt. Þá segi ennfremur í yfirlýsingunni að Sigurjón vaði í þeirri villu að Bjarni hafi heimildir til að mæla fyrir um aðgang að skjölum og gögnum. Bjarna segist kunnugt um að Sigurjón hafi leitað til þingsins með beiðni um upplýsingar en það erindi fái afgreiðslu hjá skrifstofu þingsins eins og önnur erindi þingmanna á grundvelli gildandi laga og reglna. Að lokum segir Bjarni í yfirlýsingu sinni að það sé vafalaust einsdæmi að þingmaður leggist svo lágt að nafngreina einstaka starfsmenn þingsins og bendla þá við óviðeigandi afgreiðslu erinda. Þingmaðurinn og hans þingflokkur setji niður við slíka framgöngu. Bjarni segist hafa haft frumkvæði að því að nú sé verið að vinna að greiningu og flokkun þeirra erinda sem allsherjarnefnd hefur afgreitt á líðandi kjörtímabili. Þær upplýsingar ættu að vera aðgengilegar síðar í dag segir í yfirlýsingunni. Í samtali við Vísi sagðist Sigurjón Þórðarson standa við sín orð. Hann segist enn ekki vera búinn að fá þau gögn sem hann óskaði eftir á mánudaginn. „Ég óskaði eftir að fá aðgang að þessum upplýsingum á mánudaginn. Starfsmaður nefndarinnar sagðist ætla að veita mér þennan aðgang að höfðu samráði við Bjarna. Gögnin eru ekki enn komin." Sigurjón gefur lítið fyrir yfirlýsingu Bjarna og segir hann kominn í nauðvörn í málinu. „Hann er kominn í nauðvörn í þessu máli. Hann er farinn að skjóta sér á bak við starfsmenn þingsins." Kosningar 2007 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Sjá meira
Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjarnefndar Alþingis, sakar Sigurjón Þórðarson, þingmann Frjálslynda flokksins, um að fara með ósannindi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Bjarni sendi frá sér í morgun. Hann segir ummæli Sigurjóns um að hann hafi neitað að afhenda gögn vegna umsóknar um ríkisborgararétt hreinan uppspuna. Sigurjón vísar þessu á bug. Von er gögnum vegna þeirra erinda sem allsherjarnefnd hefur afgreitt á kjörtímabilinu síðar í dag. Sigurjón Þórðarson hélt því fram á bloggsíðu sinni að Bjarni og aðrir meðlimir í allsherjarnefnd Alþingis hefðu farið með ósannindi þegar þeir sögðust ekki kannast við tengsl Jónínu Bjartmarz við Luciu Celeste Molina Sierra þegar henni var veittur ríkisborgararéttur. Þá sagði Sigurjón í samtali við fjölmiðla að Bjarni Benediktsson hefði neitað að afhenda honum gögn vegna málsins. Í yfirlýsingu Bjarna er ummælum Sigurjóns vísað á bug. Hann segist ekki hafa heyrt frá Sigurjóni í margar vikur og þaðan af síður fengið frá honum slíka beiðni. Ummæli hans um að aðrir greini rangt frá séu því ekki rétt. Þá segi ennfremur í yfirlýsingunni að Sigurjón vaði í þeirri villu að Bjarni hafi heimildir til að mæla fyrir um aðgang að skjölum og gögnum. Bjarna segist kunnugt um að Sigurjón hafi leitað til þingsins með beiðni um upplýsingar en það erindi fái afgreiðslu hjá skrifstofu þingsins eins og önnur erindi þingmanna á grundvelli gildandi laga og reglna. Að lokum segir Bjarni í yfirlýsingu sinni að það sé vafalaust einsdæmi að þingmaður leggist svo lágt að nafngreina einstaka starfsmenn þingsins og bendla þá við óviðeigandi afgreiðslu erinda. Þingmaðurinn og hans þingflokkur setji niður við slíka framgöngu. Bjarni segist hafa haft frumkvæði að því að nú sé verið að vinna að greiningu og flokkun þeirra erinda sem allsherjarnefnd hefur afgreitt á líðandi kjörtímabili. Þær upplýsingar ættu að vera aðgengilegar síðar í dag segir í yfirlýsingunni. Í samtali við Vísi sagðist Sigurjón Þórðarson standa við sín orð. Hann segist enn ekki vera búinn að fá þau gögn sem hann óskaði eftir á mánudaginn. „Ég óskaði eftir að fá aðgang að þessum upplýsingum á mánudaginn. Starfsmaður nefndarinnar sagðist ætla að veita mér þennan aðgang að höfðu samráði við Bjarna. Gögnin eru ekki enn komin." Sigurjón gefur lítið fyrir yfirlýsingu Bjarna og segir hann kominn í nauðvörn í málinu. „Hann er kominn í nauðvörn í þessu máli. Hann er farinn að skjóta sér á bak við starfsmenn þingsins."
Kosningar 2007 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Sjá meira