Máni tilnefndur til Emmyverðlauna fyrir Latabæjartónlist 16. mars 2007 00:01 Þessa dagana vinnur starfsfólk Latabæjar að því hörðum höndum að ljúka eftirvinnslu á nýrri þáttaröð um lífið í Latabæ en aðdáendur þáttanna geta nú barið þá augum í alls 106 löndum víða um heim. MYND/Vísir Á dögunum tilkynnti Bandaríska sjónvarpsakademían (National Academy of Television Arts & Sciences) um tilnefningar til 34th Annual Daytime Entertainment Emmy® Awards. Máni Svavarsson, höfundur tónlistarinnar í þáttunum um Latabæ, er á meðal þeirra sem tilnefndir eru fyrir tónlistarstjórnun og tónverk (Outstanding Achievement in Music Direction and Composition). Þetta er fyrsta tilnefning Mána til Emmy-verðlauna og jafnframt fyrsta tilnefning íslensks tónlistarmanns til verðlaunanna en á meðal annarra tilnefndra í sama flokki eru höfundar og stjórnendur tónlistarinnar í þáttunum Sesamy Street og Bratz. Aðspurður sagði Máni þetta mikinn heiður. "Þetta er auðvitað mikill heiður og ótrúlega gaman að fá þessa tilnefningu. Ekki er það síður ánægjulegt að fá staðfestingu á því að tónlistin sé að ná eyrum svo margra en það sýnir enn og aftur að við í Latabæ erum á réttri leið." Í byrjun febrúar síðast liðnum var tilkynnt um tilnefningar til sérstakra Emmy-verðlauna fyrir barnaefni (Children's Programming Emmy Awards) en þar eru Magnús Scheving og Jonathan Judge tilnefndir fyrir leikstjórn á barnaefni. Latibær er því tilnefndur til tveggja Emmy-verðlauna í ár. Verðlaunin fyrir báðar tilnefningarnar verða veitt við hátíðlega athöfn í Kodak-leikhúsinu í Hollywood þann 15. júní en CBS sjónvarpsstöðin mun sýna beint frá hátíðinni. Latabæjarlag eftir Mána, Bing Bang (Time to Dance), fór beint inná Topp 40 smáskífulistann í Bretlandi í 4. sæti. í desember s.l. Íslenskt lag hafði ekki áður farið svo hátt á smáskífulistann breska í fyrstu viku. Fréttir Innlent Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Á dögunum tilkynnti Bandaríska sjónvarpsakademían (National Academy of Television Arts & Sciences) um tilnefningar til 34th Annual Daytime Entertainment Emmy® Awards. Máni Svavarsson, höfundur tónlistarinnar í þáttunum um Latabæ, er á meðal þeirra sem tilnefndir eru fyrir tónlistarstjórnun og tónverk (Outstanding Achievement in Music Direction and Composition). Þetta er fyrsta tilnefning Mána til Emmy-verðlauna og jafnframt fyrsta tilnefning íslensks tónlistarmanns til verðlaunanna en á meðal annarra tilnefndra í sama flokki eru höfundar og stjórnendur tónlistarinnar í þáttunum Sesamy Street og Bratz. Aðspurður sagði Máni þetta mikinn heiður. "Þetta er auðvitað mikill heiður og ótrúlega gaman að fá þessa tilnefningu. Ekki er það síður ánægjulegt að fá staðfestingu á því að tónlistin sé að ná eyrum svo margra en það sýnir enn og aftur að við í Latabæ erum á réttri leið." Í byrjun febrúar síðast liðnum var tilkynnt um tilnefningar til sérstakra Emmy-verðlauna fyrir barnaefni (Children's Programming Emmy Awards) en þar eru Magnús Scheving og Jonathan Judge tilnefndir fyrir leikstjórn á barnaefni. Latibær er því tilnefndur til tveggja Emmy-verðlauna í ár. Verðlaunin fyrir báðar tilnefningarnar verða veitt við hátíðlega athöfn í Kodak-leikhúsinu í Hollywood þann 15. júní en CBS sjónvarpsstöðin mun sýna beint frá hátíðinni. Latabæjarlag eftir Mána, Bing Bang (Time to Dance), fór beint inná Topp 40 smáskífulistann í Bretlandi í 4. sæti. í desember s.l. Íslenskt lag hafði ekki áður farið svo hátt á smáskífulistann breska í fyrstu viku.
Fréttir Innlent Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira