Kveikir í skónum á íslenskri bloggsíðu 16. apríl 2007 18:58 Íslenskur strákur leikur sér að því að kveikja ítrekað í skónum sínum í myndbandi á íslenskri bloggsíðu. Hann er hvattur áfram af lesendum. Forstöðumaður Forvarnarhúss segir fylgni á milli slíkra áhættuleikja og sýningu þátta á borð við Strákana. Fréttastofu barst ábending um að á íslenskri bloggsíðu væru myndbönd þar sem krakkar leika sér með eld og kveikja í skónum sínum. Þrettán ára drengur heldur úti síðunni og kallar sig Gísla Pimp juice - eða dólgssafa. Á síðunni er jafnframt skoðanakönnun þar sem spurt er: Finnst ykkur að við gerum of mikið með eld? 53 höfðu í dag greitt þar atkvæði og 45% svara: Nei - geriði meira. Sjö athugasemdir eru við annað myndbandið. Uppátækið fær misjafnar undirtektir. Dude skrifar: haha djöfull eruði skrækir og ógeðslega töff!!! Magni skrifar HAHAHAHA... þetta suckaði btw. minsta sem tig getið gert er að gera cotel spreingju og sina það frekar. EvaRún skrifar hins vegar: STRÁKAR ! ÞIÐ ERUÐ GEIÐVEIKIR !! ;O Forstöðumaður Forvarnarhússins, Herdís L. Storgaard, segir ábendingar um svona áhættuleiki berast sér í hrinum. Oft tengist það sýningu sjónvarpsþátta, meðal annars þegar Strákarnir voru sýndir. Eftir fjóra daga hefst leitin að arftökum Strákanna í skemmtiþætti sem verður á föstudagskvöldum næstu mánuði á Stöð 2. Herdís telur ekki ólíklegt að ný hrina hefjist þá. Meðal annars er hún uggandi yfir atriði sem sýnt hefur verið í kynningum þar sem piltur kveikir í hárinu á sér. Herdís segir mikilvægt að foreldrar noti tækifærið og útskýri fyrir börnum sínum að áhættuatriði í sjónvarpi séu framkvæmd undir miklu eftirliti. Ella geti alvarleg slys hlotist af. Fyrir nokkrum árum hafi krakkar til dæmis leikið sér að því að búa til eldlínur með kveikjaragasti til að stökkva yfir. Einn stökk, eldurinn læstist í skálminni og drengurinn brann alvarlega á fótum. Fréttir Innlent Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Fleiri fréttir Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Sjá meira
Íslenskur strákur leikur sér að því að kveikja ítrekað í skónum sínum í myndbandi á íslenskri bloggsíðu. Hann er hvattur áfram af lesendum. Forstöðumaður Forvarnarhúss segir fylgni á milli slíkra áhættuleikja og sýningu þátta á borð við Strákana. Fréttastofu barst ábending um að á íslenskri bloggsíðu væru myndbönd þar sem krakkar leika sér með eld og kveikja í skónum sínum. Þrettán ára drengur heldur úti síðunni og kallar sig Gísla Pimp juice - eða dólgssafa. Á síðunni er jafnframt skoðanakönnun þar sem spurt er: Finnst ykkur að við gerum of mikið með eld? 53 höfðu í dag greitt þar atkvæði og 45% svara: Nei - geriði meira. Sjö athugasemdir eru við annað myndbandið. Uppátækið fær misjafnar undirtektir. Dude skrifar: haha djöfull eruði skrækir og ógeðslega töff!!! Magni skrifar HAHAHAHA... þetta suckaði btw. minsta sem tig getið gert er að gera cotel spreingju og sina það frekar. EvaRún skrifar hins vegar: STRÁKAR ! ÞIÐ ERUÐ GEIÐVEIKIR !! ;O Forstöðumaður Forvarnarhússins, Herdís L. Storgaard, segir ábendingar um svona áhættuleiki berast sér í hrinum. Oft tengist það sýningu sjónvarpsþátta, meðal annars þegar Strákarnir voru sýndir. Eftir fjóra daga hefst leitin að arftökum Strákanna í skemmtiþætti sem verður á föstudagskvöldum næstu mánuði á Stöð 2. Herdís telur ekki ólíklegt að ný hrina hefjist þá. Meðal annars er hún uggandi yfir atriði sem sýnt hefur verið í kynningum þar sem piltur kveikir í hárinu á sér. Herdís segir mikilvægt að foreldrar noti tækifærið og útskýri fyrir börnum sínum að áhættuatriði í sjónvarpi séu framkvæmd undir miklu eftirliti. Ella geti alvarleg slys hlotist af. Fyrir nokkrum árum hafi krakkar til dæmis leikið sér að því að búa til eldlínur með kveikjaragasti til að stökkva yfir. Einn stökk, eldurinn læstist í skálminni og drengurinn brann alvarlega á fótum.
Fréttir Innlent Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Fleiri fréttir Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Sjá meira