Meistaradeild VÍS í kvöld 15. mars 2007 11:29 Nú eru línur aðeins farnar að skýrast í Meistaradeild VÍS. Búnar eru 3 greinar af níu. Efstur í söfnun stiga til meistaratignar er Þorvaldur Árni eftir góðan árangur í öllum fyrstu þremur greinunum. Reikna má með að hann haldi áfram að ná góðum árangri a.m.k. í næstu tveimur greinum, gæðingafimi og fimmgangi og auki jafnvel forskot sitt í stigasöfnuninni. Þetta mat er byggt á því að hann teflir fram skörungum í þessum greinum, Rökkva frá Hárlaugsstöðum og Þokka frá Kýrholti, en Þorri vann einmitt fimmganginn á Þokka í fyrra. Á síðasta keppnistímabili skiluðu skeiðgreinarnar Þorra engu. Til að eiga raunverulega möguleika í ár þarf það að breytast. Þeir sem sækja að Þorra og virðast eiga raunhæfa möguleika á að slást við hann um titilinn eru Siggi Sig, Viðar Ingólfs, Sölvi Sigurðarson, Jói G., Atli og Diddi. Sölvi er nýliði í meistaradeild og verður að segjast að hann hefur komið á óvart með góðri frammistöðu. Byggir hann árangur sinn á hinum magnaða Óða-Blesa. Spurningin er hvort hann hafi jafnoka hans þegar kemur að skeiðgreinunum. Siggi Sig, Atli og Diddi eru á kunnuglegum slóðum á þessu stigi í meistaradeildinni. Fylgja í humátt, með möguleika á að skjótast fremstir hvenær sem tækifæri gefst. Allir eru þeir kunnir fyrir tækni og útsjónarsemi þegar kemur að skeiðgreinum og verða örugglega skeinuhættir þegar að þeim kemur. Þessir þrír eiga það sameiginlegt að hafa unnið meistaradeildina og þekkja keppnina inn og út. Þeir eiga það líka sameiginlegt að koma gríðarlega sterkir til leiks í kvöld, með margreynda og verðlaunaða gæðinga. Sigurbjörn teflir fram Markúsi en þeir hafa áður sigrað gæðingafimi meistaradeildar. Jói G. Hefur komið á óvart með frammistöðu sinni. Jafnan fengið hesta að láni á síðustu stundu, en halað inn stigin engu að síður. Verður að telja það honum til tekna sem reiðmanni. Viðar Ingólfs er vonarstjarna í hestaíþróttum. Fágaður reiðstíll og lipurð í hnakknum fleyta honum áfram. Sigur hans í töltinu var óumdeildur og það eitt sýnir að hann er til alls líklegur enda er töltkeppnin talin erfiðust hestaíþrótta. Viðar á góða möguleika í kvöld með Tuma og hann stendur vel að vígi þegar kemur að fimmgangi. Stóra spurningin varðandi Viðar og möguleika hans á titlinum er hestakostur hans í skeiðgreinunum. Of snemmt er að fullyrða mikið um úrslit meistaradeildar því enn eru 60 stig í potinum og jafnan hafa úrslit meistaradeildar ráðist í síðasta spretti síðustu greinar. Hestar Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira
Nú eru línur aðeins farnar að skýrast í Meistaradeild VÍS. Búnar eru 3 greinar af níu. Efstur í söfnun stiga til meistaratignar er Þorvaldur Árni eftir góðan árangur í öllum fyrstu þremur greinunum. Reikna má með að hann haldi áfram að ná góðum árangri a.m.k. í næstu tveimur greinum, gæðingafimi og fimmgangi og auki jafnvel forskot sitt í stigasöfnuninni. Þetta mat er byggt á því að hann teflir fram skörungum í þessum greinum, Rökkva frá Hárlaugsstöðum og Þokka frá Kýrholti, en Þorri vann einmitt fimmganginn á Þokka í fyrra. Á síðasta keppnistímabili skiluðu skeiðgreinarnar Þorra engu. Til að eiga raunverulega möguleika í ár þarf það að breytast. Þeir sem sækja að Þorra og virðast eiga raunhæfa möguleika á að slást við hann um titilinn eru Siggi Sig, Viðar Ingólfs, Sölvi Sigurðarson, Jói G., Atli og Diddi. Sölvi er nýliði í meistaradeild og verður að segjast að hann hefur komið á óvart með góðri frammistöðu. Byggir hann árangur sinn á hinum magnaða Óða-Blesa. Spurningin er hvort hann hafi jafnoka hans þegar kemur að skeiðgreinunum. Siggi Sig, Atli og Diddi eru á kunnuglegum slóðum á þessu stigi í meistaradeildinni. Fylgja í humátt, með möguleika á að skjótast fremstir hvenær sem tækifæri gefst. Allir eru þeir kunnir fyrir tækni og útsjónarsemi þegar kemur að skeiðgreinum og verða örugglega skeinuhættir þegar að þeim kemur. Þessir þrír eiga það sameiginlegt að hafa unnið meistaradeildina og þekkja keppnina inn og út. Þeir eiga það líka sameiginlegt að koma gríðarlega sterkir til leiks í kvöld, með margreynda og verðlaunaða gæðinga. Sigurbjörn teflir fram Markúsi en þeir hafa áður sigrað gæðingafimi meistaradeildar. Jói G. Hefur komið á óvart með frammistöðu sinni. Jafnan fengið hesta að láni á síðustu stundu, en halað inn stigin engu að síður. Verður að telja það honum til tekna sem reiðmanni. Viðar Ingólfs er vonarstjarna í hestaíþróttum. Fágaður reiðstíll og lipurð í hnakknum fleyta honum áfram. Sigur hans í töltinu var óumdeildur og það eitt sýnir að hann er til alls líklegur enda er töltkeppnin talin erfiðust hestaíþrótta. Viðar á góða möguleika í kvöld með Tuma og hann stendur vel að vígi þegar kemur að fimmgangi. Stóra spurningin varðandi Viðar og möguleika hans á titlinum er hestakostur hans í skeiðgreinunum. Of snemmt er að fullyrða mikið um úrslit meistaradeildar því enn eru 60 stig í potinum og jafnan hafa úrslit meistaradeildar ráðist í síðasta spretti síðustu greinar.
Hestar Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira