Stóru flokkarnir einhuga í skólamálum 24. apríl 2007 19:15 Starfs- og iðnnám verður hafið til vegs og virðingar og jafnréttiskennsla tekin upp í skólum á næstu árum, ef marka má afstöðu allra flokka, nema Frjálslynda flokksins, til skólamála. Flokkarnir eru flestir sammála um að sporna þurfi við brottfalli íslenskra og erlendra nemenda úr framhaldsskólum.Við höldum áfram yfirreið okkar um afstöðu flokkanna til ýmissa mála. Og nú er komið að skólapólitíkinni. Íslendingar hafa almennt verið ánægðir með skólana. Lengi hefur þó verið talað um að breyta þurfi viðhorfi þjóðarinnar til starfs- og iðnnáms og svo virðist sem unglingum af erlendum uppruna gangi illa að fóta sig í íslenskum skólum.Við lögðum fjórar spurningar fyrir alla flokkana. Frjálslyndir sáu einir sér ekki fært að svara þessum spurningum.Fyrsta spurningin er: Þarf að efla starfs- og iðnnám? Ef svo er hvernig?Já segja allir. Sjálfstæðismenn benda á að framlög til starfsnáms hafi aukist og 15 nýjar starfsnámsbrautir komist á laggirnar á síðustu fjórum árum. Þeir vilja líka tryggja aðgang að vinnustaðanámi og treysta tengsl atvinnulífs við skólana. Samfylkingin vill auka fé í list- og verknám og efla iðnbrautir skóla á landsbyggðinni. Það vill Framsókn líka og byggja auk þess upp starfsmenntaháskóla. Vinstri grænir vilja samfellt nám til 18 ára sem næst heimabyggð, m.a. iðn- og starfstengt nám. Þá vilja þeir fella niður núverandi samræmd próf í grunnskóla og auka svigrúm grunnskólanna til að bjóða iðn- og starfsnám.Meira fé, segir Íslandshreyfingin og vinna gegn fordómum segja Baráttusamtökin.Nánast allir unglingar byrja í framhaldsskóla, eða 97%, en um 30% flosna upp úr námi. Við spurðum því: Þarf að sporna við brottfalli úr framhaldsskólum? Ef svo er, hvernig?Já, segja allir nema Baráttusamtökin sem segja of marga framhaldsskólanema hafa hvorki áhuga né getu á framhaldsskólanámi. Samfylkingin, Framsókn og Íslandshreyfingin vilja allir efla námsráðgjöf. Samfylkingin vill auk þess auka áherslu á starfsnám, list- og iðngreinar. Vinstri grænir vilja efla samstarf við til dæmis listaskóla og íþróttafélög.Unglingar af erlendum uppruna eru líklegri en aðrir til detta út úr skóla og fara síður í háskólanám. Við spurðum: Þarf að grípa til sértækra aðgerða til að sporna við brottfalli innflytjenda úr framhaldsskólum? Hverra?Já, segja allir, nema Baráttusamtökin sem segja innflytjendur geta stundað framhaldsskólanám ef þeir vilja vera Íslendingar. Þau stinga líka upp á prófi fyrir innflytjendur, meðal annars í íslenskum þjóðfélagsfræðum, til að meta hvort þau komist í framhaldsskóla. Sjálfstæðisflokkurinn vísar til þess að þegar hafi verið stofnaður sjóður til að efla íslenskukennslu fyrir útlendinga en hann á meðal annars líka að styrkja fræðslu fyrir kennara sem kenna íslensku sem erlent tungumál. Annars eru allir á því að efla þurfi íslenskukennslu en auk þess vill Samfylkingin auka frelsi nemenda til að skipuleggja nám til stúdentsprófs eftir áhugasviði hvers og eins og Framsókn telur jafnvel að vinna þurfi með erlenda nemendur á einstaklingsgrunni og efla aðstoð við heimanám. Vinstri grænir vilja m.a. 3000 ókeypis kennslustundir í íslensku og auka úrræði til að greina námsvanda erlendra nemenda.Og að lokum spurðum við hvort skólar eigi að fræða nemendur um jafnréttismál?Þar var svarið einfalt og hið sama hjá öllum flokkum: JÁ. Fréttir Stj.mál Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira
Starfs- og iðnnám verður hafið til vegs og virðingar og jafnréttiskennsla tekin upp í skólum á næstu árum, ef marka má afstöðu allra flokka, nema Frjálslynda flokksins, til skólamála. Flokkarnir eru flestir sammála um að sporna þurfi við brottfalli íslenskra og erlendra nemenda úr framhaldsskólum.Við höldum áfram yfirreið okkar um afstöðu flokkanna til ýmissa mála. Og nú er komið að skólapólitíkinni. Íslendingar hafa almennt verið ánægðir með skólana. Lengi hefur þó verið talað um að breyta þurfi viðhorfi þjóðarinnar til starfs- og iðnnáms og svo virðist sem unglingum af erlendum uppruna gangi illa að fóta sig í íslenskum skólum.Við lögðum fjórar spurningar fyrir alla flokkana. Frjálslyndir sáu einir sér ekki fært að svara þessum spurningum.Fyrsta spurningin er: Þarf að efla starfs- og iðnnám? Ef svo er hvernig?Já segja allir. Sjálfstæðismenn benda á að framlög til starfsnáms hafi aukist og 15 nýjar starfsnámsbrautir komist á laggirnar á síðustu fjórum árum. Þeir vilja líka tryggja aðgang að vinnustaðanámi og treysta tengsl atvinnulífs við skólana. Samfylkingin vill auka fé í list- og verknám og efla iðnbrautir skóla á landsbyggðinni. Það vill Framsókn líka og byggja auk þess upp starfsmenntaháskóla. Vinstri grænir vilja samfellt nám til 18 ára sem næst heimabyggð, m.a. iðn- og starfstengt nám. Þá vilja þeir fella niður núverandi samræmd próf í grunnskóla og auka svigrúm grunnskólanna til að bjóða iðn- og starfsnám.Meira fé, segir Íslandshreyfingin og vinna gegn fordómum segja Baráttusamtökin.Nánast allir unglingar byrja í framhaldsskóla, eða 97%, en um 30% flosna upp úr námi. Við spurðum því: Þarf að sporna við brottfalli úr framhaldsskólum? Ef svo er, hvernig?Já, segja allir nema Baráttusamtökin sem segja of marga framhaldsskólanema hafa hvorki áhuga né getu á framhaldsskólanámi. Samfylkingin, Framsókn og Íslandshreyfingin vilja allir efla námsráðgjöf. Samfylkingin vill auk þess auka áherslu á starfsnám, list- og iðngreinar. Vinstri grænir vilja efla samstarf við til dæmis listaskóla og íþróttafélög.Unglingar af erlendum uppruna eru líklegri en aðrir til detta út úr skóla og fara síður í háskólanám. Við spurðum: Þarf að grípa til sértækra aðgerða til að sporna við brottfalli innflytjenda úr framhaldsskólum? Hverra?Já, segja allir, nema Baráttusamtökin sem segja innflytjendur geta stundað framhaldsskólanám ef þeir vilja vera Íslendingar. Þau stinga líka upp á prófi fyrir innflytjendur, meðal annars í íslenskum þjóðfélagsfræðum, til að meta hvort þau komist í framhaldsskóla. Sjálfstæðisflokkurinn vísar til þess að þegar hafi verið stofnaður sjóður til að efla íslenskukennslu fyrir útlendinga en hann á meðal annars líka að styrkja fræðslu fyrir kennara sem kenna íslensku sem erlent tungumál. Annars eru allir á því að efla þurfi íslenskukennslu en auk þess vill Samfylkingin auka frelsi nemenda til að skipuleggja nám til stúdentsprófs eftir áhugasviði hvers og eins og Framsókn telur jafnvel að vinna þurfi með erlenda nemendur á einstaklingsgrunni og efla aðstoð við heimanám. Vinstri grænir vilja m.a. 3000 ókeypis kennslustundir í íslensku og auka úrræði til að greina námsvanda erlendra nemenda.Og að lokum spurðum við hvort skólar eigi að fræða nemendur um jafnréttismál?Þar var svarið einfalt og hið sama hjá öllum flokkum: JÁ.
Fréttir Stj.mál Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira