Sjónvarpsstöðin Sýn mun halda áfram að gera úrslitakeppninni í Iceland Express deild karla góð skil og næsta beina útsending stöðvarinnar verður annar leikur Grindavíkur og Njarðvíkur í undanúrslitunum mánudaginn 26. mars. Allir leikir í keppninni þar eftir verða sýndir beint.
Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki í undanúrslitunum kemst í lokaúrslitin og hér fyrir neðan má sjá fyrstu beinu útsendingar Sýnar frá undanúrslitunum.
26. mars kl. 20:00 Grindavík - Njarðvík Leikur # 2
27. mars kl. 20:00 Snæfell - KR Leikur # 2
29. mars kl. 20.00 Njarðvík - Grindavík Leikur # 3
31. mars kl. 16:00 KR - Snæfell Leikur # 3